Viðskipti erlent

Efnahagsbati Evrópu hefur stoppað

Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat hefur hinn veiki efnahagsbati í Evrópu nú stoppað. Tölurnar sýna að hagvöxtur á evrusvæðinu nam aðeins 0,1% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en væntingar voru um að vöxturinn yrði 0,4%.

Viðskipti erlent

Frakkar: Aldrei sótt um leyfi fyrir Icesave í Frakklandi

Talsmaður seðlabanka Frakkalands (Banque de France) segir að aldrei hafi verið sótt um leyfi til að starfrækja Icesave-reikninga þar í landi. Þetta stangast á við orð Björgvins G. Sigurðssonar fyrrverandi viðskiptaráðherra um að Frakkar hefðu neitað Landsbankanum um slíkt leyfi.

Viðskipti erlent

Miklar bensínbirgðir halda olíuverðinu niðri

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í morgun í kjölfar fregna frá Bandaríkjunum að olíubirgðir landsins hafi aukist um 7,2 milljónir tunna í síðustu viku. Þá hafa bensínbirgðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan í mars 1999 en þær nema nú 228,2 milljónum tunna.

Viðskipti erlent

Nordea skilar ágætu uppgjöri

Nordea bankinn skilaði ágætu uppgjöri fyrir árið í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 20,8 milljörðum danskra kr. eða ríflega 490 milljörðum kr. Þetta er fimmfaldur hagnaður Danske Bank fyrir sama ár.

Viðskipti erlent

Tryggingarfélög hagnast vel á Facebook

Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook.

Viðskipti erlent

Toyota innkallar Prius

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hyggst síðar í vikunni innkalla rúmlega 300 þúsund bifreiðar af gerðinni Prius í Bandaríkjunum og Japan vegna bilana í hemlunarbúnaði bifreiðanna. Áður hafði fyrirtækið innkallað um átta milljónir bifreiðar víðsvegar um heiminn, þar á meðal á Íslandi, vegna bilana í bensíngjöf í sjö undirtegundum.

Viðskipti erlent