Viðskipti erlent

Eggert er hættur við málsókn gegn Björgólfi

Eggert Magnússon fyrrum stjórnarformaður West Ham tekur til varna í blaðinu The Sun í dag fyrir stjórn sín á liðinu meðan það var í eigu Björgólfs Guðmundssonar. Í viðtali við The Sun kemur m.a. fram að Eggert hafi neyðst til þess að hætta við málsókn sín gegn Björgólfi.

Viðskipti erlent

Bank of America tapaði 660 milljörðum

Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, tapaði 5,2 milljörðum dollara eða um 660 milljörðum kr. á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Inni í þessu tapi eru endurgreiðslur á ríkisaðstoð þeirri sem bankinn hlaut á síðasta ári frá bandarískum stjórnvöldum.

Viðskipti erlent

Fyrrum klámkóngar stjórna nú West Ham liðinu

Viðskiptafélagarnir David Sullivan og David Gold sem nú hafa tekið við rekstri West Ham eiga fleira sameiginlegt en áhuga á fótbolta. Báðir hófu þeir feril sinn í klámiðnaðinum og þar myndaðist grundvöllurinn að auði þeirra síðar meir.

Viðskipti erlent

Actavis og EQT með í lokatilboðum í Ratiopharm

Actavis og sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT eru meðal þriggja aðila sem fá að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Hinir tveir tilboðsgjafarnir verða bandaríski lyfjarisinn Pfizer og Teva frá Ísrael sem er stærsti samheitalyfjaframleiðandi heimsins.

Viðskipti erlent

Sænsk kirkja tapaði 300 milljónum í kauphöllinni

Bein tengsl við almættið er greinilega engin trygging fyrir árangri í kauphallarviðskiptum. Það mátti söfnuðurinn við Karlstad kirkju í Svíþjóð upplifa eftir að kirkjusjóðurinn var notaður í hlutabréfaviðskiptum. Árangurinn var að sjóðurinn tapaði rúmlega 300 milljónum kr.

Viðskipti erlent

Gold og Sullivan keyptu 50% hlut í West Ham

Það voru viðskiptafélagarnir David Gold og David Sullivan sem keyptu 50% hlut í enska úrvalsdeildarliðinu West Ham af Straumi. Fyrir hlutinn borguðu þeir rúmlega 50 milljónir punda og er liðið þar með verðmetið á 105 milljónir punda eða um 21.5 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Microsoft: Ekki nota Internet Explorer 6

Microsoft hefur gefið út aðvörun til viðskiptavina sinna og almennings um að nota ekki vafrann Internet Explorer 6. Jafnframt er hvatt til þess að allir sem séu með þennan vafra í notun uppfæri strax útgáfur sínar til nýjustu gerðar vafrans, Internet Explorer 8.

Viðskipti erlent

Vanskilaskuldir Dana tvöfaldast milli ára

Vanskilaskuldir Dana tvöfölduðust milli áranna 2008 og 2009. Samkvæmt vanskilaskrá (RKI) Danmerkur námu þessar skuldir 5,1 milljarði danskra kr. árið 2008 en stóðu í 10,5 milljörðum danskra kr., eða rúmlega 250 milljörðum kr., um síðustu áramót.

Viðskipti erlent

Þýska stjórnvöld vara við Internet Explorer

Þýsk stjórnvöld vara netnotendur við því að nota Internet Explorer til að vafra um á veraldarvefnum og ráðleggja fólki að finna sér annan vafra. Viðvörunin var send út eftir að Microsoft viðurkenndi að forritið væri veiki hlekkurinn í nýlegum árásum á Google leitarsíðuna í Kína.

Viðskipti erlent

Hækkun hugsanleg á árinu

Seðlabanki Evrópu ákvað í vikunni að stýrivöxtum yrði haldið í einu prósentustigi. Stýrivextir voru færðir niður í eitt prósent í maí í fyrra og hafa þeir aldrei verið lægri.

Viðskipti erlent

Undirbúa rannsókn á starfsemi írsku bankanna

Stjórnvöld á Írlandi hafa ákveðið að láta undan þrýstingi frá stjórnarandstöðunni sem hefur krafist þess að opinber rannsókn fari fram á starfsemi írsku bankanna í aðdraganda fjármálakreppunnar. Undirbúningur er hafin að rannsókninni.

Viðskipti erlent