Viðskipti erlent

Dómarar meta sérfróð vitni vegna Actavis Totowa

Fjórir dómarar frá þremur ríkjum Bandaríkjanna munu koma saman í Charleston í Vestur-Virgínu til þess að aðstoða við að meta sérfróð vitni máli hundruð manna gegn lyfjafyrirtækinu Actavis Totowa, sem er dótturfélag Actavis, og Mylan Pharmaceuticals, vegna hjartalyfsins Digitek, en lyfið er talið hafa valdið fjölda fólks heilsutjóni.

Viðskipti erlent

Vilja selja Volvo til Kína

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford stefnir á að selja sænska bílaframleiðandann Volvo til kínversks fyrirtækis. Skrifað hefur verið undir bráðabirgðasamkomulag við Geely bílaverksmiðjurnar og er búist við að skrifað verði undir snemma á nýju ári. Verðmiðinn hefur ekki verið gerður opinber en búist er við því að Kínverjarnir þurfi að borga allt að tveimur milljörðum bandaríkjadala fyrir hið sögufræga merki.

Viðskipti erlent

Hagnaður Ratiopharm umfram væntingar

Hagnaður þýska samheitalyfjafyrirtækisins Ratiopharm verður töluvert umfram eigin væntingar í ár. Ratiopharm reiknaði með að brúttóhagnaðurinn, það er hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármálaliði, yrði 200 milljónir evra en hann stefni í að verða 300 milljónir evra eða um 55 milljarðar kr.

Viðskipti erlent

Danmörk siglir út úr kreppunni

Eftir nokkra ársfjórðunga í röð með neikvæðum hagvexti mældist loksins jákvæður hagvöxtur í Danmörku á þriðja ársfjórðungi ársins. Þetta eru óvæntar fréttir fyrir sérfræðinga sem töldu að hagvöxturinn myndi standa í stað á fjórðungnum.

Viðskipti erlent

Dauður banki greiðir starfsmönnum stóra bónusa

Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans.

Viðskipti erlent

Avatar sló aðsóknarmet á heimsvísu um helgina

Kvikmyndin Avatar halaði inn rúmar 232 milljónir dollara eða tæpa 30 milljarða kr. yfir helgina á heimsvísu. Century Fox segir að þetta sé stærsta opunarhelgi frumsamdar myndar í sögunni og þar með langbesta opnunarhelgi þrívíddarmyndar frá upphafi.

Viðskipti erlent

SAAB úr sögunni

Bandaríski bílarisinn General Motors hefur tekið ákvörðun um að leggja niður dótturfélagið SAAB, stolt sænskrar bílaframleiðslu til 60 ára. Viðræður um að selja fyrirtækið til hollensks lúxusbílaframleiðanda fóru út um þúfur í dag og því hefur verið ákveðið að leggja SAAB niður á næstunni.

Viðskipti erlent

Staðan á dönskum vinnumarkaði langtum verri en talið var

Nýjar tölur frá dönsku hagstofunni sýna að staðan á danska vinnumarkaðinum er langtum verri en áður var talið. Samkvæmt tölunum voru 124.000 færri persónur ráðnar til vinnu á þriðja ársfjórðungi ársins m.v. sama tímabil í fyrra. Þessi fækkun er sú mesta sem hagstofan hefur skráð í sögunni.

Viðskipti erlent

Opinber rannsókn á Kaupþingi hafin í Bretlandi

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, hefur sent frá sér tilkynningu um að opinber rannsókn sé hafin á starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Rannsóknin muni m.a. beinast að gjörðum Kaupþings til að fá Breta til að leggja sparifé sitt inn á Edge-reikninga bankans í Bretlandi.

Viðskipti erlent

Moody´s: Búsáhaldabylting í Grikklandi og á Bretlandi

Lánsmatsfyrirtækið Moody´s hefur gefið út viðvörun um að samfélagslegur órói sé framundan hjá þjóðum með miklar skuldir. Allar líkur séu á búsáhaldabyltingu á næsta ári í löndum á borð við Grikkland og Bretland þar sem verulega þarf að skera niður í útgjöldum hins opinbera til að lækka skuldafjallið.

Viðskipti erlent

Obama leggur bankamönnum línurnar

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lagt að stærstu bönkum landsins að þeir auki lán sín til lítilla og meðalstórra fyrirtækja til þess að örva atvinnulífið. Obama hitti bankaforkólfana á óformlegum fundi í gær og þar benti forsetinn á að bankarnir hefðu fengið gríðarlega aðstoð frá ríkinu síðustu misserin og að nú væri komið að skuldadögum.

Viðskipti erlent

Grísk fjármáladrottning keypti stærstu snekkju heimsins

Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou.

Viðskipti erlent