Hollur matur er alls ekki dýrari 11. júní 2004 00:01 Athyglin hefur beinst að háu matvælaverði á Íslandi undanfarna daga og margir setja hollustuna einmitt fyrir sig sökum þess að hún sé dýrari en óhollustan. En er það tilfellið? Breyttar matarvenjur Íslendinga hafa leitt til þess að allt alls konar heilsufæði fæst nú í almennum matvöruverslunum og í könnun sem Manneldisráð gerði í nóvember á síðasta ári í samvinnu við ASÍ kom í ljós að það er ódýrara að fylgja ráðleggingum um hollt mataræði en að velja mat í samræmi við algengar neysluvenjur Íslendinga. Könnunin var gerð í átta stærstu verslanakeðjunum, sem samtals endurspegla ríflega 90% markaðar á svæðinu. Reiknað var vegið meðalverð hverrar vöru, í samræmi við markaðshlutdeild verslana og valin ódýrasta tegund hverrar vöru í öllum verslunum. Það kostar 125 krónur á dag að fylgja ráðleggingum um 500 grömm af grænmeti, ávöxtum og kartöflum á dag. Til að lifa hollu lífi þarf að minnka neyslu á sykri, kökum, sætindum, ís og gosdrykkjum. Þeir sem borða þessar vörur að ráði þurfa yfirleitt að minnka annan mat á móti, eigi þeir ekki að fitna. Eitt algengt súkkulaðistykki er til dæmis á við þrjár lítið smurðar brauðsneiðar í hitaeiningum og barnastærð af ís hefur jafnmargar hitaeiningar og þrjú glös af léttmjólk. Meðalverð á barnaís er um130 krónur en þrjú glös af léttmjólk kosta 45 krónur. Ef er sett ein skeið af skyri, einn banani og klaki í mjólkurglas og hrært vel í blandara er kominn fyrirtaks drykkur sem gefur mun meiri næringu og færri hitaeiningar en ísinn og kostar mun minna. Með því að velja hollustu í innkaupakörfuna og kaupa lítið af sætindum og ekkert gos má spara umtalsverða fjárhæð, eða 18.852 kr á mann í matarinnkaupum á ári. Heilsa Matur Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Athyglin hefur beinst að háu matvælaverði á Íslandi undanfarna daga og margir setja hollustuna einmitt fyrir sig sökum þess að hún sé dýrari en óhollustan. En er það tilfellið? Breyttar matarvenjur Íslendinga hafa leitt til þess að allt alls konar heilsufæði fæst nú í almennum matvöruverslunum og í könnun sem Manneldisráð gerði í nóvember á síðasta ári í samvinnu við ASÍ kom í ljós að það er ódýrara að fylgja ráðleggingum um hollt mataræði en að velja mat í samræmi við algengar neysluvenjur Íslendinga. Könnunin var gerð í átta stærstu verslanakeðjunum, sem samtals endurspegla ríflega 90% markaðar á svæðinu. Reiknað var vegið meðalverð hverrar vöru, í samræmi við markaðshlutdeild verslana og valin ódýrasta tegund hverrar vöru í öllum verslunum. Það kostar 125 krónur á dag að fylgja ráðleggingum um 500 grömm af grænmeti, ávöxtum og kartöflum á dag. Til að lifa hollu lífi þarf að minnka neyslu á sykri, kökum, sætindum, ís og gosdrykkjum. Þeir sem borða þessar vörur að ráði þurfa yfirleitt að minnka annan mat á móti, eigi þeir ekki að fitna. Eitt algengt súkkulaðistykki er til dæmis á við þrjár lítið smurðar brauðsneiðar í hitaeiningum og barnastærð af ís hefur jafnmargar hitaeiningar og þrjú glös af léttmjólk. Meðalverð á barnaís er um130 krónur en þrjú glös af léttmjólk kosta 45 krónur. Ef er sett ein skeið af skyri, einn banani og klaki í mjólkurglas og hrært vel í blandara er kominn fyrirtaks drykkur sem gefur mun meiri næringu og færri hitaeiningar en ísinn og kostar mun minna. Með því að velja hollustu í innkaupakörfuna og kaupa lítið af sætindum og ekkert gos má spara umtalsverða fjárhæð, eða 18.852 kr á mann í matarinnkaupum á ári.
Heilsa Matur Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira