Ólafur með mesta fylgi 12. júní 2004 00:01 Tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningunum sem fram fara þann 26. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Fylgi Ólafs Ragnars mælist 63,8 prósent í könnuninni og mælist fylgi annarra frambjóðenda aðeins brot af fylgi hans. Fimm prósent aðspurðra hyggjast kjósa Baldur Ágústsson og 0,6 prósent Ástþór Magnússon. Þá sögðust 15 prósent aðspurðra ætla að sitja heima á kjördag og rúm tíu af hundraði eru enn óákveðin. 6,5 prósent neituðu að svara eða vildu annan frambjóðanda. Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku, tæpra 70 prósenta aðspurðra, nýtur Ólafur Ragnar fylgis níu af hverjum tíu. Fylgi Ástþórs mælist tæplega eitt prósent og Baldurs rúmlega 7 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur meira fylgis meðal kvenna en karla. 93,6 prósent kvenna sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Ólaf Ragnar meðan 86,3 prósent karla hugðust gera slíkt hið sama. Talsvert fleiri karlar en konur hugðust hins vegar kjósa Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon en fylgi Ástþórs mælist ekkert meðal kvenna. Lítill munur mældist á fylgi Ólafs Ragnars á landsbyggðinni og í þéttbýli, 90,3 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast veita honum atkvæði sitt samanborið við 89,5 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Fylgi Baldurs mælist ívið meira á landsbyggðinni en þar er fylgi Ástþórs ekki mælanlegt. 1,5 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast hins vegar kjósa Ástþór. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Hvaða frambjóðanda myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningunum sem fram fara þann 26. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Fylgi Ólafs Ragnars mælist 63,8 prósent í könnuninni og mælist fylgi annarra frambjóðenda aðeins brot af fylgi hans. Fimm prósent aðspurðra hyggjast kjósa Baldur Ágústsson og 0,6 prósent Ástþór Magnússon. Þá sögðust 15 prósent aðspurðra ætla að sitja heima á kjördag og rúm tíu af hundraði eru enn óákveðin. 6,5 prósent neituðu að svara eða vildu annan frambjóðanda. Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku, tæpra 70 prósenta aðspurðra, nýtur Ólafur Ragnar fylgis níu af hverjum tíu. Fylgi Ástþórs mælist tæplega eitt prósent og Baldurs rúmlega 7 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur meira fylgis meðal kvenna en karla. 93,6 prósent kvenna sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Ólaf Ragnar meðan 86,3 prósent karla hugðust gera slíkt hið sama. Talsvert fleiri karlar en konur hugðust hins vegar kjósa Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon en fylgi Ástþórs mælist ekkert meðal kvenna. Lítill munur mældist á fylgi Ólafs Ragnars á landsbyggðinni og í þéttbýli, 90,3 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast veita honum atkvæði sitt samanborið við 89,5 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Fylgi Baldurs mælist ívið meira á landsbyggðinni en þar er fylgi Ástþórs ekki mælanlegt. 1,5 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast hins vegar kjósa Ástþór. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Hvaða frambjóðanda myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú?
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira