Dansa berfætt úti í garði 14. júní 2004 00:01 "Það er eitthvað við það þegar fólk kemur saman til að dansa og syngja allan daginn," segir leikarinn Björn Thors glaðbeittur þegar blaðamaður fær hann til að stíga út úr blómastemningunni í Austurbæ. Þar standa nú yfir æfingar á söngleiknum Hárinu þar sem Björn bregður sér í hlutverk eðaltöffarans Bergers. "Við vorum nokkrir listamenn sem vildum skapa okkar eigið tækifæri og vinna við eitthvað skemmtilegt í sumar," segir Björn en auk þess að leika í Hárinu er hann jafnframt einn af framleiðendum sýningarinnar. "Hárið er fantasöngleikur og í allri umræðunni um stríðið í heiminum og frelsi einstaklingsins töldum við að nú væri rétti tíminn til að setja verkið upp. Þetta er mikið sumarverk og við höfum tekið nokkrar æfingar úti í góða veðrinu í garðinum á bak við Austurbæ. Þar höfum við verið að hoppa um berfætt í fimleikaæfingum og hitinn og svitinn hjálpar okkur til að komast í rétta stemningu." Björn útskrifaðist sem leikari fyrir ári síðan og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikferillinn byrjar vel því Björn er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár. "Þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hafa leitt mig í gegnum þetta í rólegheitunum og sagt mér ýmsar skemmtilegar sögur úr leikhúsinu," segir Björn, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. "Ég hef verið að leika síðan ég var unglingur en í Græna landinu fannst mér ég allt í einu skynja hversu mikil áhrif leikhúsið getur haft út fyrir sviðið. Sýningin er gefandi en líka svolítið erfið og þarna upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að eiga langt í land með að koma mér út úr verkinu þegar framkallið er búið." Aðeins tvær sýningar eru eftir á Græna landinu í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með Birni Thors í framtíðinni ættu ekki að láta Hárið fram hjá sér fara í sumar en söngleikurinn sívinsæli verður frumsýndur þann 9. júlí í Austurbæ. Miðasalan hefst á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á mbl.is. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Það er eitthvað við það þegar fólk kemur saman til að dansa og syngja allan daginn," segir leikarinn Björn Thors glaðbeittur þegar blaðamaður fær hann til að stíga út úr blómastemningunni í Austurbæ. Þar standa nú yfir æfingar á söngleiknum Hárinu þar sem Björn bregður sér í hlutverk eðaltöffarans Bergers. "Við vorum nokkrir listamenn sem vildum skapa okkar eigið tækifæri og vinna við eitthvað skemmtilegt í sumar," segir Björn en auk þess að leika í Hárinu er hann jafnframt einn af framleiðendum sýningarinnar. "Hárið er fantasöngleikur og í allri umræðunni um stríðið í heiminum og frelsi einstaklingsins töldum við að nú væri rétti tíminn til að setja verkið upp. Þetta er mikið sumarverk og við höfum tekið nokkrar æfingar úti í góða veðrinu í garðinum á bak við Austurbæ. Þar höfum við verið að hoppa um berfætt í fimleikaæfingum og hitinn og svitinn hjálpar okkur til að komast í rétta stemningu." Björn útskrifaðist sem leikari fyrir ári síðan og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikferillinn byrjar vel því Björn er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár. "Þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hafa leitt mig í gegnum þetta í rólegheitunum og sagt mér ýmsar skemmtilegar sögur úr leikhúsinu," segir Björn, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. "Ég hef verið að leika síðan ég var unglingur en í Græna landinu fannst mér ég allt í einu skynja hversu mikil áhrif leikhúsið getur haft út fyrir sviðið. Sýningin er gefandi en líka svolítið erfið og þarna upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að eiga langt í land með að koma mér út úr verkinu þegar framkallið er búið." Aðeins tvær sýningar eru eftir á Græna landinu í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með Birni Thors í framtíðinni ættu ekki að láta Hárið fram hjá sér fara í sumar en söngleikurinn sívinsæli verður frumsýndur þann 9. júlí í Austurbæ. Miðasalan hefst á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á mbl.is.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira