Dansinn dunar á leiksviðinu 14. júní 2004 00:01 "Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu. Hún hefur ásamt Katrínu Ingvadóttur, dansara hjá Íslenska dansflokknum, skipulagt dansleikhúskeppni sem haldin er í annað sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Við höfum lengi haft áhuga á því að leggja saman krafta okkar, Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur, sem erum saman til húsa í Borgarleikhúsinu. Við erum í samstarfi til dæmis um Línu Langsokk og Chicago, en þetta er meira hugsað fyrir danshöfundana." Samkeppnin var auglýst í lok árs 2003 og í febrúar voru valdar níu hugmyndir til þátttöku í keppninni. Hvert verk má vera tíu mínútur að lengd. "Þessi tíu mínútna verk liggja vel við höggi bæði fyrir Dansflokkinn og Leikfélagið. Þetta er líka spennandi form að glíma við." Verkin í ár og höfundar þeirra eru eftirfarandi: "Dagur í frystihúsinu" er eftir Höllu Ólafsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur, "Sjá augu þín eins og mín, systir" er eftir þær Arnbjörgu Hlíf, Ólöfu Sigríði og Örnu Guðnýju Valsdætur, "Hamlett" nefnist verk eftir Berg Þór Ingólfsson, "Detached" er eftir Peter Anderson, "Flugur" eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, "Bravó elskan" eftir Birnu Hafsteni og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, "Augnablik" er eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, "X2" eftir Rebekku Austmann Ingimundardóttur og loks "Komið og dansið: A Found Object" eftir Stefán Jónsson og Jón Atla Jónasson. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru danshöfundarnir hreint ekki eingöngu fólk sem hefur hingað til verið þekkt fyrir dansfimi eða aðra þátttöku í danslistum af hvaða tagi sem er. "Þarna tekur þátt fólk sem kemur kannski meira úr leiklistaráttinni heldur en dansinum. Ég held að þessi keppni sé einmitt fínt tækifæri fyrir marga til að spreyta sig á þessu." Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu. Hún hefur ásamt Katrínu Ingvadóttur, dansara hjá Íslenska dansflokknum, skipulagt dansleikhúskeppni sem haldin er í annað sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Við höfum lengi haft áhuga á því að leggja saman krafta okkar, Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur, sem erum saman til húsa í Borgarleikhúsinu. Við erum í samstarfi til dæmis um Línu Langsokk og Chicago, en þetta er meira hugsað fyrir danshöfundana." Samkeppnin var auglýst í lok árs 2003 og í febrúar voru valdar níu hugmyndir til þátttöku í keppninni. Hvert verk má vera tíu mínútur að lengd. "Þessi tíu mínútna verk liggja vel við höggi bæði fyrir Dansflokkinn og Leikfélagið. Þetta er líka spennandi form að glíma við." Verkin í ár og höfundar þeirra eru eftirfarandi: "Dagur í frystihúsinu" er eftir Höllu Ólafsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur, "Sjá augu þín eins og mín, systir" er eftir þær Arnbjörgu Hlíf, Ólöfu Sigríði og Örnu Guðnýju Valsdætur, "Hamlett" nefnist verk eftir Berg Þór Ingólfsson, "Detached" er eftir Peter Anderson, "Flugur" eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, "Bravó elskan" eftir Birnu Hafsteni og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, "Augnablik" er eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, "X2" eftir Rebekku Austmann Ingimundardóttur og loks "Komið og dansið: A Found Object" eftir Stefán Jónsson og Jón Atla Jónasson. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru danshöfundarnir hreint ekki eingöngu fólk sem hefur hingað til verið þekkt fyrir dansfimi eða aðra þátttöku í danslistum af hvaða tagi sem er. "Þarna tekur þátt fólk sem kemur kannski meira úr leiklistaráttinni heldur en dansinum. Ég held að þessi keppni sé einmitt fínt tækifæri fyrir marga til að spreyta sig á þessu."
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira