Vorblót í Vesturbænum 14. júní 2004 00:01 Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói í kvöld. Vladimir Ashkenazy stjórnar hljómsveitinni, sem ætlar að flytja þrjú verk eftir Igor Stravinskí - Pulcinellu, Eldfuglinn og Vorblót. Öll þessi þrjú verk Stravinskís eru samin sem balletttónlist, en Vorblótið er þeirra frægast, og ekki bara fyrir þær hrikalegu móttökur sem það fékk við frumflutninginn í París hinn 29. maí árið 1913, þegar áheyrendur trylltust bókstaflega af bræði og kalla þurfti á lögregluna til að rýma salinn. Vorblótið var vægast sagt byltingarkennt verk á þeim tíma, þar sem áheyrendur áttu hvorki að venjast jafn ómstríðum tónum og brjálæðislegum hrynjanda, þótt slíkt þyki afar hversdagslegt nú á tímum. Æ síðan hefur þetta verk átt miklum vinsældum að fagna. Samhliða æfingum hefur Ashkenazy unnið að upptökum fyrir nýjan geisladisk með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir japanska fyrirtækið Octavia, sem hefur áður gefið út í Japan tvo diska með flutningi hljómsveitarinnar undir stjórn Ashkenazys. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Klukkutíma fyrir tónleikanna efnir Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands til samverustundar í Sunnusal Hótel Sögu, þar sem Árni Heimir Ingólfsson kynnir efni tónleikanna og kemur með hljóðdæmi. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói í kvöld. Vladimir Ashkenazy stjórnar hljómsveitinni, sem ætlar að flytja þrjú verk eftir Igor Stravinskí - Pulcinellu, Eldfuglinn og Vorblót. Öll þessi þrjú verk Stravinskís eru samin sem balletttónlist, en Vorblótið er þeirra frægast, og ekki bara fyrir þær hrikalegu móttökur sem það fékk við frumflutninginn í París hinn 29. maí árið 1913, þegar áheyrendur trylltust bókstaflega af bræði og kalla þurfti á lögregluna til að rýma salinn. Vorblótið var vægast sagt byltingarkennt verk á þeim tíma, þar sem áheyrendur áttu hvorki að venjast jafn ómstríðum tónum og brjálæðislegum hrynjanda, þótt slíkt þyki afar hversdagslegt nú á tímum. Æ síðan hefur þetta verk átt miklum vinsældum að fagna. Samhliða æfingum hefur Ashkenazy unnið að upptökum fyrir nýjan geisladisk með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir japanska fyrirtækið Octavia, sem hefur áður gefið út í Japan tvo diska með flutningi hljómsveitarinnar undir stjórn Ashkenazys. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Klukkutíma fyrir tónleikanna efnir Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands til samverustundar í Sunnusal Hótel Sögu, þar sem Árni Heimir Ingólfsson kynnir efni tónleikanna og kemur með hljóðdæmi.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira