Snúsað með karlmönnum 22. júní 2004 00:01 Þóra Karítas segir íslenska karlmanninn og GSM-símann fullnægja sömu þörfum Ég gerði stórmerka uppgötvun í vikunni þegar ég komst að því að íslenskir karlmenn og farsíminn minn hefðu algjörlega sömu fúnksjón í mínu lífi. Ég ætla ekki að fara út í nákvæmar samanburðarrannsóknir í þessum efnum og læt vera allar klénar samlíkingar um að að íslenskir karlmenn geti verið harðgerir, titrandi, syngjandi, malandi eða jafnvel batteríislausir, lokaðir og læstir alveg eins og GSM-síminn minn. Nei, ég er ekki að tala um neitt svona grátt svæði líkingaflóðs í anda rauðu seríunnar, sem ég hef reyndar aldrei gerst svo djörf að lesa, heldur er ég að tala um þá beinu virkni, völd og áhrif sem bæði farsíminn minn og íslenskir karlmenn hafa á mitt líf. Málið er sem sagt að farsíminn minn og íslenskir karlmenn sjá í sameiningu til þess að ég sofi ekki of mikið. Og nú er ég ekki að fara að tjá mig um hvað íslenskir karlmenn séu vel til þess brúklegir að kúra með og mala við langt fram eftir nóttu. Ég er ekki heldur að fara að halda því fram að ég sé svo umvafin vinum og vinsældum að síminn hreinlega stoppi aldrei og haldi þannig fyrir mér vöku á hverju kvöldi. Nei, það eina sem ég uppgötvaði í vikunni er að lífið væri erfitt bæði án snústakkans á símanum mínum og líka án íslensku karlmannanna sem sjá um að byggja hótelið sem rís nú hærra en Hallgrímskirkja beint fyrir utan kjallaragluggann minn. Klukkan hálf átta byrja karlmennirnir við sína göfgu smíðavinnu og þá rumska ég fyrst. Svo er ég milli tveggja heima fram til átta þegar vekjaraklukkann á farsímanum hringir. Þá er reglan eitt snús, á fætur tíu mínútur yfir, sturta, morgunmatur og strætó í vinnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun
Þóra Karítas segir íslenska karlmanninn og GSM-símann fullnægja sömu þörfum Ég gerði stórmerka uppgötvun í vikunni þegar ég komst að því að íslenskir karlmenn og farsíminn minn hefðu algjörlega sömu fúnksjón í mínu lífi. Ég ætla ekki að fara út í nákvæmar samanburðarrannsóknir í þessum efnum og læt vera allar klénar samlíkingar um að að íslenskir karlmenn geti verið harðgerir, titrandi, syngjandi, malandi eða jafnvel batteríislausir, lokaðir og læstir alveg eins og GSM-síminn minn. Nei, ég er ekki að tala um neitt svona grátt svæði líkingaflóðs í anda rauðu seríunnar, sem ég hef reyndar aldrei gerst svo djörf að lesa, heldur er ég að tala um þá beinu virkni, völd og áhrif sem bæði farsíminn minn og íslenskir karlmenn hafa á mitt líf. Málið er sem sagt að farsíminn minn og íslenskir karlmenn sjá í sameiningu til þess að ég sofi ekki of mikið. Og nú er ég ekki að fara að tjá mig um hvað íslenskir karlmenn séu vel til þess brúklegir að kúra með og mala við langt fram eftir nóttu. Ég er ekki heldur að fara að halda því fram að ég sé svo umvafin vinum og vinsældum að síminn hreinlega stoppi aldrei og haldi þannig fyrir mér vöku á hverju kvöldi. Nei, það eina sem ég uppgötvaði í vikunni er að lífið væri erfitt bæði án snústakkans á símanum mínum og líka án íslensku karlmannanna sem sjá um að byggja hótelið sem rís nú hærra en Hallgrímskirkja beint fyrir utan kjallaragluggann minn. Klukkan hálf átta byrja karlmennirnir við sína göfgu smíðavinnu og þá rumska ég fyrst. Svo er ég milli tveggja heima fram til átta þegar vekjaraklukkann á farsímanum hringir. Þá er reglan eitt snús, á fætur tíu mínútur yfir, sturta, morgunmatur og strætó í vinnuna.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun