„Gróðurhúsaáhrif“ á bensínverð 24. júní 2004 00:01 Stjórnvöld ætla ekki að lækka nein gjöld eða skatttekjur af bensíni og olíu, til að milda neikvæð áhrif af miklum hækkunum á heimsmarkaði á íslenskt efnahagslíf, og réttlæta það með baráttu sinni gegn gróðurhúsaáhrifum. Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um þjóðarbúskapinn. Þar kemur m.a. fram að ef hækkunin á milli ára verði 10% eða meiri, sem allt stefnir í, muni draga úr hagvexti, verðbólga aukast og kaupmáttur tímakaups minnka, svo nokkrar stærðir séu nefndar. Síðan segir orðrétt: „Þó svo að nýlegar verðhækkanir gangi að einhverju leyti til baka má reikna með því að raunverðið muni hækka til lengri tíma litið. Því er ekki réttlætanlegt að grípa til aðgerða til að deyfa raunverulegar verðbreytingar enda kynni það að reynast skammgóður vermir. Þá má ekki gleyma því að verulegur hluti af losun gróðurhúsalofttegunda kemur úr olíu. Viðleitni stjórnvalda til að draga úr henni með skattlagningu er fullkomlega réttlætanleg.“ Ennfremur segir í greinargerðinni að raunhækkun á verði olíu hafi áður orðið til þess að ýta undir aðgerðir til að auka nýtingu hennar þar sem hún er notuð, og engin ástæða sé til að ætla að komið sé að endimörkum í því. „Verðhækkanir gera mögulega nýtingu á olíulindum sem ekki eru hagkvæmar í dag, sérstaklega þar sem um þunga olíu er að ræða. Hins vegar er ólíklegt að aftur komi dagar þar sem olía verður svo ódýr að hægt að verður að fara jafn illa með hana og gert hefur verið stóran hluta af þeim tíma sem hún hefur verið notuð.“ Sem sagt: Það er einmitt núna sem rétti tíminnn er fyrir Íslendinga, að mati fjármálaráðuneytisins, að hefja fyrir alvöru baráttuna gegn gróðurhúsaáhrifum í allt of háu bensín- og olíuverði. Sjá nánar á slóðinni: http://www3.fjarmalaraduneyti.is/media/Thjodarbuskapurinn/Urtjodarbuskapnum0405.pdf Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Stjórnvöld ætla ekki að lækka nein gjöld eða skatttekjur af bensíni og olíu, til að milda neikvæð áhrif af miklum hækkunum á heimsmarkaði á íslenskt efnahagslíf, og réttlæta það með baráttu sinni gegn gróðurhúsaáhrifum. Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um þjóðarbúskapinn. Þar kemur m.a. fram að ef hækkunin á milli ára verði 10% eða meiri, sem allt stefnir í, muni draga úr hagvexti, verðbólga aukast og kaupmáttur tímakaups minnka, svo nokkrar stærðir séu nefndar. Síðan segir orðrétt: „Þó svo að nýlegar verðhækkanir gangi að einhverju leyti til baka má reikna með því að raunverðið muni hækka til lengri tíma litið. Því er ekki réttlætanlegt að grípa til aðgerða til að deyfa raunverulegar verðbreytingar enda kynni það að reynast skammgóður vermir. Þá má ekki gleyma því að verulegur hluti af losun gróðurhúsalofttegunda kemur úr olíu. Viðleitni stjórnvalda til að draga úr henni með skattlagningu er fullkomlega réttlætanleg.“ Ennfremur segir í greinargerðinni að raunhækkun á verði olíu hafi áður orðið til þess að ýta undir aðgerðir til að auka nýtingu hennar þar sem hún er notuð, og engin ástæða sé til að ætla að komið sé að endimörkum í því. „Verðhækkanir gera mögulega nýtingu á olíulindum sem ekki eru hagkvæmar í dag, sérstaklega þar sem um þunga olíu er að ræða. Hins vegar er ólíklegt að aftur komi dagar þar sem olía verður svo ódýr að hægt að verður að fara jafn illa með hana og gert hefur verið stóran hluta af þeim tíma sem hún hefur verið notuð.“ Sem sagt: Það er einmitt núna sem rétti tíminnn er fyrir Íslendinga, að mati fjármálaráðuneytisins, að hefja fyrir alvöru baráttuna gegn gróðurhúsaáhrifum í allt of háu bensín- og olíuverði. Sjá nánar á slóðinni: http://www3.fjarmalaraduneyti.is/media/Thjodarbuskapurinn/Urtjodarbuskapnum0405.pdf
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira