Úrslit í samræmi við kannanir 28. júní 2004 00:01 "Ég tel að kannanir hafi verið í miklu samræmi við úrslitin og í raun sagt þau fyrir," segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í könnun Fréttablaðsins þriðjudaginn 22. júní, fjórum dögum fyrir kosningar, mældist Ólafur Ragnar með 71,9 prósent fylgi en fékk 67,9. Ástþóri Magnússyni var spáð 1,2 prósent fylgi en fékk 1,5 prósent. Baldur Ágústsson mældist með 6,2 prósent í könnuninni en hlaut 9,9 prósent. Aðeins munaði einum tíunda hluta úr prósentustigi á könnun Fréttablaðsins hlutfall auðra seðla og úrslitum kosninganna. Í könnuninni ætluðu 20,6 prósent að skila auðu en 22,5 prósent gerðu það þegar upp var staðið. Könnun IMG Gallups frá 16. júní spáði Ólafi Ragnari svipuðu fylgi og Fréttablaðið eða 71,4 prósent atkvæða. Hún spáði Ástþóri 0,6 prósent fylgi og Baldri 7,9 prósentum. Athygli vekur að bæði könnun Fréttablaðsins og Gallups bentu til mun meiri kjörsóknar en raunin varð. Þórólfur segir rétt að staldra við það og spyrja hvort eitthvað hafi gerst síðustu dagana fyrir kosningar sem hafi dregið úr kjörsókn. "Það er ýmislegt sem kemur til greina. Í fyrsta lagi má vera að það hafi hreinlega verið ofmat á kjörsókn í skoðanakönnunum. Í öðru lagi má spyrja hvort áhrifin og stemningin í kringum fjölmiðlafrumvarpið, sem hefði hugsanlega ýtt undir kjörsókn, hafi fjarað út síðustu dagana fyrir kosningar. Í þriðja lagi kemur til greina að skoðanakannanirnar sjálfar hafi átt þátt í að draga úr kjörsókn, því þær sýndu yfirburða stöðu Ólafs Ragnars og það hefur ef til vill latt fólk til að mæta á kjörstað." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
"Ég tel að kannanir hafi verið í miklu samræmi við úrslitin og í raun sagt þau fyrir," segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í könnun Fréttablaðsins þriðjudaginn 22. júní, fjórum dögum fyrir kosningar, mældist Ólafur Ragnar með 71,9 prósent fylgi en fékk 67,9. Ástþóri Magnússyni var spáð 1,2 prósent fylgi en fékk 1,5 prósent. Baldur Ágústsson mældist með 6,2 prósent í könnuninni en hlaut 9,9 prósent. Aðeins munaði einum tíunda hluta úr prósentustigi á könnun Fréttablaðsins hlutfall auðra seðla og úrslitum kosninganna. Í könnuninni ætluðu 20,6 prósent að skila auðu en 22,5 prósent gerðu það þegar upp var staðið. Könnun IMG Gallups frá 16. júní spáði Ólafi Ragnari svipuðu fylgi og Fréttablaðið eða 71,4 prósent atkvæða. Hún spáði Ástþóri 0,6 prósent fylgi og Baldri 7,9 prósentum. Athygli vekur að bæði könnun Fréttablaðsins og Gallups bentu til mun meiri kjörsóknar en raunin varð. Þórólfur segir rétt að staldra við það og spyrja hvort eitthvað hafi gerst síðustu dagana fyrir kosningar sem hafi dregið úr kjörsókn. "Það er ýmislegt sem kemur til greina. Í fyrsta lagi má vera að það hafi hreinlega verið ofmat á kjörsókn í skoðanakönnunum. Í öðru lagi má spyrja hvort áhrifin og stemningin í kringum fjölmiðlafrumvarpið, sem hefði hugsanlega ýtt undir kjörsókn, hafi fjarað út síðustu dagana fyrir kosningar. Í þriðja lagi kemur til greina að skoðanakannanirnar sjálfar hafi átt þátt í að draga úr kjörsókn, því þær sýndu yfirburða stöðu Ólafs Ragnars og það hefur ef til vill latt fólk til að mæta á kjörstað."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira