Stjórnin sökuð um svik og pretti 5. júlí 2004 00:01 Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta. Ríkisstjórnin var sökuð um svik og pretti af stjórnarandstöðunni á alþingi í þegar nýtt frumvarp til laga um fjölmiðla var lagt fram. Eftir að frumvarpinu hafði verið útbýtt hófst umræða um störf þingsins að beiðni stjórnarandstöðu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að hið nýja frumvarp væri sami grautur í sömu skál. Hann sagðist hafa miklar efasemdir að þessi aðferð væri í anda stjórnarskrárinnar og taldi hana óverjandi frá sjónarhóli lýðræðisins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna sagði að framlag ríkisstjórnarinnar hefði verið svo ósvífið að það hefði tekið hann nokkra klukkutíma að átta sig á því. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvort í frumvarpinu fælist óþingleg ætlan. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins dró það í efa að málsmeðferð ríkisstjórnar stæðist stjórnarskrá Halldór Blöndal frestaði óvænt þingi til miðvikudagsmorguns þótt stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta í framhaldi af störfum þingsins. Af þessu hlaust talsvert uppnám í þingsal. Stjórnarandstaðan telur að það sé verið að öllum líkindum verið að brjóta þingsköp með því að bera málið upp að nýju í örlítið breyttri mynd. Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis taldi að þar sem þingið nú væri framhald þingsins í vor, mætti samkvæmt þingsköpum ekki flytja sama mál tvisvar . Halldór Blöndal sagði þetta misskilning þar sem þingsköp kvæðu á um að ekki mætti flytja mál aftur ef það væri fellt. Frumvarpið sem nú væri til umræðu hefði orðið að lögum og að alltaf mætti breyta lögum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta. Ríkisstjórnin var sökuð um svik og pretti af stjórnarandstöðunni á alþingi í þegar nýtt frumvarp til laga um fjölmiðla var lagt fram. Eftir að frumvarpinu hafði verið útbýtt hófst umræða um störf þingsins að beiðni stjórnarandstöðu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að hið nýja frumvarp væri sami grautur í sömu skál. Hann sagðist hafa miklar efasemdir að þessi aðferð væri í anda stjórnarskrárinnar og taldi hana óverjandi frá sjónarhóli lýðræðisins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna sagði að framlag ríkisstjórnarinnar hefði verið svo ósvífið að það hefði tekið hann nokkra klukkutíma að átta sig á því. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvort í frumvarpinu fælist óþingleg ætlan. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins dró það í efa að málsmeðferð ríkisstjórnar stæðist stjórnarskrá Halldór Blöndal frestaði óvænt þingi til miðvikudagsmorguns þótt stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta í framhaldi af störfum þingsins. Af þessu hlaust talsvert uppnám í þingsal. Stjórnarandstaðan telur að það sé verið að öllum líkindum verið að brjóta þingsköp með því að bera málið upp að nýju í örlítið breyttri mynd. Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis taldi að þar sem þingið nú væri framhald þingsins í vor, mætti samkvæmt þingsköpum ekki flytja sama mál tvisvar . Halldór Blöndal sagði þetta misskilning þar sem þingsköp kvæðu á um að ekki mætti flytja mál aftur ef það væri fellt. Frumvarpið sem nú væri til umræðu hefði orðið að lögum og að alltaf mætti breyta lögum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira