
Innlent
Dæmdur fyrir líkamsárás
Sautján ára piltur var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn sló mann á fertugsaldri í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í götuna og kinnbeinsbrotnaði. Atvikið átti sér stað í miðborg Reykjavíkur síðastliðið sumar, þegar pilturinn var aðeins sextán ára gamall. Tekið var tillit til ungs aldurs piltsins við ákvörðun refsingarinnar. Ákærði var dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað.