Framsókn fer fram á viðræður 14. júlí 2004 00:01 Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu í dag.Halldór Ásgrímssson formaður Framsóknarflokksins hefur verið fjarverandi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og þess vegna var hann hvorki viðstaddur fund Framsóknarmanna í Reykjavík Suður í gær né fund forystumannanna í dag. Hann mun hinsvegar vera þeirrar skoðunar að leita beri sátta í málinu. Sjálfstæðismenn sitja fastir við sinn keyp og því ljóst að alvarlega gæti reynt á stjórnarsamstarfið vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Hörð gagnrýni innan Framsóknarflokksins og nöturleg útkoma í skoðanakönnun gæti einnig reynst Framsóknarmönnum dýrkeypt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnarmyndunarumboðið og gæti leitað eftir nýjum samstarfsflokki ef stjórnarsamstarfið fer í þrot, eða rofið þing og boðað til nýrra kosninga. Ljóst er að sú óeining sem hefur ríkt innan Framsóknarflokksins gæti sett flokkinn í vonlausa stöðu innan ríkisstjórnarinnar ef ekki yrði látið reyna á sáttaleiðina. Þannig virðast fylgjendur fjölmiðlalaganna flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýnendur þeirra um stjórnarandstöðuna. Með því að freista þess að snúa taflinu við og setja Sjálfstæðismönnum úrslitakosti gætu Framsóknarmenn hinsvegar safnað vopnum sínum á ný, hvort sem það verður innan núverandi ríkisstjórnar eða við þær aðstæður sem annars kæmu upp. Heimildarmenn fréttastofu segja ljóst að rætt verði við Sjálfstæðisflokkinn um leið og formaður Framsóknarflokksins snúi aftur. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, vildi ekki staðfesta neitt í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Þá sagði hann málið ekki snúast um forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar sem hann á að taka við 15. september. Einugis sé verið að hugsa um að vinna að þessu erfiða máli. Þá taldi hann stjórnarsamstarfið ekki vera í hættu og að stjórnin muni halda. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu í dag.Halldór Ásgrímssson formaður Framsóknarflokksins hefur verið fjarverandi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og þess vegna var hann hvorki viðstaddur fund Framsóknarmanna í Reykjavík Suður í gær né fund forystumannanna í dag. Hann mun hinsvegar vera þeirrar skoðunar að leita beri sátta í málinu. Sjálfstæðismenn sitja fastir við sinn keyp og því ljóst að alvarlega gæti reynt á stjórnarsamstarfið vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Hörð gagnrýni innan Framsóknarflokksins og nöturleg útkoma í skoðanakönnun gæti einnig reynst Framsóknarmönnum dýrkeypt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnarmyndunarumboðið og gæti leitað eftir nýjum samstarfsflokki ef stjórnarsamstarfið fer í þrot, eða rofið þing og boðað til nýrra kosninga. Ljóst er að sú óeining sem hefur ríkt innan Framsóknarflokksins gæti sett flokkinn í vonlausa stöðu innan ríkisstjórnarinnar ef ekki yrði látið reyna á sáttaleiðina. Þannig virðast fylgjendur fjölmiðlalaganna flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýnendur þeirra um stjórnarandstöðuna. Með því að freista þess að snúa taflinu við og setja Sjálfstæðismönnum úrslitakosti gætu Framsóknarmenn hinsvegar safnað vopnum sínum á ný, hvort sem það verður innan núverandi ríkisstjórnar eða við þær aðstæður sem annars kæmu upp. Heimildarmenn fréttastofu segja ljóst að rætt verði við Sjálfstæðisflokkinn um leið og formaður Framsóknarflokksins snúi aftur. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, vildi ekki staðfesta neitt í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Þá sagði hann málið ekki snúast um forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar sem hann á að taka við 15. september. Einugis sé verið að hugsa um að vinna að þessu erfiða máli. Þá taldi hann stjórnarsamstarfið ekki vera í hættu og að stjórnin muni halda.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira