Ísland á heima í Evrópu 21. júlí 2004 00:01 Denis McShane, ráðherra Evrópumála í bresku ríkisstjórninni, segir að Ísland sé evrópskt land með evrópska menningu og tungu og því eigi landið heima í samfélagi Evrópuþjóða. Hann segir það hins vegar ekki sitt hlutverk að ráðleggja Íslendingum hvort sækja eigi um aðild. "Saga Íslands og viðskiptahagsmunir auk menningar benda ótvírætt til þess að Ísland eigi heima í Evrópu," segir McShane. Hann er í nokkurra daga heimsókn á Íslandi. Í gær átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og í dag er ráðgerður fundur hans og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Á þeim fundi er gert ráð fyrir að rætt verði um framtíð og framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Hægt að finna lausnir McShane telur að unnt sé að finna lausnir í samningum um mikilvæg hagsmunamál ef aðildarviðræður fara fram um aðild Íslands. "Við vitum það í bresku utanríkisþjónustunni að þorskurinn er mikilvægasti fiskur í heimi og vanmetum ekki mikilvægi hans," segir McShane. Hann bætir því við að miklar breytingar hafi orðið í efnahagsmálum í heiminum og margir aðrir möguleikar í stöðunni. Hann segir til að mynda að Ísland geti orðið helsti áfangastaður ferðamanna í Norður-Evrópu. Evrópufjölskyldan ekki fullkomnuð Hann segist hafa orðið var við það í viðræðum sínum við Svisslendinga og Norðmenn að þar sé skilningur á því að óheppilegt sé fyrir ríki að þurfa að lúta reglum Evrópusambandsins án þess að eiga aðkomu að setningu þeirra. "Evrópa er ekki fullmótuð fyrr en öll fjölskylda Evrópuþjóða er hluti af Evrópusambandinu. Það verður þó að gerast á þeim tíma og samkvæmt þeim skilmálum sem hentar viðkomandi þjóðum og Evrópusambandinu," segir hann. McShane segir mikla gerjun í Evrópusambandinu nú eftir stækkunina 1. maí. Þá séu ýmsar þjóðir í Austur-Evrópu á barmi aðildar, svo sem Króatía, Serbía og Búlgaría auk þess sem umræða sé mikil um hugsanlega aðild Tyrklands að bandalaginu. Hann segist ekki telja að erfiðara verði fyrir Ísland að sækja um inngöngu eftir nokkur ár jafnvel þótt búið verði að samþykkja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Bretland áfram í Evrópusambandinu Á undanförnum vikum og mánuðum hefur sú skoðun orðið sífellt háværari í Bretlandi að ekki sé útilokað að landið dragi sig úr Evrópusambandinu. Tímaritið Economist hefur meðal annars sagt að þessi möguleiki sé fyrir hendi. Aðspurður um þetta segir McShane að slíkt hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Bretland. "Ég held að það yrði mikið áfall ef Bretland einangraði sig frá Evrópu, eins og sumir hægrimenn leggja til. Það hefði mjög vond áhrif á stöðu Bretlands í alþjóðasamfélaginu bæði gagnvart Bandaríkjunum, Samveldisríkjunum, í Asíu og öllum umheiminum," segir hann. Hann segir Bretland hafa hlutverk sem nokkurs konar gluggi að Evópumarkaði, sérstaklega í fjármálaheiminum og það hlutverk sé mikilvægt. Þá telur hann að náið samstarf við Evrópu hafi farnast Bretum betur en hið gagnstæða. "Ætíð þegar Bretland hefur snúið baki við Evrópu og einangrað sig hefur það haft hörmulegar, pólitískar og efnahagslegar afleiðingar," segir McShane. Líst vel á nýjan framkvæmdastjóra Nokkur styr stóð um útnefningu nýs formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Denis McShane hafði gagnrýnt Romano Prodi, fráfarandi framkvæmdastjóra, opinberlega og sagt hann huga um of af stjórnmálaástandinu í Ítalíu en þar er hann áhrifamikill innan stjórnarandstöðunnar. McShane er bjartsýnn á að Portúgalinn Duaro Barroso takist vel upp í starfi formanns framkvæmdastjórnarinnar. "Við munum sjá nýtt upphaf hjá Evrópu. Ný stjórnarskrá, nýtt Evrópuþing, ný framkvæmdastjórn með 25 meðlimum og nýjan forseta. Ég var í Portúgal árin 1974 til 1975 þar sem ég ásamt Hr. Barroso studdum lýðræðisbyltinguna í Portúgal og ég tel að hann verði mjög góður forseti framkvæmdastjórnarinnar," segir McShane. Að hans mati mun útnefning Barroso fela í sér aukið vægi smærri ríkja innan Evrópusambandsins og að sambandið muni njóta góðs af því að Barroso sé lipur samningamaður og eigi gott með að sameina fólk sem hefur ólíka pólitíska afstöðu. Engar töfralausnir frá Brussel Þótt McShane lítist vel á Durao Barroso telur hann að framtíð Evrópu ráðist fremur af frammistöðu aðildarríkjanna hvers fyrir sig heldur en ákvörðunum sem teknar eru í Brussel. "Helstu vandamál Evrópu verða ekki leyst með töfraformúlu í Brussel heldur með því að aðildarríkin 25 endurlífgi efnahagslíf sitt og séu reiðubúin að gera umbætur og hugsa um nýjar hugmyndir og forgangsröðun í Evrópu - og taki mið af viðfangsefnum 21. aldarinnar en ekki fimmtíu ára gömlum viðfangsefnum," segir hann. Tengslin við Bandaríkin mikilvæg McShane segir það skipta miklu að næsti formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé stuðningsmaður góðra samskipta við Bandaríkin. "Ég hef ætíð haft þá trú að Evrópa megi aldrei skilgreina sjálfa sig sem andstæðing Ameríku. Við þurfum að vera hlynnt Evrópu en ekki gegn Bandaríkjunum," segir McShane. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Denis McShane, ráðherra Evrópumála í bresku ríkisstjórninni, segir að Ísland sé evrópskt land með evrópska menningu og tungu og því eigi landið heima í samfélagi Evrópuþjóða. Hann segir það hins vegar ekki sitt hlutverk að ráðleggja Íslendingum hvort sækja eigi um aðild. "Saga Íslands og viðskiptahagsmunir auk menningar benda ótvírætt til þess að Ísland eigi heima í Evrópu," segir McShane. Hann er í nokkurra daga heimsókn á Íslandi. Í gær átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og í dag er ráðgerður fundur hans og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Á þeim fundi er gert ráð fyrir að rætt verði um framtíð og framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Hægt að finna lausnir McShane telur að unnt sé að finna lausnir í samningum um mikilvæg hagsmunamál ef aðildarviðræður fara fram um aðild Íslands. "Við vitum það í bresku utanríkisþjónustunni að þorskurinn er mikilvægasti fiskur í heimi og vanmetum ekki mikilvægi hans," segir McShane. Hann bætir því við að miklar breytingar hafi orðið í efnahagsmálum í heiminum og margir aðrir möguleikar í stöðunni. Hann segir til að mynda að Ísland geti orðið helsti áfangastaður ferðamanna í Norður-Evrópu. Evrópufjölskyldan ekki fullkomnuð Hann segist hafa orðið var við það í viðræðum sínum við Svisslendinga og Norðmenn að þar sé skilningur á því að óheppilegt sé fyrir ríki að þurfa að lúta reglum Evrópusambandsins án þess að eiga aðkomu að setningu þeirra. "Evrópa er ekki fullmótuð fyrr en öll fjölskylda Evrópuþjóða er hluti af Evrópusambandinu. Það verður þó að gerast á þeim tíma og samkvæmt þeim skilmálum sem hentar viðkomandi þjóðum og Evrópusambandinu," segir hann. McShane segir mikla gerjun í Evrópusambandinu nú eftir stækkunina 1. maí. Þá séu ýmsar þjóðir í Austur-Evrópu á barmi aðildar, svo sem Króatía, Serbía og Búlgaría auk þess sem umræða sé mikil um hugsanlega aðild Tyrklands að bandalaginu. Hann segist ekki telja að erfiðara verði fyrir Ísland að sækja um inngöngu eftir nokkur ár jafnvel þótt búið verði að samþykkja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Bretland áfram í Evrópusambandinu Á undanförnum vikum og mánuðum hefur sú skoðun orðið sífellt háværari í Bretlandi að ekki sé útilokað að landið dragi sig úr Evrópusambandinu. Tímaritið Economist hefur meðal annars sagt að þessi möguleiki sé fyrir hendi. Aðspurður um þetta segir McShane að slíkt hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Bretland. "Ég held að það yrði mikið áfall ef Bretland einangraði sig frá Evrópu, eins og sumir hægrimenn leggja til. Það hefði mjög vond áhrif á stöðu Bretlands í alþjóðasamfélaginu bæði gagnvart Bandaríkjunum, Samveldisríkjunum, í Asíu og öllum umheiminum," segir hann. Hann segir Bretland hafa hlutverk sem nokkurs konar gluggi að Evópumarkaði, sérstaklega í fjármálaheiminum og það hlutverk sé mikilvægt. Þá telur hann að náið samstarf við Evrópu hafi farnast Bretum betur en hið gagnstæða. "Ætíð þegar Bretland hefur snúið baki við Evrópu og einangrað sig hefur það haft hörmulegar, pólitískar og efnahagslegar afleiðingar," segir McShane. Líst vel á nýjan framkvæmdastjóra Nokkur styr stóð um útnefningu nýs formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Denis McShane hafði gagnrýnt Romano Prodi, fráfarandi framkvæmdastjóra, opinberlega og sagt hann huga um of af stjórnmálaástandinu í Ítalíu en þar er hann áhrifamikill innan stjórnarandstöðunnar. McShane er bjartsýnn á að Portúgalinn Duaro Barroso takist vel upp í starfi formanns framkvæmdastjórnarinnar. "Við munum sjá nýtt upphaf hjá Evrópu. Ný stjórnarskrá, nýtt Evrópuþing, ný framkvæmdastjórn með 25 meðlimum og nýjan forseta. Ég var í Portúgal árin 1974 til 1975 þar sem ég ásamt Hr. Barroso studdum lýðræðisbyltinguna í Portúgal og ég tel að hann verði mjög góður forseti framkvæmdastjórnarinnar," segir McShane. Að hans mati mun útnefning Barroso fela í sér aukið vægi smærri ríkja innan Evrópusambandsins og að sambandið muni njóta góðs af því að Barroso sé lipur samningamaður og eigi gott með að sameina fólk sem hefur ólíka pólitíska afstöðu. Engar töfralausnir frá Brussel Þótt McShane lítist vel á Durao Barroso telur hann að framtíð Evrópu ráðist fremur af frammistöðu aðildarríkjanna hvers fyrir sig heldur en ákvörðunum sem teknar eru í Brussel. "Helstu vandamál Evrópu verða ekki leyst með töfraformúlu í Brussel heldur með því að aðildarríkin 25 endurlífgi efnahagslíf sitt og séu reiðubúin að gera umbætur og hugsa um nýjar hugmyndir og forgangsröðun í Evrópu - og taki mið af viðfangsefnum 21. aldarinnar en ekki fimmtíu ára gömlum viðfangsefnum," segir hann. Tengslin við Bandaríkin mikilvæg McShane segir það skipta miklu að næsti formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé stuðningsmaður góðra samskipta við Bandaríkin. "Ég hef ætíð haft þá trú að Evrópa megi aldrei skilgreina sjálfa sig sem andstæðing Ameríku. Við þurfum að vera hlynnt Evrópu en ekki gegn Bandaríkjunum," segir McShane.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira