Stuð milli stríða 23. júlí 2004 00:01 Við erum ótrúlega vanaföst þjóð. Veltið þessu aðeins fyrir ykkur. Hér á landi eru margar afbragðs staðsetningar til þess að halda tónleikahátíðir. Við erum tónelsk þjóð og höfum í gegnum árin nýtt Galtalæk, Vestmannaeyjar, Skagaströnd, Neskaupstað, Eldborg, Atlavík, Húnaver, Kirkjubæjarklaustur og jafnvel Akureyrarbæ undir misglæsilegar hátíðir sem er ekki hægt að líkja við neitt annað en tónleikahátíðir út í hinum stóra heimi. En af hverju, í ósköpunum, eru allar þessar hátíðir haldnar um sömu helgina? Og afhverju er nánast sömu hljómsveitirnar að spila á þeim öllum? Ég veit að upprunalega ástæðan er sú að helgin er einum degi lengri og því kjörið að flýja mölina og deyja víndauða í guðs grænni náttúrunni í staðinn. En staðreyndin er að fólk gerir þetta nánast um hverja helgi. Þó að upprunalega ástæðan fyrir útihátíðunum hafi verið þessi aukafrídagur, er meginástæðan fyrir þessum gífurlega fólksflótta úr borginni það sem er að gerast í sveitinni. Ef hátíðirnar væru hver sína helgina, myndi umferðin dreifast á milli þeirra. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá keppast erlendir tónlistarmenn um að koma hingað og spila. Hvað er því til fyrirstöðu að halda "útihátíð" einhverstaðar í júlí, þar sem aðalnúmerin hvert kvöld er vinsæll erlendur tónlistarmaður? Þetta hefur bara verið prófað einu sinni hér, á Uxa, Kirkjubæjarklaustri árið 1995. Þá auðvitað um Verslunarmannahelgina, þegar vanafastir Íslendingar vilja frekar reyna falsa stemningu ársins á undan með því að syngja um kartöflugarða með dæmdum glæpamönnum. Þið eruð undarleg þjóð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Við erum ótrúlega vanaföst þjóð. Veltið þessu aðeins fyrir ykkur. Hér á landi eru margar afbragðs staðsetningar til þess að halda tónleikahátíðir. Við erum tónelsk þjóð og höfum í gegnum árin nýtt Galtalæk, Vestmannaeyjar, Skagaströnd, Neskaupstað, Eldborg, Atlavík, Húnaver, Kirkjubæjarklaustur og jafnvel Akureyrarbæ undir misglæsilegar hátíðir sem er ekki hægt að líkja við neitt annað en tónleikahátíðir út í hinum stóra heimi. En af hverju, í ósköpunum, eru allar þessar hátíðir haldnar um sömu helgina? Og afhverju er nánast sömu hljómsveitirnar að spila á þeim öllum? Ég veit að upprunalega ástæðan er sú að helgin er einum degi lengri og því kjörið að flýja mölina og deyja víndauða í guðs grænni náttúrunni í staðinn. En staðreyndin er að fólk gerir þetta nánast um hverja helgi. Þó að upprunalega ástæðan fyrir útihátíðunum hafi verið þessi aukafrídagur, er meginástæðan fyrir þessum gífurlega fólksflótta úr borginni það sem er að gerast í sveitinni. Ef hátíðirnar væru hver sína helgina, myndi umferðin dreifast á milli þeirra. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá keppast erlendir tónlistarmenn um að koma hingað og spila. Hvað er því til fyrirstöðu að halda "útihátíð" einhverstaðar í júlí, þar sem aðalnúmerin hvert kvöld er vinsæll erlendur tónlistarmaður? Þetta hefur bara verið prófað einu sinni hér, á Uxa, Kirkjubæjarklaustri árið 1995. Þá auðvitað um Verslunarmannahelgina, þegar vanafastir Íslendingar vilja frekar reyna falsa stemningu ársins á undan með því að syngja um kartöflugarða með dæmdum glæpamönnum. Þið eruð undarleg þjóð!
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun