"Viljugir sem og óviljugir" 5. ágúst 2004 00:01 Það er ekki hægt að segja annað en að nýjasta heimildarmynd Michael Moore hafi gert mig þunglyndan. Framtíðin er ekki björt þegar valdamestu menn heimsins virðast vera upp til hópa öfga hægrimenn sem stjórnast af mammón, ofsafenginni þjóðerniskennd og blindri réttsýni. Það bætir síðan gráu ofan á svart að fylgjast með núverandi forseta Bandaríkjanna við hin ýmsu tækifæri í rúma tvo klukkutíma og sannfærast betur og betur um að það sé enginn heima þarna uppi. Þrátt fyrir dómsdagsstemningu myndarinnar er hún virkilega fyndin (hláturinn jaðrar á köflum við að vera hysterískur) og einstaklega vel gerð. Það er enginn jafn góður að mata mann á upplýsingum og Michael Moore. Galdurinn liggur í framsetningu efnisins þar sem kaldhæðni, kímni og miskunnarlaus raunveruleiki blandast saman í magnaðan kokteil. Auðvitað hagræðir Moore þessu öllu þannig að áhrifin verði sem mest, enda er hann enginn hreintrúamaður þegar kemur að heimildarmyndagerð heldur hugsjónamaður með brennandi þörf til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Sumar kenningarnar í myndinni eru langsóttar og samsæristemning með snert af ofsóknaræði liggur í loftinu en það verður ekki hjá því komist að meginþorri upplýsingana eru dagsannar og á sama tíma hrikalegar. Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifamikill og lætur, vonandi, engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru "í hópi hinu viljugu" gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleymanlegu heimildarmynd. Kristófer Dignus Fahrenheit 9/11 Leikstjóri: Michael Moore Bíó og sjónvarp Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að nýjasta heimildarmynd Michael Moore hafi gert mig þunglyndan. Framtíðin er ekki björt þegar valdamestu menn heimsins virðast vera upp til hópa öfga hægrimenn sem stjórnast af mammón, ofsafenginni þjóðerniskennd og blindri réttsýni. Það bætir síðan gráu ofan á svart að fylgjast með núverandi forseta Bandaríkjanna við hin ýmsu tækifæri í rúma tvo klukkutíma og sannfærast betur og betur um að það sé enginn heima þarna uppi. Þrátt fyrir dómsdagsstemningu myndarinnar er hún virkilega fyndin (hláturinn jaðrar á köflum við að vera hysterískur) og einstaklega vel gerð. Það er enginn jafn góður að mata mann á upplýsingum og Michael Moore. Galdurinn liggur í framsetningu efnisins þar sem kaldhæðni, kímni og miskunnarlaus raunveruleiki blandast saman í magnaðan kokteil. Auðvitað hagræðir Moore þessu öllu þannig að áhrifin verði sem mest, enda er hann enginn hreintrúamaður þegar kemur að heimildarmyndagerð heldur hugsjónamaður með brennandi þörf til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Sumar kenningarnar í myndinni eru langsóttar og samsæristemning með snert af ofsóknaræði liggur í loftinu en það verður ekki hjá því komist að meginþorri upplýsingana eru dagsannar og á sama tíma hrikalegar. Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifamikill og lætur, vonandi, engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru "í hópi hinu viljugu" gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleymanlegu heimildarmynd. Kristófer Dignus Fahrenheit 9/11 Leikstjóri: Michael Moore
Bíó og sjónvarp Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira