Bílasagan mín 6. ágúst 2004 00:01 Daníel Hjálmtýsson er 18 ára og keypti sinn fyrsta bíl, Ford Escort blæjubíl árgerð ´84, í fyrrasumar. Síðan þá hefur hann verið að gera hann upp ásamt föður sínum. "Bíllinn var í frekar slæmu standi og útlit hans var ekki upp á marga fiska. Ég hef verið að lagfæra hann og betrumbæta með því að setja á hann hliðar-og afturlista og nýjar felgur og svo hef ég þurft að massa á honum lakkið. Það var ekkert stórvægilegt að vélinni heldur þurfti aðeins að skipta um nokkra hluti, láta stilla hann og þess háttar," segir hann. Daníel segist ekki hafa þurft að kosta miklu til í bílinn því pabbi hans, sem er bifvélavirki, hafi hjálpað honum. "Við erum báðir miklir bílakallar og höfum bara haft gaman af því að dunda í honum. "Ég keypti bílinn, sem var að drabbast niður, á 170 þúsund krónur af kunningja mínum. Við fengum ókeypis samskonar bíl sem var orðinn að hræi en gátum notað úr honum helling af varahlutum. Eftir smá lagfæringar er ég núna kominn með ágætis bíl í hendurnar," segir Daníel, hæstánægður með endurbæturnar á bílnum. "Mig langar bara að benda þeim ungu strákum sem hafa áhuga á bílum og bílaviðgerðum á, að það er miklu skemmtilegra að kaupa svona gamla bíla til að dunda sér við að gera upp heldur en að kaupa nýtt sem ekkert þarf að gera við. Þar að auki er líka gaman að eiga öðruvísi bíl en allir aðrir og í mínu tilviki er algjör undantekning á því að ég sjái eins bíl á götunum," segir hann. Á veturna stundar Daníel nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann við Sund og telur hann frekar ólíklegt að hann eigi eftir að leggja bílaviðgerðir fyrir sig í framtíðinni. "Ég held ég eigi frekar eftir að hafa þær að áhugamáli en atvinnu en maður veit aldrei," segir hann. [email protected] Bílar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Daníel Hjálmtýsson er 18 ára og keypti sinn fyrsta bíl, Ford Escort blæjubíl árgerð ´84, í fyrrasumar. Síðan þá hefur hann verið að gera hann upp ásamt föður sínum. "Bíllinn var í frekar slæmu standi og útlit hans var ekki upp á marga fiska. Ég hef verið að lagfæra hann og betrumbæta með því að setja á hann hliðar-og afturlista og nýjar felgur og svo hef ég þurft að massa á honum lakkið. Það var ekkert stórvægilegt að vélinni heldur þurfti aðeins að skipta um nokkra hluti, láta stilla hann og þess háttar," segir hann. Daníel segist ekki hafa þurft að kosta miklu til í bílinn því pabbi hans, sem er bifvélavirki, hafi hjálpað honum. "Við erum báðir miklir bílakallar og höfum bara haft gaman af því að dunda í honum. "Ég keypti bílinn, sem var að drabbast niður, á 170 þúsund krónur af kunningja mínum. Við fengum ókeypis samskonar bíl sem var orðinn að hræi en gátum notað úr honum helling af varahlutum. Eftir smá lagfæringar er ég núna kominn með ágætis bíl í hendurnar," segir Daníel, hæstánægður með endurbæturnar á bílnum. "Mig langar bara að benda þeim ungu strákum sem hafa áhuga á bílum og bílaviðgerðum á, að það er miklu skemmtilegra að kaupa svona gamla bíla til að dunda sér við að gera upp heldur en að kaupa nýtt sem ekkert þarf að gera við. Þar að auki er líka gaman að eiga öðruvísi bíl en allir aðrir og í mínu tilviki er algjör undantekning á því að ég sjái eins bíl á götunum," segir hann. Á veturna stundar Daníel nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann við Sund og telur hann frekar ólíklegt að hann eigi eftir að leggja bílaviðgerðir fyrir sig í framtíðinni. "Ég held ég eigi frekar eftir að hafa þær að áhugamáli en atvinnu en maður veit aldrei," segir hann. [email protected]
Bílar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira