Dregið í bikarnum hjá konunum 6. ágúst 2004 00:01 Dregið var í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu í dag. Hjá konunum drógust saman bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar KR og fer leikurinn fram á Hlíðarenda. Í Vestmannaeyjum mætast svo ÍBV og Stjarnan. Leikirnir fara fram 31. ágúst og hefjast klukkan 17.30. Úrslitaleikurinn verður háður 11. september. Fréttablaðið var á staðnum og spjallaði við fulltrúa liðanna eftir að ljóst var hvaða lið myndu mætast. Fulltrúi frá ÍBV var ekki á fundinum. Auður Skúladóttir, þjálfari og fyrirliði Stjörnustúlkna, var ekkert alltof kát en sagði lítið duga að væla: "Við hefðum auðvitað viljað fá heimaleik enda aldrei auðvelt að spila í Eyjum. Við fengum stóran skell þegar við spiluðum þar síðast og okkar markmið er fyrst og fremst að gera betur en þá. þetta er hins vegar bara einn leikur og það getur auðvitað allt gerst í bikarnum og við getum ekki gert neitt annað en að vona það besta." Maður vill alltaf heimaleik í bikarnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari KR-stelpna, og bætti við: "Hins vegar eru allir andstæðingar erfiðir þegar komið er svo langt í keppninni. Við eigum harma að hefna á Hlíðarenda frá því fyrr í sumar og viljum gjarnan kvitta fyrir það. Það er á hreinu að við stefnum ótrauðar á að fara alla leið í bikarnum og við höfum alla burði til þess - engin spurning," sagði Halldóra. Íris Andrésdóttir er fyrirliði bikarmeistara Vals og hún var á því að sitt lið gerði tilkall til beggja stóru titlanna sem í boði eru: "Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og við náum því aðeins með því að sigra bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Við teljum okkur með besta liðið en skulum samt spyrja að leikslokum. Eins og staðan er í dag eru allir leikmenn heilir og við höfum verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum, þannig að ef eitthvað er erum við að styrkjast. Hins vegar er KR-liðið mjög verðugur andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Íris Andrésdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Dregið var í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu í dag. Hjá konunum drógust saman bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar KR og fer leikurinn fram á Hlíðarenda. Í Vestmannaeyjum mætast svo ÍBV og Stjarnan. Leikirnir fara fram 31. ágúst og hefjast klukkan 17.30. Úrslitaleikurinn verður háður 11. september. Fréttablaðið var á staðnum og spjallaði við fulltrúa liðanna eftir að ljóst var hvaða lið myndu mætast. Fulltrúi frá ÍBV var ekki á fundinum. Auður Skúladóttir, þjálfari og fyrirliði Stjörnustúlkna, var ekkert alltof kát en sagði lítið duga að væla: "Við hefðum auðvitað viljað fá heimaleik enda aldrei auðvelt að spila í Eyjum. Við fengum stóran skell þegar við spiluðum þar síðast og okkar markmið er fyrst og fremst að gera betur en þá. þetta er hins vegar bara einn leikur og það getur auðvitað allt gerst í bikarnum og við getum ekki gert neitt annað en að vona það besta." Maður vill alltaf heimaleik í bikarnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari KR-stelpna, og bætti við: "Hins vegar eru allir andstæðingar erfiðir þegar komið er svo langt í keppninni. Við eigum harma að hefna á Hlíðarenda frá því fyrr í sumar og viljum gjarnan kvitta fyrir það. Það er á hreinu að við stefnum ótrauðar á að fara alla leið í bikarnum og við höfum alla burði til þess - engin spurning," sagði Halldóra. Íris Andrésdóttir er fyrirliði bikarmeistara Vals og hún var á því að sitt lið gerði tilkall til beggja stóru titlanna sem í boði eru: "Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og við náum því aðeins með því að sigra bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Við teljum okkur með besta liðið en skulum samt spyrja að leikslokum. Eins og staðan er í dag eru allir leikmenn heilir og við höfum verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum, þannig að ef eitthvað er erum við að styrkjast. Hins vegar er KR-liðið mjög verðugur andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Íris Andrésdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira