Menning

Lazy Daisy plattinn leynivopn

"Lazy Daisy-plattinn minn er tvímælalaust mitt leynivopn í eldhúsinu en þetta er svona kringlóttur viðarplatti á snúningshjóli," segir Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona. "Ég er ógeðslega léleg í eldhúsinu en alveg mögnuð í uppvaskinu, það er mín sérgrein. Plattann nota ég mikið og hann auðveldar heilmikið þegar kemur að uppvaskinu. Þegar ég er með stóran morgunverð þá raða ég beint á plattann hvort tveggja brauðinu og öllu álegginu og þarf því ekkert að nota aðra diska undir það. Plattinn er líka hentugur því það þarf ekkert að vera að bera matinn á milli heldur er plattanum bara snúið og alir fá sér af honum sem við borðið sitja," segir hún alsæl með leynivopnið. Hrefna segist vera glötuð þegar að eldamennskunni kemur en vonast nú til að sá hæfileiki fari að koma. "Ég á bara svo góðan mann sem kann að elda rosalega góðan mat. Það hefur því í rauninni lítið reynt á hvað ég get," segir hún og hlær. "En það eru góð skipti á heimilinu, hann sér um matinn og ég sé um uppvaskið. Þar sem ég er nú komin með tvö börn þá gæti nú verið að eitthvað fari að eflast í þessu hjá mér og móðureðlið fari að segja til sín og kalli á að fara að búa til heimagerða matinn hennar mömmu," segir hún. Hrefna hefur í nógu að snúast í móðurhlutverkinu en hún á tvo stráka sem eru tveggja ára og fjögurra mánaða. Ásamt því vinnur hún að nýju barnaefni ásamt Lindu Ásgeirsdóttur. "Við erum að fara að gefa það út barnaefni í október en það er unnið í samstarfi við Húsdýragarðinn og er ætlað fyrir yngstu kynslóðina. Þetta er myndband þar sem dýrin eru kynnt og er öll tónlistin í því endurgerð af gömlum leikskóla- og vísnalögum og allt er þetta sett í barnvænan búning. Eftir að ég átti fyrri strákinn minn sá ég hvað mikið vantaði af uppbyggilegu íslensku barnaefni fyrir þau allra yngstu. Ég vona því að þetta framtak sé kærkomið á markaðinn," segir hún. [email protected]





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.