Bíll fyrir milljónamæringa 20. ágúst 2004 00:01 Það hefur eflaust fangað athygli margra lesenda Fréttablaðsins að heldur óvenjulegur bíll var auglýstur í smáauglýsingum síðastliðinn fimmtudag. Þar mátti lesa auglýsingu um nýjan Maybach 57 og var verðið heldur hærra en gerist og gengur, eða tæplega 49 milljónir króna. "Ég auglýsti einn Lamborghini til sölu í smáauglýsingum rétt fyrir sportbílasýninguna í maí. Það var meira í gríni en alvöru en eftir þá auglýsingu hringdi maður frá sportbílasýningunni og pantaði bílinn á sýninguna. Nú fékk ég þennan Maybach 57 á söluna og ákvað að gera slíkt hið sama. Heildsalinn sem ég versla mikið við er með mjög dýra bíla eins og Ferrari og Lamborghini -- sannkallaða ofurbíla. Við hjá Sparibílum seljum alls konar tegundir og stærðir af bílum og er ódýrasti bíllinn hjá okkur á um 1.170 þúsund krónur. Við erum sem sagt með alla breiddina í bílum og einbeitum okkur af því að hafa þá ódýrari en annars staðar. Til dæmis er Maybach-inn um tólf milljón krónum undir venjulegu verði. Hann ætti í raun að kosta sextíu milljónir króna. Það verður síðan að koma í ljós hvort eitthvað komi út úr þessari smáauglýsingu," segir Viktor Urbancic, annar eigandi bílasölunnar Sparibill.is. "Innifalið í verðinu er afhendingartími upp á þrjá daga. Í því felst að hægt er að fljúga með bílinn til hvaða lands sem er á þessum tíma," segir Viktor en slíkt flugfar kostar fúlgu eitt og sér. "Það er Rolls Royce-stæll á þessum bíl. Hann er með hægindastóla með fótskemlum í aftursætinu, bar, ísskáp og öll hugsanleg þægindi. Bíllinn er hannaður þannig að eigandinn sitji í aftursætinu og hafi einkabílstjóra. Það er hægt að hafa skilrúm á milli aftursætis og framsætis svo bílstjórinn geti ekki séð eða heyrt það sem fram fer í aftursætinu. Svo er sími og sjónvarp aftur í og allar græjur," segir Viktor sem er afskaplega stoltur af þessum nýjasta grip á bílasölunni. [email protected] Bílar Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Það hefur eflaust fangað athygli margra lesenda Fréttablaðsins að heldur óvenjulegur bíll var auglýstur í smáauglýsingum síðastliðinn fimmtudag. Þar mátti lesa auglýsingu um nýjan Maybach 57 og var verðið heldur hærra en gerist og gengur, eða tæplega 49 milljónir króna. "Ég auglýsti einn Lamborghini til sölu í smáauglýsingum rétt fyrir sportbílasýninguna í maí. Það var meira í gríni en alvöru en eftir þá auglýsingu hringdi maður frá sportbílasýningunni og pantaði bílinn á sýninguna. Nú fékk ég þennan Maybach 57 á söluna og ákvað að gera slíkt hið sama. Heildsalinn sem ég versla mikið við er með mjög dýra bíla eins og Ferrari og Lamborghini -- sannkallaða ofurbíla. Við hjá Sparibílum seljum alls konar tegundir og stærðir af bílum og er ódýrasti bíllinn hjá okkur á um 1.170 þúsund krónur. Við erum sem sagt með alla breiddina í bílum og einbeitum okkur af því að hafa þá ódýrari en annars staðar. Til dæmis er Maybach-inn um tólf milljón krónum undir venjulegu verði. Hann ætti í raun að kosta sextíu milljónir króna. Það verður síðan að koma í ljós hvort eitthvað komi út úr þessari smáauglýsingu," segir Viktor Urbancic, annar eigandi bílasölunnar Sparibill.is. "Innifalið í verðinu er afhendingartími upp á þrjá daga. Í því felst að hægt er að fljúga með bílinn til hvaða lands sem er á þessum tíma," segir Viktor en slíkt flugfar kostar fúlgu eitt og sér. "Það er Rolls Royce-stæll á þessum bíl. Hann er með hægindastóla með fótskemlum í aftursætinu, bar, ísskáp og öll hugsanleg þægindi. Bíllinn er hannaður þannig að eigandinn sitji í aftursætinu og hafi einkabílstjóra. Það er hægt að hafa skilrúm á milli aftursætis og framsætis svo bílstjórinn geti ekki séð eða heyrt það sem fram fer í aftursætinu. Svo er sími og sjónvarp aftur í og allar græjur," segir Viktor sem er afskaplega stoltur af þessum nýjasta grip á bílasölunni. [email protected]
Bílar Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira