
Sport
Valur Íslandsmeistari í dag?

Valur getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í knattspyrnu í fyrsta sinn í fimmtán ár. Valur mætir Breiðabliki á Valsvellinum klukkan 14 en á sama tíma keppa Fjölnir og ÍBV. Valur hefur sex stiga forystu og nægir jafntefli, svo framarlega að ÍBV vinni Fjölni. Tapi Valur og ÍBV vinnur ráðast úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í síðustu umferðinni í Eyjum 5. september. ÍBV hefur betri markamun en Valur og verður að vinna báða sína leiki og Valur að tapa báðum sínum til þess Vestmannaeyjastúlkur verði meistarar.