Var ekki að flýja réttvísina 6. september 2004 00:01 Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi á dögunum, segist ekki hafa verið að flýja réttvísina þegar hann hvarf úr landi og fjársvikamál á hendur honum var fyrir dómstólum. Persónulegar ástæður hafi legið þar að baki. Vitni segir að nígerískur viðskiptafélagi Ragnars hafa marghótað honum lífláti. Aðalmeðferð í máli ríkislögreglustjóra á hendur Ragnari hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Reyndar hófst málið fyrir sex árum en Ragnar lét sig hverfa þegar hann var staddur í London og var um tíma óttast að hann hefði horfið af mannavöldum. Síðar kom í ljós að hann hafði farið til Taílands. Framsals var krafist fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en í sumar að hann var fluttur í lögreglufylgd til landsins. Honum er gefið að sök að hafa blekkt nígerískan viðskiptafélaga sinn með því að hafa ætlað að selja honum skreið sem hann hvorki átti né réði yfir og fengið greiðslu fyrir og að hafa sagst vera að leggja lokahönd á sendinguna og fengið aðra greiðslu. Samanlagt námu greiðslurnar tæpum fjórum milljónum króna á þáverandi gengi. Fyrir dómi í dag, sex árum eftir að málið var tekið fyrir, sagðist Ragnar ekki hafa ætlað að svíkja Nígeríumanninn. Staða sín hafi verið erfið en hann hafi ætlað að gera upp við manninn, annað hvort með endurgreiðslu eða útvega umbeðna vöru. Aðspurður hvers vegna hann hafi látið sig hverfa þegar málið var síðast fyrir dómstólum sagði Ragnar persónulegar ástæður liggja þar að baki, en greindi ekki frekar frá þeim. Þá var hann spurður hvort ógn væri af Nígeríumanninu og svaraði Ragnar að hann væri ekki þægilegur í viðskiptum. Fyrrverandi deildarstjóri á Hótel Esju, þar sem Nígeríumaðurinn dvaldi og hann og Ragnar hittust oft, sagði fyrir dómi í dag að mikil læti hefðu oft fylgt fundum þeirra, hróp og hávaði sem truflað hefði aðra og starfsfólk þurft að hafa afskipti. Þá sagðist vitnið margoft hafa heyrt Nígeríumanninn hóta Ragnari, meðal annars lífláti. Vitnið greindi einnig frá því að Ragnar hefði sett fé í geymsluhólf hótelsins, fé sem Nígeríumaðurinn hefði viljað fá. Verði Ragnar sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Á myndinni sést Ragnar (í blárri skyrtu) við komuna til landsins fyrir nokkrum vikum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi á dögunum, segist ekki hafa verið að flýja réttvísina þegar hann hvarf úr landi og fjársvikamál á hendur honum var fyrir dómstólum. Persónulegar ástæður hafi legið þar að baki. Vitni segir að nígerískur viðskiptafélagi Ragnars hafa marghótað honum lífláti. Aðalmeðferð í máli ríkislögreglustjóra á hendur Ragnari hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Reyndar hófst málið fyrir sex árum en Ragnar lét sig hverfa þegar hann var staddur í London og var um tíma óttast að hann hefði horfið af mannavöldum. Síðar kom í ljós að hann hafði farið til Taílands. Framsals var krafist fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en í sumar að hann var fluttur í lögreglufylgd til landsins. Honum er gefið að sök að hafa blekkt nígerískan viðskiptafélaga sinn með því að hafa ætlað að selja honum skreið sem hann hvorki átti né réði yfir og fengið greiðslu fyrir og að hafa sagst vera að leggja lokahönd á sendinguna og fengið aðra greiðslu. Samanlagt námu greiðslurnar tæpum fjórum milljónum króna á þáverandi gengi. Fyrir dómi í dag, sex árum eftir að málið var tekið fyrir, sagðist Ragnar ekki hafa ætlað að svíkja Nígeríumanninn. Staða sín hafi verið erfið en hann hafi ætlað að gera upp við manninn, annað hvort með endurgreiðslu eða útvega umbeðna vöru. Aðspurður hvers vegna hann hafi látið sig hverfa þegar málið var síðast fyrir dómstólum sagði Ragnar persónulegar ástæður liggja þar að baki, en greindi ekki frekar frá þeim. Þá var hann spurður hvort ógn væri af Nígeríumanninu og svaraði Ragnar að hann væri ekki þægilegur í viðskiptum. Fyrrverandi deildarstjóri á Hótel Esju, þar sem Nígeríumaðurinn dvaldi og hann og Ragnar hittust oft, sagði fyrir dómi í dag að mikil læti hefðu oft fylgt fundum þeirra, hróp og hávaði sem truflað hefði aðra og starfsfólk þurft að hafa afskipti. Þá sagðist vitnið margoft hafa heyrt Nígeríumanninn hóta Ragnari, meðal annars lífláti. Vitnið greindi einnig frá því að Ragnar hefði sett fé í geymsluhólf hótelsins, fé sem Nígeríumaðurinn hefði viljað fá. Verði Ragnar sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Á myndinni sést Ragnar (í blárri skyrtu) við komuna til landsins fyrir nokkrum vikum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira