Fer í Pósthúsið frá Íslandspósti 15. september 2004 00:01 Einar Þorsteinsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts, þar sem hann hefur starfað frá stofnun fyrirtækisins. "Ég tókst það verkefni á hendur að breyta póstinum úr ríkisstofnun með tapi í arðbært þjónustufyrirtæki." Íslandspóstur hefur skilað hagnaði tvö undanfarin ár og stefnir á methagnað í ár. Einari fannst því tími kominn til þess að breyta til. "Íslandspóstur er á nokkuð beinni braut og ég er þannig þenkjandi sjálfur að ég held að sem stjórnandi hafi maður sinn tíma á hverjum stað. Maður hættir að vera frjór ef maður er alltaf að fást við sömu verkefnin, þannig að mér fannst tímapunkturinn góður núna." Verkefnið er að byggja upp nýtt dreifingarfyrirtæki sem er í eigu Fréttar ehf., Einars sjálfs og fleiri aðila. "Pósthúsið mun það heita. Ég sé gríðarleg tækifæri á þessum markaði. Menn tala um að bréfið sé að deyja. Ég hef aldrei verið sammála því. Ég sé fyrir mér nýja notkun á bréfinu. Ég lít á fjöldadreifingu, fjölpóst eða hvað menn vilja kalla þetta sem nýja tegund af pósti." Einar segir að utan eignarhalds ríkisins, sem hann telji heftandi, séu miklir möguleikar á samlegð í dreifingu ýmiss konar efnis. Einar segir Íslandspóst hafa verið í samkeppni á ýmsum sviðum, en fyrirtækið hefur enn sem komið er einkarétt á dreifingu bréfa upp að 100 gramma þyngd. "Þessi réttur mun fara. Evrópusambandið hefur sagt að í síðasta lagi verði hann afnuminn 2009. Ég hef trú á að hann fari fyrr. Ég hef sagt það sem forstjóri Íslandspósts að einkarétturinn hefti, vegna þess að hann kemur í veg fyrir að menn þrói nýja hluti og mæti nýjum þörfum." Einar segir að Pósthúsið muni dreifa öllu því sem talið verður spennandi og arðbært að dreifa. "Grunnurinn að þessu verður dreifikerfi Fréttablaðsins, þar sem er gríðarlegur fjöldi af fólki sem sinnir dreifingunni. Þar er góður grunnur sem hægt er að byggja á. Með því að þróa þann grunn, bæta við nýjum vörum og útvíkka sig í ýmsar áttir er hægt að ná langt." Einar segir að með því að leggja þennan grunn við reynslu sína og þekkingu á póstrekstri ættu að liggja þar mörg góð tækifæri. Einar lærði vélvirkjun og hélt síðan áfram tækninámi. Hann lauk síðan prófi í vélaverkfræði og því næst meistaragráðu í rekstrarverkfræði. "Ég byrjaði í grunninum og hef unnið með öllum þáttum, alla leið í gegn. Það tækifæri gefst hér að bretta upp ermar og vinna til þess að ná þessari uppbyggingu." Pósthúsið ætlar að vera tilbúið þegar sendibréfið verður frjálst, hvort sem það verður 2007, þegar einkarétturinn verður afnuminn í Bretlandi, eða 2009, þegar síðasta útkall Evrópusambandsins gellur. "Aðalatriðið er að við ætlum að byggja fyrirtækið upp jafnt og þétt, en við verðum tilbúin þegar þar að kemur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Einar Þorsteinsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts, þar sem hann hefur starfað frá stofnun fyrirtækisins. "Ég tókst það verkefni á hendur að breyta póstinum úr ríkisstofnun með tapi í arðbært þjónustufyrirtæki." Íslandspóstur hefur skilað hagnaði tvö undanfarin ár og stefnir á methagnað í ár. Einari fannst því tími kominn til þess að breyta til. "Íslandspóstur er á nokkuð beinni braut og ég er þannig þenkjandi sjálfur að ég held að sem stjórnandi hafi maður sinn tíma á hverjum stað. Maður hættir að vera frjór ef maður er alltaf að fást við sömu verkefnin, þannig að mér fannst tímapunkturinn góður núna." Verkefnið er að byggja upp nýtt dreifingarfyrirtæki sem er í eigu Fréttar ehf., Einars sjálfs og fleiri aðila. "Pósthúsið mun það heita. Ég sé gríðarleg tækifæri á þessum markaði. Menn tala um að bréfið sé að deyja. Ég hef aldrei verið sammála því. Ég sé fyrir mér nýja notkun á bréfinu. Ég lít á fjöldadreifingu, fjölpóst eða hvað menn vilja kalla þetta sem nýja tegund af pósti." Einar segir að utan eignarhalds ríkisins, sem hann telji heftandi, séu miklir möguleikar á samlegð í dreifingu ýmiss konar efnis. Einar segir Íslandspóst hafa verið í samkeppni á ýmsum sviðum, en fyrirtækið hefur enn sem komið er einkarétt á dreifingu bréfa upp að 100 gramma þyngd. "Þessi réttur mun fara. Evrópusambandið hefur sagt að í síðasta lagi verði hann afnuminn 2009. Ég hef trú á að hann fari fyrr. Ég hef sagt það sem forstjóri Íslandspósts að einkarétturinn hefti, vegna þess að hann kemur í veg fyrir að menn þrói nýja hluti og mæti nýjum þörfum." Einar segir að Pósthúsið muni dreifa öllu því sem talið verður spennandi og arðbært að dreifa. "Grunnurinn að þessu verður dreifikerfi Fréttablaðsins, þar sem er gríðarlegur fjöldi af fólki sem sinnir dreifingunni. Þar er góður grunnur sem hægt er að byggja á. Með því að þróa þann grunn, bæta við nýjum vörum og útvíkka sig í ýmsar áttir er hægt að ná langt." Einar segir að með því að leggja þennan grunn við reynslu sína og þekkingu á póstrekstri ættu að liggja þar mörg góð tækifæri. Einar lærði vélvirkjun og hélt síðan áfram tækninámi. Hann lauk síðan prófi í vélaverkfræði og því næst meistaragráðu í rekstrarverkfræði. "Ég byrjaði í grunninum og hef unnið með öllum þáttum, alla leið í gegn. Það tækifæri gefst hér að bretta upp ermar og vinna til þess að ná þessari uppbyggingu." Pósthúsið ætlar að vera tilbúið þegar sendibréfið verður frjálst, hvort sem það verður 2007, þegar einkarétturinn verður afnuminn í Bretlandi, eða 2009, þegar síðasta útkall Evrópusambandsins gellur. "Aðalatriðið er að við ætlum að byggja fyrirtækið upp jafnt og þétt, en við verðum tilbúin þegar þar að kemur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira