Enginn venjulegur bíll 19. september 2004 00:01 Það er einstök tilfinning að setjast upp í Porsche 911, hann er einfaldlega ekki líkur öðrum bílum. Útlitið og hönnunin er auðvitað kafli út af fyrir sig. Porsche 911 er einstaklega fallegur sportbíll, hönnunin byggir á hefð sem á rætur sínar að rekja til ársins 1963. Hann hefur auðvitað verið í stöðugri þróun, meira er lagt í alls konar smáatriði en áður og kunnugir segja aksturseiginleikana bara fara batnandi. Undirrituð hafði ekki svo mikið sem sest upp í Porsche sportbíl áður en hann kom til landsins á dögunum. Aðeins var tekið í beinskipta bílinn en það var einkum sá sjálfskipti sem var prófaður. Og það er skemmst frá því að segja að upplifunin var mjög áhrifamikil. Af mörgu er að taka. Bíllinn er náttúrlega einstaklega kraftmikill og hröðunin gífurleg. Í handbókinni kemur fram að hann er 5 sekúndur upp í 100 kílómetra hraða, undirrituð tók ekki tímann með skeiðklukku en sannreyndi að það tekur örskamman tíma að koma honum á fulla ferð. Bíllinn steinliggur á veginum og auðvitað alveg frábært að gefa í og finna öryggið í bílnum þó að hann sé kominn á talsverða ferð. Bílstjórinn fær á tilfinninguna að hann sé að aka alvöru bíl, hljóðið er mjög skemmtilegt í bílnum sem lætur einkanlega vel að stjórn. Í innanbæjarakstri er bíllinn lipur og leikandi. Krafturinn í vélinni nýtur sín vel þegar tekið er af stað. Bíllinn vekur auðvitað dúndurathygli og þannig séð öðruvísi tilfinning að ferðast um í honum en öðrum bílum. Það er hins vegar ekki fyrr en komið er út fyrir bæinn að hægt er að láta bílinn njóta sín á beinum og breiðum vegi. Bíllinn haggast ekki í beygjum, ekki þarf að draga úr hraðanum. Bremsurnar eru alveg pottþéttar, það er auðvelt að snarstoppa. Íslenskar aðstæður bjóða samt ekki upp á full not af aksturseiginleikunum, mikið held ég að væri gaman að aka þessum bíl á evrópskum hraðbrautum. Þetta er vitaskuld ekki bíllinn fyrir fjölskylduna - aftursætin eru lítil og ekki þægileg fyrir fullorðið fólk, en frábær bíll fyrir þá sem hafa gaman af því að aka. Gripurinn er ekki á færi hins venjulega launþega: kostar um 10 milljónir, en skiljanleg fjárfesting þeirra sem eiga fyrir bílnum. Þetta er einfaldlega ekki venjulegur bíll. Bílar Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það er einstök tilfinning að setjast upp í Porsche 911, hann er einfaldlega ekki líkur öðrum bílum. Útlitið og hönnunin er auðvitað kafli út af fyrir sig. Porsche 911 er einstaklega fallegur sportbíll, hönnunin byggir á hefð sem á rætur sínar að rekja til ársins 1963. Hann hefur auðvitað verið í stöðugri þróun, meira er lagt í alls konar smáatriði en áður og kunnugir segja aksturseiginleikana bara fara batnandi. Undirrituð hafði ekki svo mikið sem sest upp í Porsche sportbíl áður en hann kom til landsins á dögunum. Aðeins var tekið í beinskipta bílinn en það var einkum sá sjálfskipti sem var prófaður. Og það er skemmst frá því að segja að upplifunin var mjög áhrifamikil. Af mörgu er að taka. Bíllinn er náttúrlega einstaklega kraftmikill og hröðunin gífurleg. Í handbókinni kemur fram að hann er 5 sekúndur upp í 100 kílómetra hraða, undirrituð tók ekki tímann með skeiðklukku en sannreyndi að það tekur örskamman tíma að koma honum á fulla ferð. Bíllinn steinliggur á veginum og auðvitað alveg frábært að gefa í og finna öryggið í bílnum þó að hann sé kominn á talsverða ferð. Bílstjórinn fær á tilfinninguna að hann sé að aka alvöru bíl, hljóðið er mjög skemmtilegt í bílnum sem lætur einkanlega vel að stjórn. Í innanbæjarakstri er bíllinn lipur og leikandi. Krafturinn í vélinni nýtur sín vel þegar tekið er af stað. Bíllinn vekur auðvitað dúndurathygli og þannig séð öðruvísi tilfinning að ferðast um í honum en öðrum bílum. Það er hins vegar ekki fyrr en komið er út fyrir bæinn að hægt er að láta bílinn njóta sín á beinum og breiðum vegi. Bíllinn haggast ekki í beygjum, ekki þarf að draga úr hraðanum. Bremsurnar eru alveg pottþéttar, það er auðvelt að snarstoppa. Íslenskar aðstæður bjóða samt ekki upp á full not af aksturseiginleikunum, mikið held ég að væri gaman að aka þessum bíl á evrópskum hraðbrautum. Þetta er vitaskuld ekki bíllinn fyrir fjölskylduna - aftursætin eru lítil og ekki þægileg fyrir fullorðið fólk, en frábær bíll fyrir þá sem hafa gaman af því að aka. Gripurinn er ekki á færi hins venjulega launþega: kostar um 10 milljónir, en skiljanleg fjárfesting þeirra sem eiga fyrir bílnum. Þetta er einfaldlega ekki venjulegur bíll.
Bílar Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira