Höfuðpaurar 100 manna hóps 29. september 2004 00:01 Tólf menn, sem grunaðir eru um stórfellda ólöglega dreifingu á kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum á Netinu, voru handteknir í gær eftir umfangsmikla húsleit Ríkislögreglustjóra og lögreglu víða um land. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir einum þeirra. Hald var lagt á búnað í fórum mannanna en talið er að þeir séu höfuðpaurar í hundrað manna lokuðum hópi. Samtök höfundarréttarhafa í tónlistar, kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuforritunariðnaði lögðu fram kæru í febrúar síðastliðnum vegna gruns um að fjöldi einstaklinga bryti gegn höfundarréttarlögum með ólöglegri birtingu og dreifingu efnis og hefur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra unnið að rannsókn málsins. Við húsleit í Reykjavík, á Ísafirði, Selfossi, Garðabæ, Hveragerði, Hafnarfirði og Keflavík lagði lögreglan hald á gríðarlegt magn af efni, eða um 100 þúsund gígabæt, en ein kvikmynd er um eitt og hálft gígabæt. Tólf menn voru handteknir og yfirheyrðir en á fjórða tug lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum. Vísbendingar eru um að mennirnir séu stjórnendur í um hundrað manna hópi sem skipst hefur á efni á Netinu en hópurinn notast við svokallað skráa-skipta-forrit sem gerir honum kleift að deila sín á milli, og opna sameiginlegan aðgang, að efni sem vistað er á tölvum hvers og eins. Sakborningarnir héldu úti lokuðu kerfi á Netinu þar sem þeir deildu þúsundum kvikmynda, sjónvarpsþátta og diska og er líklegt að um hundrað manns hafi deilt um 100 þúsund gígabæta efni. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra telur að þetta sé einungis lítið brot af því sem kann að vera í ólöglegri dreifingu á Netinu. Ákæra verður væntanlega gefin út í málinu en allt að tveggja ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi. Hallgrímur Kristinsson hjá Samtökum myndréttarhafa á Íslandi segi að það versta við þetta sé líklega að á meðan þetta sé látið óáreitt, þá haldi fólk kannski að þetta sé löglegt. Það sé það hins vegar alls ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Tólf menn, sem grunaðir eru um stórfellda ólöglega dreifingu á kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum á Netinu, voru handteknir í gær eftir umfangsmikla húsleit Ríkislögreglustjóra og lögreglu víða um land. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir einum þeirra. Hald var lagt á búnað í fórum mannanna en talið er að þeir séu höfuðpaurar í hundrað manna lokuðum hópi. Samtök höfundarréttarhafa í tónlistar, kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuforritunariðnaði lögðu fram kæru í febrúar síðastliðnum vegna gruns um að fjöldi einstaklinga bryti gegn höfundarréttarlögum með ólöglegri birtingu og dreifingu efnis og hefur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra unnið að rannsókn málsins. Við húsleit í Reykjavík, á Ísafirði, Selfossi, Garðabæ, Hveragerði, Hafnarfirði og Keflavík lagði lögreglan hald á gríðarlegt magn af efni, eða um 100 þúsund gígabæt, en ein kvikmynd er um eitt og hálft gígabæt. Tólf menn voru handteknir og yfirheyrðir en á fjórða tug lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum. Vísbendingar eru um að mennirnir séu stjórnendur í um hundrað manna hópi sem skipst hefur á efni á Netinu en hópurinn notast við svokallað skráa-skipta-forrit sem gerir honum kleift að deila sín á milli, og opna sameiginlegan aðgang, að efni sem vistað er á tölvum hvers og eins. Sakborningarnir héldu úti lokuðu kerfi á Netinu þar sem þeir deildu þúsundum kvikmynda, sjónvarpsþátta og diska og er líklegt að um hundrað manns hafi deilt um 100 þúsund gígabæta efni. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra telur að þetta sé einungis lítið brot af því sem kann að vera í ólöglegri dreifingu á Netinu. Ákæra verður væntanlega gefin út í málinu en allt að tveggja ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi. Hallgrímur Kristinsson hjá Samtökum myndréttarhafa á Íslandi segi að það versta við þetta sé líklega að á meðan þetta sé látið óáreitt, þá haldi fólk kannski að þetta sé löglegt. Það sé það hins vegar alls ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira