Mesta breyting síðari ára 30. september 2004 00:01 Stór hluti þjóðarinnar gengur að kjörborðinu næsta vor til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitt hundrað niður í um fjörutíu um leið og tugmilljarða verkefni verði færð frá ríki yfir til sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Félagsmálaráðherra og verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins kynntu tillögurnar nú síðdegis en samkvæmt þeim munu íbúar í áttatíu sveitarfélögum, sem telja samtals 213 þúsund manns eða 73 prósent þjóðarinnar, kjósa um sameiningu við önnur sveitarfélög þann 23. apríl næstkomandi. Það er aðeins í fjórtán sveitarfélögum sem engin tillaga er gerð um sameiningu en meðal þeirra eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Akranes og Vestmannaeyjar. Íbúar Reykjavíkur munu hins vegar kjósa um sameiningu við Kjósarhrepp og Garðbæingar um sameiningu við Bessastaðahrepp. Lagt er til að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi, Snæfellsnes verði allt sameinað í eitt, norðanverðir Vestfirðir sameinist, Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag, Ölfus og Flói renni saman í eitt, þar með Selfoss og Hveragerði, og uppsveitir Árnessýslu verði eitt sveitarfélag svo nokkrar tillögur séu nefndar. Um leið er lagt til að verkefni sem kosta 20-30 milljarða á ári verði færð frá ríki til sveitarfélaga. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Hann segir sveitarfélögin eflast mjög við þetta en í breytingunum felist að þau taki að sér þjónustu við fatlaða, ákveðna þætti heilbrigðisþjónustunnar, öldrunarþjónustu, ákveðna þætti þjónustu á sviði vinnumála og fleira í þeim dúr. „Við höfum látið okkur detta í hug að til gæti orðið eitthvað sem héti velferðarstofa sveitarfélaganna þar sem íbúar gætu sótt þjónustu á þessum sviðum á einn stað,“ segir félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn munu fara yfir þessar tillögur næstu tvo mánuði og koma með ábendingar að því loknu. Hann segir ekki víst að endanleg tillaga verði nákvæmlega með sama hætti og var kynnt á fundinum í dag. Félagsmálaráðherra hvetur íbúa sveitarfélaganna til að kynna sér tillögurnar því það skipti miklu máli. Þetta sé jú gert til þess að auka þjónustuna við fólkið í landinu. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar gengur að kjörborðinu næsta vor til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitt hundrað niður í um fjörutíu um leið og tugmilljarða verkefni verði færð frá ríki yfir til sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Félagsmálaráðherra og verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins kynntu tillögurnar nú síðdegis en samkvæmt þeim munu íbúar í áttatíu sveitarfélögum, sem telja samtals 213 þúsund manns eða 73 prósent þjóðarinnar, kjósa um sameiningu við önnur sveitarfélög þann 23. apríl næstkomandi. Það er aðeins í fjórtán sveitarfélögum sem engin tillaga er gerð um sameiningu en meðal þeirra eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Akranes og Vestmannaeyjar. Íbúar Reykjavíkur munu hins vegar kjósa um sameiningu við Kjósarhrepp og Garðbæingar um sameiningu við Bessastaðahrepp. Lagt er til að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi, Snæfellsnes verði allt sameinað í eitt, norðanverðir Vestfirðir sameinist, Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag, Ölfus og Flói renni saman í eitt, þar með Selfoss og Hveragerði, og uppsveitir Árnessýslu verði eitt sveitarfélag svo nokkrar tillögur séu nefndar. Um leið er lagt til að verkefni sem kosta 20-30 milljarða á ári verði færð frá ríki til sveitarfélaga. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Hann segir sveitarfélögin eflast mjög við þetta en í breytingunum felist að þau taki að sér þjónustu við fatlaða, ákveðna þætti heilbrigðisþjónustunnar, öldrunarþjónustu, ákveðna þætti þjónustu á sviði vinnumála og fleira í þeim dúr. „Við höfum látið okkur detta í hug að til gæti orðið eitthvað sem héti velferðarstofa sveitarfélaganna þar sem íbúar gætu sótt þjónustu á þessum sviðum á einn stað,“ segir félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn munu fara yfir þessar tillögur næstu tvo mánuði og koma með ábendingar að því loknu. Hann segir ekki víst að endanleg tillaga verði nákvæmlega með sama hætti og var kynnt á fundinum í dag. Félagsmálaráðherra hvetur íbúa sveitarfélaganna til að kynna sér tillögurnar því það skipti miklu máli. Þetta sé jú gert til þess að auka þjónustuna við fólkið í landinu.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Sjá meira