Karpað um skatta, öryrkja og Írak 13. október 2005 14:44 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega. Lýsti hann því markmiði að kaupmáttur myndi hafa aukist um 50% frá valdatöku stjórnarflokkanna þegar nýtt kjörtímabil hæfist. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það sem væri athyglisverðast í ræðu Halldórs Ásgrímssonar væri það sem ekki væri í henni. "Ræðu hans verður minnst fyrir þögnina um Írak, þögnina um gereyðingarvopnin, þögnina um ábyrgð Íslendinga, ábyrgð hans sjálfs á ástandinu þar." Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokkunum hefði aðeins tekist að komast að samkomulagi um einn hlut á samráðsfundi sínum fyrir helgi og það væru Íraksmálin sem væru nógu langt frá heimahögunum. Kvaðst Davíð stoltur af því að Ísland hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist verða að endurtaka þau orð sem hann hefði oft látið falla að stefnuræðan væri sú ömurlegasta sem hann hefði heyrt. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræðan bæri þess merki að engu skipti hver væri forsætisráðherrann. Halldór og Davíð hefðu sömu stefnu þótt sá fyrrnefndi væri stundum fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málefni öryrkja og kennaraverkfallið. Halldór Ásgrímsson sakaði stjórnarandstöðuna um að vekja falsvonir og jafnvel spilla líkum á lausn kennaraverkfallsins með kröfum um að ríkið hlypi undir bagga með sveitarfélögunum til að hægt væri að hækka laun kennara. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega. Lýsti hann því markmiði að kaupmáttur myndi hafa aukist um 50% frá valdatöku stjórnarflokkanna þegar nýtt kjörtímabil hæfist. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það sem væri athyglisverðast í ræðu Halldórs Ásgrímssonar væri það sem ekki væri í henni. "Ræðu hans verður minnst fyrir þögnina um Írak, þögnina um gereyðingarvopnin, þögnina um ábyrgð Íslendinga, ábyrgð hans sjálfs á ástandinu þar." Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokkunum hefði aðeins tekist að komast að samkomulagi um einn hlut á samráðsfundi sínum fyrir helgi og það væru Íraksmálin sem væru nógu langt frá heimahögunum. Kvaðst Davíð stoltur af því að Ísland hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist verða að endurtaka þau orð sem hann hefði oft látið falla að stefnuræðan væri sú ömurlegasta sem hann hefði heyrt. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræðan bæri þess merki að engu skipti hver væri forsætisráðherrann. Halldór og Davíð hefðu sömu stefnu þótt sá fyrrnefndi væri stundum fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málefni öryrkja og kennaraverkfallið. Halldór Ásgrímsson sakaði stjórnarandstöðuna um að vekja falsvonir og jafnvel spilla líkum á lausn kennaraverkfallsins með kröfum um að ríkið hlypi undir bagga með sveitarfélögunum til að hægt væri að hækka laun kennara.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira