Deilan um landið á tímamótum 21. október 2004 00:01 Jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna halda jörðum sínum óskertum en afréttur sem þeir gerðu kröfu til verður að þjóðlendum samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Ríkið gerði kröfu um hluta jarðanna. Með dómnum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar frá því árið 2000. Þetta er fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og gæti því orðið fordæmi í öðrum slíkum málum allt í kringum landið. Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri óbyggðanefndar, segir að í dómi Hæstaréttar felist ótvíræð staðfesting á því að úrskurður nefndarinnar hafi verið byggður á traustum grunni og það sé viðurkenning á vel unnu verki. Hún segir óvíst hvort önnur svipuð mál falli niður en dómurinn hljóti að gefa fordæmi. Allt landið sé undir í áframhaldandi skiptingu milli eignarjarða og þjóðlenda, það er jarða sem verði í eigu íslenska ríkisins og undir forsjá forsætisráðuneytisins. Þjóðlendulög voru sett árið 1998 þar sem dómar Hæstaréttar höfðu þótt gefa til kynna að óvissa væru um eignaréttur á jörðum þegar ríki og einstaka jarðeigendur greindi á um réttinn. Sérstaklega þótti óvissa ríkja um afréttarsvæði, miðhálendi og jökla. Með lögunum var sett á fót óbyggðanefnd sem var falið að greiða úr óreiðunni. Hins vegar sættu hvorki ríki né jarðeigendur sig við niðurstöðu nefndarinnar og vísuðu málinu til dómstóla. Ólafur Sigurgeirsson flutti varði mál ríkisins fyrir óbyggðanefnd. Hann segir að ríkið hafi unnið nokkurn sigur með dómi Hæstaréttar þar sem til séu orðnar þjóðlendur sem bændur hafi talið sig eiga fram til þessa. Auk þess hafi Hæstiréttur gert ríka kröfu um sönnun af þeirra hálfu. Bændur hafi fram til þessa haldið því fram að þeir ættu óumdeilda eignarkröfu á lönd ef þeir ættu þinglýst landamerkjabréf. Nú verði hins vegar að skoða hvert bréf fyrir sig og meta gildi þess. Ólafur segir að ríkið hafi ekki verið að seilast í lönd bænda, heldur hafi einungis þurft að fá skýrar línur til að skilgreina hvaða jarðsvæði þjóðin ætti annars vegar og bændur hins vegar. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Sjá meira
Jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna halda jörðum sínum óskertum en afréttur sem þeir gerðu kröfu til verður að þjóðlendum samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Ríkið gerði kröfu um hluta jarðanna. Með dómnum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar frá því árið 2000. Þetta er fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og gæti því orðið fordæmi í öðrum slíkum málum allt í kringum landið. Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri óbyggðanefndar, segir að í dómi Hæstaréttar felist ótvíræð staðfesting á því að úrskurður nefndarinnar hafi verið byggður á traustum grunni og það sé viðurkenning á vel unnu verki. Hún segir óvíst hvort önnur svipuð mál falli niður en dómurinn hljóti að gefa fordæmi. Allt landið sé undir í áframhaldandi skiptingu milli eignarjarða og þjóðlenda, það er jarða sem verði í eigu íslenska ríkisins og undir forsjá forsætisráðuneytisins. Þjóðlendulög voru sett árið 1998 þar sem dómar Hæstaréttar höfðu þótt gefa til kynna að óvissa væru um eignaréttur á jörðum þegar ríki og einstaka jarðeigendur greindi á um réttinn. Sérstaklega þótti óvissa ríkja um afréttarsvæði, miðhálendi og jökla. Með lögunum var sett á fót óbyggðanefnd sem var falið að greiða úr óreiðunni. Hins vegar sættu hvorki ríki né jarðeigendur sig við niðurstöðu nefndarinnar og vísuðu málinu til dómstóla. Ólafur Sigurgeirsson flutti varði mál ríkisins fyrir óbyggðanefnd. Hann segir að ríkið hafi unnið nokkurn sigur með dómi Hæstaréttar þar sem til séu orðnar þjóðlendur sem bændur hafi talið sig eiga fram til þessa. Auk þess hafi Hæstiréttur gert ríka kröfu um sönnun af þeirra hálfu. Bændur hafi fram til þessa haldið því fram að þeir ættu óumdeilda eignarkröfu á lönd ef þeir ættu þinglýst landamerkjabréf. Nú verði hins vegar að skoða hvert bréf fyrir sig og meta gildi þess. Ólafur segir að ríkið hafi ekki verið að seilast í lönd bænda, heldur hafi einungis þurft að fá skýrar línur til að skilgreina hvaða jarðsvæði þjóðin ætti annars vegar og bændur hins vegar.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Sjá meira