Stefán áfram á sjúkrahúsi 24. október 2004 00:01 Stefán Gunnarsson, friðargæsluliði í Afganistan, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan á laugardag. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkrahúsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni. Aðspurður um hvort Stefán nái sér að fullu segir Arnór það verða að koma í ljós, en gert sé ráð fyrir því. Arnór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að Íslendingarnir verði sendir heim en hugsanlegt sé þó að Stefán komi fyrr en áætlað var. Steinar Örn Magnússon hefur verið settur í gifs að sögn Arnórs. Hann var ásamt Sverri Hauki Grönli á spítalanum fyrstu nóttina eftir árásina. "Ég held að það sem hafi ráðið því að árásin var gerð hafi verið að þeir voru á merktum bílum frá Friðargæslunni. Árásin var á friðargæsluna, ekki á Íslendingana sérstaklega," segir Arnór. Hann segir misskilning hjá erlendum fréttastofum að Íslendingarnir séu hermenn. Það sé krafa Atlantshafsbandalagsins að allir sem starfi við friðargæslu séu einkennisklæddir og þess vegna sé hugsanlegt að erlendu fréttastofurnar telji þá vera hermenn. Arnór segir Íslendingana verða að hlíta ákvæðum bandalagsins en þeir séu borgaralegir sérfræðingar sem sjái um rekstur flugvallarins. Aðspurður um hvort Íslendingunum stafi ekki meiri ógn af því að vera klæddir eins og hermenn svarar Arnór því neitandi og segir það þvert á móti. "Það hefur verið óvenju rólegt þarna undanfarnar vikur. Von var á óróa og átökum í kringum kosningarnar en svo varð ekki. Árásin var óvænt og ég held að hún sé ekki túlkuð sem byrjun á óstöðugra ástandi," segir Arnór. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Stefán Gunnarsson, friðargæsluliði í Afganistan, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan á laugardag. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkrahúsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni. Aðspurður um hvort Stefán nái sér að fullu segir Arnór það verða að koma í ljós, en gert sé ráð fyrir því. Arnór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að Íslendingarnir verði sendir heim en hugsanlegt sé þó að Stefán komi fyrr en áætlað var. Steinar Örn Magnússon hefur verið settur í gifs að sögn Arnórs. Hann var ásamt Sverri Hauki Grönli á spítalanum fyrstu nóttina eftir árásina. "Ég held að það sem hafi ráðið því að árásin var gerð hafi verið að þeir voru á merktum bílum frá Friðargæslunni. Árásin var á friðargæsluna, ekki á Íslendingana sérstaklega," segir Arnór. Hann segir misskilning hjá erlendum fréttastofum að Íslendingarnir séu hermenn. Það sé krafa Atlantshafsbandalagsins að allir sem starfi við friðargæslu séu einkennisklæddir og þess vegna sé hugsanlegt að erlendu fréttastofurnar telji þá vera hermenn. Arnór segir Íslendingana verða að hlíta ákvæðum bandalagsins en þeir séu borgaralegir sérfræðingar sem sjái um rekstur flugvallarins. Aðspurður um hvort Íslendingunum stafi ekki meiri ógn af því að vera klæddir eins og hermenn svarar Arnór því neitandi og segir það þvert á móti. "Það hefur verið óvenju rólegt þarna undanfarnar vikur. Von var á óróa og átökum í kringum kosningarnar en svo varð ekki. Árásin var óvænt og ég held að hún sé ekki túlkuð sem byrjun á óstöðugra ástandi," segir Arnór.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira