Ferðamannaparadís 27. október 2004 00:01 Líkt og í Singapore, er æði margt framandi sem ber fyrir augu á Bali. Menningin er önnur, fólkið er annað og jafnvel lyktin er allt önnur. Víða má sjá litlar körfur sem eru sérútbúnar daglega af Balinesum sem gjafir til guða þeirra, en um 95% Balinesa eru hindúatrúar þrátt fyrir að muslimatrú sé algengasta trú íbúa Indónesíu. Á Bali eru miklar andstæður og þar er að sjá allt frá betlandi börnum upp í lúxus hótel þar sem hvergi er kusk að finna. Uppi í fjallaþorpunum er lífið ólíkt því sem gerist á helstu ferðamannastöðunum en þar eru meiri rólegheit og minna áreiti en í borgunum. Náttúran er einnig fjölbreytt en Bali er eldfjallaeyja og ber landslagið ýmiss merki þess. Bali hefur lengi verið vinsæl ferðamannaeyja einkum vegna hagstæðs verðlags fyrir vestræna ferðamenn sem geta leyft sér að lifa eins og kóngar og drottningar á meðan dvöl þeirra stendur. Strendurnar á Bali eru þekktar fyrir falleg sólsetur og öldurnar teljast hagstæðar til brimbrettaiðkunar sem er vinsælt sport hér um slóðir. Vinsældir Kuta sem áningarstaðs hafa aukist á ný eftir sprengingarnar sem urðu á vinsælu diskóteki 12. október 2002, en eftir þær fækkaði komum vestrænna ferðamanna til Kuta töluvert. Enn hefur ekkert verið byggt þar sem diskótekið var en hinum megin við götuna er búið að reisa minnisvarða um fórnarlömb sprengingarinnar þar sem nöfn hvers og eins eru talin upp. Það er undarleg tilfinning að standa og horfa á lista af nöfnum þeirra látnu einstaklinga sem voru í sínu mesta sakleysi að skemmta sér í fríinu sínu, á eyju sem er annáluð fyrir jafn mikla fegurð og raun ber vitni en jafnframt friðsamlega og brosmilda íbúa. Því miður erum við stöðugt minnt á að kannski erum við hvergi óhult fyrir hryðjuverkum, ekki einu sinni á eyju sem minnir um margt á paradís á jörðu. Ferðalög Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Líkt og í Singapore, er æði margt framandi sem ber fyrir augu á Bali. Menningin er önnur, fólkið er annað og jafnvel lyktin er allt önnur. Víða má sjá litlar körfur sem eru sérútbúnar daglega af Balinesum sem gjafir til guða þeirra, en um 95% Balinesa eru hindúatrúar þrátt fyrir að muslimatrú sé algengasta trú íbúa Indónesíu. Á Bali eru miklar andstæður og þar er að sjá allt frá betlandi börnum upp í lúxus hótel þar sem hvergi er kusk að finna. Uppi í fjallaþorpunum er lífið ólíkt því sem gerist á helstu ferðamannastöðunum en þar eru meiri rólegheit og minna áreiti en í borgunum. Náttúran er einnig fjölbreytt en Bali er eldfjallaeyja og ber landslagið ýmiss merki þess. Bali hefur lengi verið vinsæl ferðamannaeyja einkum vegna hagstæðs verðlags fyrir vestræna ferðamenn sem geta leyft sér að lifa eins og kóngar og drottningar á meðan dvöl þeirra stendur. Strendurnar á Bali eru þekktar fyrir falleg sólsetur og öldurnar teljast hagstæðar til brimbrettaiðkunar sem er vinsælt sport hér um slóðir. Vinsældir Kuta sem áningarstaðs hafa aukist á ný eftir sprengingarnar sem urðu á vinsælu diskóteki 12. október 2002, en eftir þær fækkaði komum vestrænna ferðamanna til Kuta töluvert. Enn hefur ekkert verið byggt þar sem diskótekið var en hinum megin við götuna er búið að reisa minnisvarða um fórnarlömb sprengingarinnar þar sem nöfn hvers og eins eru talin upp. Það er undarleg tilfinning að standa og horfa á lista af nöfnum þeirra látnu einstaklinga sem voru í sínu mesta sakleysi að skemmta sér í fríinu sínu, á eyju sem er annáluð fyrir jafn mikla fegurð og raun ber vitni en jafnframt friðsamlega og brosmilda íbúa. Því miður erum við stöðugt minnt á að kannski erum við hvergi óhult fyrir hryðjuverkum, ekki einu sinni á eyju sem minnir um margt á paradís á jörðu.
Ferðalög Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira