Crazy Bastard bíllinn 29. október 2004 00:01 Í Crazy Bastard, nýju myndbandi strákanna í 70 mínútum og hljómsveitarinnar Quarashi bregður fyrir svartri glæsikerru af gerðinni Pontiac, Trans Am af árgerðinni 2000. Eigandinn er Haraldur Jónsson vélstjóri sem starfar hjá Skeljungi. Hann keypti bílinn frá Kanada í júní á um það bil fjórar millur og fékk hann til landsins með flugvél. "Það átti að taka tvær til þrjár vikur en endaði í tólf. Ég var alveg að verða vitlaus og hélt ég hefði tapað peningunum," segir hann og kveðst dást að kærustu sinni Jenný að umbera hann á þessum tíma. Trans Am hefur viðurnefnið "hinn fullkomni," (Performans Packages) enda er staðalbúnaður hans "rúmlega allt," eins og Haraldur orðar það. Bíllinn er mestallur úr áli, harðtrefjum og plasti og því fisléttur miðað við stærð. Hann er beinskiptur með sex gíra og í honum er nýtt eldsneytisnýtingarkerfi sem gerir hann einkar sparneytinn. "En hann getur líka eytt miklu á háum snúningi því vélin er slaglöng," segir eigandinn og upplýsir að vélin sé álblokk, 465 hestöfl í dag. Sem dæmi um kraftinn nefnir hann að það taki fjórar sekúndur að koma bílnum úr kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða. Af græjum má geta geislaspilara, magnara, tíu hátalara, tónjafnara og kraftmagnara. Þá er gripurinn með spólvörn, skriðvörn og svokallaðan Law Track skynjara sem til dæmis gefur til kynna hvort of hratt sé farið í beygjur. Aksturseiginleikarnir eru semsagt fyrsta flokks. Það leynir sér heldur ekki þegar sest er inn í þennan vagn að hann er gæðingur mikill. Hann bókstaflega svífur um og hægt er að láta sætin falla algerlega að baki og hliðum ef ýtt er á rétta takka. Slíkt getur komið sér vel í kröppum beygjum. Haraldur kveðst lengi hafa verið bíladellukall. Hafi eignast bæði bíl og bifhjól um fermingu, átt 27 hjól í gegnum tíðina og eyðilagt 30 gamla bíla í malarnámuakstri. Sportbílarnir hans hafi verið ótalmargir og af ýmsum tegundum. "En þessi slær þeim öllum við," fullyrðir hann og kveðst loks búinn að finna það sem hann hefur leitað að alla ævi. Bílar Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í Crazy Bastard, nýju myndbandi strákanna í 70 mínútum og hljómsveitarinnar Quarashi bregður fyrir svartri glæsikerru af gerðinni Pontiac, Trans Am af árgerðinni 2000. Eigandinn er Haraldur Jónsson vélstjóri sem starfar hjá Skeljungi. Hann keypti bílinn frá Kanada í júní á um það bil fjórar millur og fékk hann til landsins með flugvél. "Það átti að taka tvær til þrjár vikur en endaði í tólf. Ég var alveg að verða vitlaus og hélt ég hefði tapað peningunum," segir hann og kveðst dást að kærustu sinni Jenný að umbera hann á þessum tíma. Trans Am hefur viðurnefnið "hinn fullkomni," (Performans Packages) enda er staðalbúnaður hans "rúmlega allt," eins og Haraldur orðar það. Bíllinn er mestallur úr áli, harðtrefjum og plasti og því fisléttur miðað við stærð. Hann er beinskiptur með sex gíra og í honum er nýtt eldsneytisnýtingarkerfi sem gerir hann einkar sparneytinn. "En hann getur líka eytt miklu á háum snúningi því vélin er slaglöng," segir eigandinn og upplýsir að vélin sé álblokk, 465 hestöfl í dag. Sem dæmi um kraftinn nefnir hann að það taki fjórar sekúndur að koma bílnum úr kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða. Af græjum má geta geislaspilara, magnara, tíu hátalara, tónjafnara og kraftmagnara. Þá er gripurinn með spólvörn, skriðvörn og svokallaðan Law Track skynjara sem til dæmis gefur til kynna hvort of hratt sé farið í beygjur. Aksturseiginleikarnir eru semsagt fyrsta flokks. Það leynir sér heldur ekki þegar sest er inn í þennan vagn að hann er gæðingur mikill. Hann bókstaflega svífur um og hægt er að láta sætin falla algerlega að baki og hliðum ef ýtt er á rétta takka. Slíkt getur komið sér vel í kröppum beygjum. Haraldur kveðst lengi hafa verið bíladellukall. Hafi eignast bæði bíl og bifhjól um fermingu, átt 27 hjól í gegnum tíðina og eyðilagt 30 gamla bíla í malarnámuakstri. Sportbílarnir hans hafi verið ótalmargir og af ýmsum tegundum. "En þessi slær þeim öllum við," fullyrðir hann og kveðst loks búinn að finna það sem hann hefur leitað að alla ævi.
Bílar Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira