Ekki vafasamt fólk til landsins 8. nóvember 2004 00:01 "Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. Georg segir suma þá sem vísað var frá landinu hafa verið á sakaskrá, en öðrum verið hafnað einungis vegna tengsla við Hogriders-samtökin sem ríkislögreglustjóri segir hafa tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi. "Það eitt látum við duga í mörgum tilfellum til að vísa mönnum úr landi. Þetta er erfið ákvörðun og kann hún í einhverjum tilfellum að vera vafasöm út frá Evrópurétti," segir Georg. Sex norskir Vítisenglar, sem var vísað frá landinu þegar þeir komu til Seyðisfjarðar í sumar, hafa ráðið lögmann sem undirbýr nú málsókn gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að sögn Georgs. Þar vilja þeir fá ákvörðun Útlendingastofnunar um frávísun hnekkt. Þeir sem Útlendingastofnun ákveður að vísa frá landinu geta skotið ákvörðuninni til dómsmálaráðherra. Ef ráðherra staðfestir ákvörðun Útlendingastofnunar er hægt að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá er hægt að höfða mál fyrir Evrópudómstólum og mannréttindadómstóli Evrópu vegna aðildar Íslands að Shengen. "Að einhverra mati kann að vera vegið að ferðafrelsinu og því spurning hvort nægjanlegt sé að menn séu meðlimir í einhverjum klúbbi til að loka landamærunum fyrir þeim," segir Georg. Hann segir það jafnframt hafa verið skíra stefnu yfirvalda að hindra þá sem hafa tengsl við alþjóðleg glæpasamtök í að koma til landsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
"Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. Georg segir suma þá sem vísað var frá landinu hafa verið á sakaskrá, en öðrum verið hafnað einungis vegna tengsla við Hogriders-samtökin sem ríkislögreglustjóri segir hafa tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi. "Það eitt látum við duga í mörgum tilfellum til að vísa mönnum úr landi. Þetta er erfið ákvörðun og kann hún í einhverjum tilfellum að vera vafasöm út frá Evrópurétti," segir Georg. Sex norskir Vítisenglar, sem var vísað frá landinu þegar þeir komu til Seyðisfjarðar í sumar, hafa ráðið lögmann sem undirbýr nú málsókn gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að sögn Georgs. Þar vilja þeir fá ákvörðun Útlendingastofnunar um frávísun hnekkt. Þeir sem Útlendingastofnun ákveður að vísa frá landinu geta skotið ákvörðuninni til dómsmálaráðherra. Ef ráðherra staðfestir ákvörðun Útlendingastofnunar er hægt að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá er hægt að höfða mál fyrir Evrópudómstólum og mannréttindadómstóli Evrópu vegna aðildar Íslands að Shengen. "Að einhverra mati kann að vera vegið að ferðafrelsinu og því spurning hvort nægjanlegt sé að menn séu meðlimir í einhverjum klúbbi til að loka landamærunum fyrir þeim," segir Georg. Hann segir það jafnframt hafa verið skíra stefnu yfirvalda að hindra þá sem hafa tengsl við alþjóðleg glæpasamtök í að koma til landsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira