Fiskur í hátíðarbúningi 15. nóvember 2004 00:01 Fiskur í einhverju formi getur verið góður kostur á jólaborðið. Þótt algengast sé að einhvernskonar kjöt sé haft í hátíðamatinn hér á landi þá eru ekki allir sem leggja sér það til munns af einhverjum ástæðum. Sumir þeirra eru aðdáendur fisks. Svo eru kannski einhverjir orðnir uppgefnir á kjötmetinu á annan í jólum, eftir að hafa borðað yfir sig af því á aðfangadagskvöld og jóladag og þykir gott að skipta yfir í fiskinn. Í það minnsta er kjörið að fríska upp á hlaðborð á annan með því að bera fram fisk í bland við kjötafganga.Bakaður lax með eplum:800 gr laxaflök roðlaus/ beinlaus 4 stk græn epli 4 msk. ólífuolía Salt og pipar Eplin eru skræld og gróf söxuð. Ólífuolíunni er blandað saman við. Laxinn er skorinn í fjórar 200 gr. steikur, kryddaður með salti og pipar og settur í form. Eplin sett yfir og bakað í 12 mín. Við 180 °c.Með þessum rétti er gott að bera fram ferskt salat og jógúrtssósu. Bakaður saltfiskur með tómatmauki:800 gr. saltfiskflök beinlaus 1 dós tómatmauk 3 stk. tómatar 2 stk. hvítlauksrif 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 tsk. sæt soyasósa ólífuolía svartur pipar Saltfiskurinn er skorinn í fjórar 200 gr steikur, settur í eldfast mót sem er vel smurt með ólífuolíu. Tómatarnir eru skornir í teninga og steiktir í ólífuolíu í potti ásamt fínt söxuðum hvítlauknum. Tómatmaukinu úr dósinni er blandað saman við. Því næst er saltinu, sykrinum og soyasósunni blandað útí og þetta látið krauma við lágan hita í 15 mínútur. Saltfiskurinn er látinn í 180°c heitan ofn og bakaður þar í ca 10 mínútur.Gott er að bera þennan rétt fram með kartöflusalati. Ath. Þegar saltfiskur er ekki eldaður í vatni þarf að útvatna hann um hálfum sólarhring lengur. Lax Saltfiskur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið
Fiskur í einhverju formi getur verið góður kostur á jólaborðið. Þótt algengast sé að einhvernskonar kjöt sé haft í hátíðamatinn hér á landi þá eru ekki allir sem leggja sér það til munns af einhverjum ástæðum. Sumir þeirra eru aðdáendur fisks. Svo eru kannski einhverjir orðnir uppgefnir á kjötmetinu á annan í jólum, eftir að hafa borðað yfir sig af því á aðfangadagskvöld og jóladag og þykir gott að skipta yfir í fiskinn. Í það minnsta er kjörið að fríska upp á hlaðborð á annan með því að bera fram fisk í bland við kjötafganga.Bakaður lax með eplum:800 gr laxaflök roðlaus/ beinlaus 4 stk græn epli 4 msk. ólífuolía Salt og pipar Eplin eru skræld og gróf söxuð. Ólífuolíunni er blandað saman við. Laxinn er skorinn í fjórar 200 gr. steikur, kryddaður með salti og pipar og settur í form. Eplin sett yfir og bakað í 12 mín. Við 180 °c.Með þessum rétti er gott að bera fram ferskt salat og jógúrtssósu. Bakaður saltfiskur með tómatmauki:800 gr. saltfiskflök beinlaus 1 dós tómatmauk 3 stk. tómatar 2 stk. hvítlauksrif 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 tsk. sæt soyasósa ólífuolía svartur pipar Saltfiskurinn er skorinn í fjórar 200 gr steikur, settur í eldfast mót sem er vel smurt með ólífuolíu. Tómatarnir eru skornir í teninga og steiktir í ólífuolíu í potti ásamt fínt söxuðum hvítlauknum. Tómatmaukinu úr dósinni er blandað saman við. Því næst er saltinu, sykrinum og soyasósunni blandað útí og þetta látið krauma við lágan hita í 15 mínútur. Saltfiskurinn er látinn í 180°c heitan ofn og bakaður þar í ca 10 mínútur.Gott er að bera þennan rétt fram með kartöflusalati. Ath. Þegar saltfiskur er ekki eldaður í vatni þarf að útvatna hann um hálfum sólarhring lengur.
Lax Saltfiskur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið