Hrár og öflugur jeppi 16. nóvember 2004 00:01 Nú gefst tækifæri hér á landi til að eignast Tomcat jeppa sem eru sérsmíðaðir jeppar á Land Rover grunni eftir óskum kaupandans. Tomcat jeppinn varð til þegar þeir Andrew og Mark Browler í Bretlandi voru að fikta við að útbúa jeppa fyrir akstursíþróttir og úr varð að þeir stofnuðu fyrirtæki sem framleiðir Tomcat jeppann. Um 700 slíkir bílar eru til í Bretlandi og er um helmingur þeirra nýttur sem einkabílar. Í grunninn eru þetta keppnisbílar en um leið léttir og öruggir. Innflytjendur jeppans á Íslandi segja hann henta vel til keppni hér á landi en einnig í jökla- og fjallaferðir. Hver og einn getur haft bílinn eins og hann vill því hann er settur saman og sérsmíðaður eftir pöntun, en grunnhugmyndin er hrár öflugur jeppi. Val er um ýmsar vélar og vélastærðir eða frá 2,5 - 2,8 túrbó dísil með millikæli. Einnig 3,5 - 5,2 l V8 bensín. Þá fást Tomcat jepparnir einnig án vélar og kassa fyrir þá sem hafa sínar eigin hugmyndir um hvernig gera eigi hlutina. Fjölmargir valmöguleikar á uppsetningu fjöðrunar gera Tomcat jeppann fjölhæfan og hentugan til notkunar við flestar aðstæður. Þannig getur jafnvel sami Tomcat jeppinn verið jöklatryllir á veturna og ósvikinn drullumallari eða jafnvel rallíbíll á sumrin. Allmargir þessara bíla eru notaðir daglega í almennri umferð og þykja hvort tveggja sprækir og hafa framúrskarandi aksturseiginleika. Þeir séu þannig í reynd fjölhæfir sportbílar fyrir allar árstíðir. Hver einstakur Tomcat jeppi er settur upp fyrir kaupandann með tilliti til fyrirhugaðrar notkunar. Rekstraröryggi er tryggt með varahlutaþjónustu B&L en allir véla-, drif- og stýrishlutar eru upprunalegir Land Rover íhlutir. Bílar Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nú gefst tækifæri hér á landi til að eignast Tomcat jeppa sem eru sérsmíðaðir jeppar á Land Rover grunni eftir óskum kaupandans. Tomcat jeppinn varð til þegar þeir Andrew og Mark Browler í Bretlandi voru að fikta við að útbúa jeppa fyrir akstursíþróttir og úr varð að þeir stofnuðu fyrirtæki sem framleiðir Tomcat jeppann. Um 700 slíkir bílar eru til í Bretlandi og er um helmingur þeirra nýttur sem einkabílar. Í grunninn eru þetta keppnisbílar en um leið léttir og öruggir. Innflytjendur jeppans á Íslandi segja hann henta vel til keppni hér á landi en einnig í jökla- og fjallaferðir. Hver og einn getur haft bílinn eins og hann vill því hann er settur saman og sérsmíðaður eftir pöntun, en grunnhugmyndin er hrár öflugur jeppi. Val er um ýmsar vélar og vélastærðir eða frá 2,5 - 2,8 túrbó dísil með millikæli. Einnig 3,5 - 5,2 l V8 bensín. Þá fást Tomcat jepparnir einnig án vélar og kassa fyrir þá sem hafa sínar eigin hugmyndir um hvernig gera eigi hlutina. Fjölmargir valmöguleikar á uppsetningu fjöðrunar gera Tomcat jeppann fjölhæfan og hentugan til notkunar við flestar aðstæður. Þannig getur jafnvel sami Tomcat jeppinn verið jöklatryllir á veturna og ósvikinn drullumallari eða jafnvel rallíbíll á sumrin. Allmargir þessara bíla eru notaðir daglega í almennri umferð og þykja hvort tveggja sprækir og hafa framúrskarandi aksturseiginleika. Þeir séu þannig í reynd fjölhæfir sportbílar fyrir allar árstíðir. Hver einstakur Tomcat jeppi er settur upp fyrir kaupandann með tilliti til fyrirhugaðrar notkunar. Rekstraröryggi er tryggt með varahlutaþjónustu B&L en allir véla-, drif- og stýrishlutar eru upprunalegir Land Rover íhlutir.
Bílar Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira