Svipað og í nágrannalöndunum 17. nóvember 2004 00:01 Reglur um íslenska lífeyrissjóði eru sambærilegar við þær sem gilda um lífeyrissjóði í löndunum í kringum okkur og fjármálakerfið hér á landi er vel í stakk búið að taka á hugsanlegum vandamálum sem upp kunna að koma. Þetta er mat Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings. Tryggvi vann skýrslu um stjórnun lífeyrissjóða fyrir Landssamtök lífeyrissjóða. Þar ber hann stjórnkerfið í íslensku lífeyrissjóðunum saman við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum, Bretlandi, Írlandi og Hollandi. Niðurstaðan er sú að í stærstum dráttum eru reglur og starfsvenjur sambærilegar við það sem gerist í samanburðarlöndunum. "Það eru ekki meiri eða minni kröfur gerðar til stjórnarmanna hér en annars staðar og þar sem eru starfsgreinalífeyrissjóðir eins og er hér á Íslandi þá er það yfirleitt þannig að samtök atvinnurekenda og launþega skipta með sér stjórninni," segir Tryggvi. Í skýrslu sinni bendir Tryggvi á þann vanda sem skapast getur í stjórnun lífeyrissjóða starfsgreina þegar bæði stjórnendur og starfsmenn vilja að lífeyrissjóður fjárfesti í fyrirtækjum innan greinarinnar sem eiga í rekstrarerfiðleikum. Þetta þykir bæði stjórnendum og starfsmönnum tryggja hagsmuni sína til skamms tíma en með slíkum ákvörðunum er gjarnan horfið af þeirri braut að tryggja sem besta ávöxtun fyrir sjóðsfélaga. Tryggvi segir að lífeyrissjóðir komist ekki upp með slíkar ákvarðanir nú til dags á Íslandi. "Menn komast ekki upp með þetta. Fjármáleftirlitið hefur mjög gott og virkt eftirlit með þessu," segir hann. Í Hollandi hefur löggjafinn gert kröfu um að í stjórnum lífeyrissjóða sé til staðar lágmarksþekking á ýmsum sviðum sem snerta ákvarðanatöku. Hér á landi eru engar slíkar reglur í gildi en Tryggvi telur rök fyrir því að herða megi kröfur til þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða. "Mér finnst að með flóknara fjármálaumhverfi þá sé æskilegt að við gerum einhverjar frekari kröfur um að stjórnir lífeyrissjóða hafi samanlagða þekkingu sem nær yfir þetta. Þar er ég að tala um lagalega þekkingu, fjármálaþekkingu og fleira í þeim dúr. Það þurfa ekki allir stjórnarmenn að hafa slíka þekkingu en hún þarf að vera til staðar," segir Tryggvi. Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Reglur um íslenska lífeyrissjóði eru sambærilegar við þær sem gilda um lífeyrissjóði í löndunum í kringum okkur og fjármálakerfið hér á landi er vel í stakk búið að taka á hugsanlegum vandamálum sem upp kunna að koma. Þetta er mat Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings. Tryggvi vann skýrslu um stjórnun lífeyrissjóða fyrir Landssamtök lífeyrissjóða. Þar ber hann stjórnkerfið í íslensku lífeyrissjóðunum saman við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum, Bretlandi, Írlandi og Hollandi. Niðurstaðan er sú að í stærstum dráttum eru reglur og starfsvenjur sambærilegar við það sem gerist í samanburðarlöndunum. "Það eru ekki meiri eða minni kröfur gerðar til stjórnarmanna hér en annars staðar og þar sem eru starfsgreinalífeyrissjóðir eins og er hér á Íslandi þá er það yfirleitt þannig að samtök atvinnurekenda og launþega skipta með sér stjórninni," segir Tryggvi. Í skýrslu sinni bendir Tryggvi á þann vanda sem skapast getur í stjórnun lífeyrissjóða starfsgreina þegar bæði stjórnendur og starfsmenn vilja að lífeyrissjóður fjárfesti í fyrirtækjum innan greinarinnar sem eiga í rekstrarerfiðleikum. Þetta þykir bæði stjórnendum og starfsmönnum tryggja hagsmuni sína til skamms tíma en með slíkum ákvörðunum er gjarnan horfið af þeirri braut að tryggja sem besta ávöxtun fyrir sjóðsfélaga. Tryggvi segir að lífeyrissjóðir komist ekki upp með slíkar ákvarðanir nú til dags á Íslandi. "Menn komast ekki upp með þetta. Fjármáleftirlitið hefur mjög gott og virkt eftirlit með þessu," segir hann. Í Hollandi hefur löggjafinn gert kröfu um að í stjórnum lífeyrissjóða sé til staðar lágmarksþekking á ýmsum sviðum sem snerta ákvarðanatöku. Hér á landi eru engar slíkar reglur í gildi en Tryggvi telur rök fyrir því að herða megi kröfur til þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða. "Mér finnst að með flóknara fjármálaumhverfi þá sé æskilegt að við gerum einhverjar frekari kröfur um að stjórnir lífeyrissjóða hafi samanlagða þekkingu sem nær yfir þetta. Þar er ég að tala um lagalega þekkingu, fjármálaþekkingu og fleira í þeim dúr. Það þurfa ekki allir stjórnarmenn að hafa slíka þekkingu en hún þarf að vera til staðar," segir Tryggvi.
Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira