Bjart yfir efnahagslífi Norðurland 18. nóvember 2004 00:01 Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður atvinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukningu, sem þýðir að aukinn hagvöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólguþrýstingur annars staðar en á Íslandi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að meginmarkmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðugleika. Verkefni íslenskra stjórnvalda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækkana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekjuaukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Undantekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hallinn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efnahagslíf með meiri blóma á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norðurlandaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verðbólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér. Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður atvinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukningu, sem þýðir að aukinn hagvöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólguþrýstingur annars staðar en á Íslandi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að meginmarkmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðugleika. Verkefni íslenskra stjórnvalda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækkana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekjuaukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Undantekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hallinn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efnahagslíf með meiri blóma á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norðurlandaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verðbólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér.
Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira