Friðargæslan 19. nóvember 2004 00:01 Nú liggur fyrir að Íslendingar láta af stjórn flugvallarins í Kabúl í Afganistan í byrjun næsta árs, mun fyrr en upphaflega var áætlað. Nokkrir Íslendingar verða við störf á vellinum fram á mitt næsta ár undir stjórn Tyrkja. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrr í þessum mánuði er þátttaka okkar í friðargæslu mjög umdeild meðal þjóðarinnar. Segja má að hún skiptist í tvær nokkurn veginn jafn stórar fylkingar með og á móti þátttöku Íslendinga í friðargæslu. Ekki var marktækur munur á svörum karla og kvenna í könnuninni, en íbúar höfuðborgarsvæðisins voru hlynntari þátttöku okkar en landsbyggðarfólk.Könnunin var gerð eftir að uppvíst varð um teppakaup yfirmanns íslensku friðargæslunnar í Kabúl og dauða tveggja kvenna í miðborginni þegar gerð var sjálfsmorðsárás á Íslendingana sem stóðu fyrir utan teppabúðina. Yfirmaðurinn hefur verið kallaður heim vegna þessa atviks, og leiða má líkur að því að árásin hafi átt sinn þátt í að Íslendingar fara fyrr heim frá Kabúl en áætlað var. Að vísu segir yfirmaður friðargæslunnar að Íslendingar hafi aldrei fengið þann mannafla til starfa á flugvellinum sem lofað hafði verið, og það sé ástæðan fyrir því að við drögum okkur út úr þessu verkefni fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. . Myndir sem birtust hér í blaðinu af þungvopnuðum íslenskum friðargæsluliðum í Kabúl vöktu marga til umhugsunar, og afstaða þeirra sem spurðir voru á dögunum um friðargæsluna hefur eflaust mótast af þeim. Við erum ekki herþjóð og ekki vön að sjá Íslendinga í fullum herklæðum, líkt og þeir séu bandarískir hermenn í Írak. Við ættum frekar að taka þátt í friðargæslu, þar sem vopn og verjur eru ekki eins áberandi og þegar yfirmaðurinn í Kabúl fór í teppaleiðangur í eina hættulegustu götuna í Kabúl. Aðstæður á þeim stöðum þar sem friðargæslu er þörf eru gjarnan þannig að menn verða að bera vopn til að geta varið sig ef á þá er ráðist. Þannig hafa íslenskir lögregumenn sem farið hafa til starfa víða erlendis í áranna rás verið vopnaðir, en ekki eins áberandi og á Kjúklingastræti í Kabúl. Frásögnin í sunnudagsblaðinu af fjölskyldu afgönsku stúlkunnar sem lést í árásinni er átakanleg. Hún var aðeins 13 ára en vann samt fyrir fjölskyldu sinni með því að selja blöð og bækur eftir skóla á daginn, að sögn móður hennar. Faðirinn var nýkominn frá Íran þar sem hann reyndi að afla fjölskuyldunni tekna til að sjá fjölskyldu sinnni farborða. Lífsbaráttan er hörð á þessum slóðum eins og greinilega kemur fram í viðtalinu, og margt sem kemur þar fram okkur afar framandi. Faðirinn segir þar að útlendingar hafi sýnt fjölskyldunni meiri samúð en yfirvöld í landinu, sem þó greiddu útfararkostnað hennar. Íslendingar hafa oft hlaupið undir bagga með illa stöddum samborgurum, og því ekki úr vegi að styrkja fjölskyldu stúlkunnar í Kabúl, sem féll í sjálfsmorðsárás á íslenska friðargæsluliða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun
Nú liggur fyrir að Íslendingar láta af stjórn flugvallarins í Kabúl í Afganistan í byrjun næsta árs, mun fyrr en upphaflega var áætlað. Nokkrir Íslendingar verða við störf á vellinum fram á mitt næsta ár undir stjórn Tyrkja. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrr í þessum mánuði er þátttaka okkar í friðargæslu mjög umdeild meðal þjóðarinnar. Segja má að hún skiptist í tvær nokkurn veginn jafn stórar fylkingar með og á móti þátttöku Íslendinga í friðargæslu. Ekki var marktækur munur á svörum karla og kvenna í könnuninni, en íbúar höfuðborgarsvæðisins voru hlynntari þátttöku okkar en landsbyggðarfólk.Könnunin var gerð eftir að uppvíst varð um teppakaup yfirmanns íslensku friðargæslunnar í Kabúl og dauða tveggja kvenna í miðborginni þegar gerð var sjálfsmorðsárás á Íslendingana sem stóðu fyrir utan teppabúðina. Yfirmaðurinn hefur verið kallaður heim vegna þessa atviks, og leiða má líkur að því að árásin hafi átt sinn þátt í að Íslendingar fara fyrr heim frá Kabúl en áætlað var. Að vísu segir yfirmaður friðargæslunnar að Íslendingar hafi aldrei fengið þann mannafla til starfa á flugvellinum sem lofað hafði verið, og það sé ástæðan fyrir því að við drögum okkur út úr þessu verkefni fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. . Myndir sem birtust hér í blaðinu af þungvopnuðum íslenskum friðargæsluliðum í Kabúl vöktu marga til umhugsunar, og afstaða þeirra sem spurðir voru á dögunum um friðargæsluna hefur eflaust mótast af þeim. Við erum ekki herþjóð og ekki vön að sjá Íslendinga í fullum herklæðum, líkt og þeir séu bandarískir hermenn í Írak. Við ættum frekar að taka þátt í friðargæslu, þar sem vopn og verjur eru ekki eins áberandi og þegar yfirmaðurinn í Kabúl fór í teppaleiðangur í eina hættulegustu götuna í Kabúl. Aðstæður á þeim stöðum þar sem friðargæslu er þörf eru gjarnan þannig að menn verða að bera vopn til að geta varið sig ef á þá er ráðist. Þannig hafa íslenskir lögregumenn sem farið hafa til starfa víða erlendis í áranna rás verið vopnaðir, en ekki eins áberandi og á Kjúklingastræti í Kabúl. Frásögnin í sunnudagsblaðinu af fjölskyldu afgönsku stúlkunnar sem lést í árásinni er átakanleg. Hún var aðeins 13 ára en vann samt fyrir fjölskyldu sinni með því að selja blöð og bækur eftir skóla á daginn, að sögn móður hennar. Faðirinn var nýkominn frá Íran þar sem hann reyndi að afla fjölskuyldunni tekna til að sjá fjölskyldu sinnni farborða. Lífsbaráttan er hörð á þessum slóðum eins og greinilega kemur fram í viðtalinu, og margt sem kemur þar fram okkur afar framandi. Faðirinn segir þar að útlendingar hafi sýnt fjölskyldunni meiri samúð en yfirvöld í landinu, sem þó greiddu útfararkostnað hennar. Íslendingar hafa oft hlaupið undir bagga með illa stöddum samborgurum, og því ekki úr vegi að styrkja fjölskyldu stúlkunnar í Kabúl, sem féll í sjálfsmorðsárás á íslenska friðargæsluliða.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun