Íslenskir jólaveinar frá Kína 28. nóvember 2004 00:01 Brian Pilkington, rithöfundur og myndlistarmaður, kom hingað fyrir tæpum þrjátíu árum í frí og fannst svo gaman að hann er enn þá í fríinu og langar ekkert heim. Hann hefur myndskreytt fjölda bóka og sjálfur skrifað textann í margar þeirra. Íslensk tröll hafa gengið í endurnýjun lífdaga í bókum Brians, nú síðast í bókinni um Dynk sem kom út á dögunum. Hvað heillar þig svo mjög við íslensku tröllin? "Það er svo óskaplega gaman að teikna þau. Tröllin heilla mig og það er auðvitað mikill plús að enginn veit alveg hvernig þau líta út. Ef ég teikna mynd af manneskju er alltaf hægt að segja, nei hún er ekki með svona stórt nef eða eitthvað í þá áttina. En ég get ekki gert mistök við að teikna tröll. Svo gera þau mig glaðan, ef ég er langt niðri þarf ég ekki annað en að grípa blýantinn og teikna tröll og þá er fýlan rokin úr mér. Mig langar að gera tröllabók fyrir fullorðna, heimspeki tröllanna með myndskreytingum." Brian hefur líka tekið íslensku jólasveinana að sér. "Þeir voru mjög sérstakt viðfangsefni. Enginn veit nákvæmlega hvernig þeir líta út frekar en tröllin en samt eru þeir svo fast greyptir í þjóðarsál Íslendinga. Það var frábært að vinna að þessu verkefni, ekki síst vegna þess hve viðtökurnar voru góðar." En á hverju byggir enskur listamaður íslenska jólasveina? "Ég byggði þá auðvitað fyrst og fremst á ljóðum Jóhannesar úr Kötlum því að það er ekki hægt að fjalla um jólasveina án þess að þær vísur komi við sögu. Mér var sagt nákvæmlega frá eiginleikum hvers jólasveins og svo teiknaði ég út frá því. Það eru samt ekki margar beinar útlitslýsingar í kvæðinu heldur dró ég frekar ályktanir um útlit þeirra af því hvað þeir gerðu. Sá sem borðar mikið kjöt, eins og Kjötkrókur, er líklega frekar þrekinn og þéttur á velli, svo dæmi sé tekið." Brian ber líka ábyrgð á því að jólasveinarnir komust alla leið til Kína. "Ég gerði styttur af jólasveinunum sem líka hafa fengið góðar viðtökur. Þeir eru framleiddir í Kína, steyptir og handmálaðir af einstakri nákvæmni og listfengi. Kínversku listamennirnir virtust alveg skilja út á hvað jólasveinarnir gengu, einna helst áttu þeir í vandræðum með að átta sig á íslensku kindinni eins og þeirri sem Stekkjastaur situr á. Kínverskar kindur eru víst töluvert öðruvísi en íslenskar. Stærri gerðin af jólasveinunum hefur verið fáanleg um nokkra hríð en nú ákvað ég að bæta við minni gerð sem verður hægt að hengja á jólatréð. Ég kíki út um gluggann minn hér í Skerjafirðinum og hugsa með mér að brátt renni skip í höfn með fullan gám af íslenskum jólasveinum frá Kína á vegum ensks myndlistarmanns." Íslensku jólasveinarnir heimsækja börn Brians á aðventunni eins og önnur börn en hafa ekki enn þá hnippt í hann til að segja honum álit sitt á styttunum. Jól Mest lesið Nostrað við hátíðarborðið Jól Englahárið á jólatrénu Jól Gyðingakökur Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Brotið blað um jól Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól
Brian Pilkington, rithöfundur og myndlistarmaður, kom hingað fyrir tæpum þrjátíu árum í frí og fannst svo gaman að hann er enn þá í fríinu og langar ekkert heim. Hann hefur myndskreytt fjölda bóka og sjálfur skrifað textann í margar þeirra. Íslensk tröll hafa gengið í endurnýjun lífdaga í bókum Brians, nú síðast í bókinni um Dynk sem kom út á dögunum. Hvað heillar þig svo mjög við íslensku tröllin? "Það er svo óskaplega gaman að teikna þau. Tröllin heilla mig og það er auðvitað mikill plús að enginn veit alveg hvernig þau líta út. Ef ég teikna mynd af manneskju er alltaf hægt að segja, nei hún er ekki með svona stórt nef eða eitthvað í þá áttina. En ég get ekki gert mistök við að teikna tröll. Svo gera þau mig glaðan, ef ég er langt niðri þarf ég ekki annað en að grípa blýantinn og teikna tröll og þá er fýlan rokin úr mér. Mig langar að gera tröllabók fyrir fullorðna, heimspeki tröllanna með myndskreytingum." Brian hefur líka tekið íslensku jólasveinana að sér. "Þeir voru mjög sérstakt viðfangsefni. Enginn veit nákvæmlega hvernig þeir líta út frekar en tröllin en samt eru þeir svo fast greyptir í þjóðarsál Íslendinga. Það var frábært að vinna að þessu verkefni, ekki síst vegna þess hve viðtökurnar voru góðar." En á hverju byggir enskur listamaður íslenska jólasveina? "Ég byggði þá auðvitað fyrst og fremst á ljóðum Jóhannesar úr Kötlum því að það er ekki hægt að fjalla um jólasveina án þess að þær vísur komi við sögu. Mér var sagt nákvæmlega frá eiginleikum hvers jólasveins og svo teiknaði ég út frá því. Það eru samt ekki margar beinar útlitslýsingar í kvæðinu heldur dró ég frekar ályktanir um útlit þeirra af því hvað þeir gerðu. Sá sem borðar mikið kjöt, eins og Kjötkrókur, er líklega frekar þrekinn og þéttur á velli, svo dæmi sé tekið." Brian ber líka ábyrgð á því að jólasveinarnir komust alla leið til Kína. "Ég gerði styttur af jólasveinunum sem líka hafa fengið góðar viðtökur. Þeir eru framleiddir í Kína, steyptir og handmálaðir af einstakri nákvæmni og listfengi. Kínversku listamennirnir virtust alveg skilja út á hvað jólasveinarnir gengu, einna helst áttu þeir í vandræðum með að átta sig á íslensku kindinni eins og þeirri sem Stekkjastaur situr á. Kínverskar kindur eru víst töluvert öðruvísi en íslenskar. Stærri gerðin af jólasveinunum hefur verið fáanleg um nokkra hríð en nú ákvað ég að bæta við minni gerð sem verður hægt að hengja á jólatréð. Ég kíki út um gluggann minn hér í Skerjafirðinum og hugsa með mér að brátt renni skip í höfn með fullan gám af íslenskum jólasveinum frá Kína á vegum ensks myndlistarmanns." Íslensku jólasveinarnir heimsækja börn Brians á aðventunni eins og önnur börn en hafa ekki enn þá hnippt í hann til að segja honum álit sitt á styttunum.
Jól Mest lesið Nostrað við hátíðarborðið Jól Englahárið á jólatrénu Jól Gyðingakökur Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Brotið blað um jól Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól