Flottir Hljómar Egill Helgason skrifar 2. desember 2004 00:01 Hljómar: Hljómar. Zonet 2004 Á Beach Boys tónleikunum varð mér hugsað til þess að þessir karlar hefðu getað notað mann eins og Gunnar Þórðarson í bandið. Þarna fluttu þeir eintóm lög sem eru samin fyrir 1970 - flest álíka gömul og Bláu augun þín - en á undan hafði Gunnar komið fram með Hljómum, allir á sjötugsaldri, og spiluðu bara nýtt efni. Mér fannst þetta hljóma svo vel hjá þeim að ég rauk upp í Skífu á Laugaveginum og keypti plötuna. Kemur það satt að segja mjög á óvart að sjá hana neðarlega á sölulistum. Kannski er ekkert að marka þá ennþá - salan er líklega ekki komin í gang. Skemmst er frá því að segja að þetta er prýðileg plata. Heilsteyptari en Hljómaplatan sem kom út í fyrra. Það er meiri áhersla lögð á sönginn - líklega hafa Hljómarnir aldrei lagt jafn mikið í raddsetningar. Engilbert Jensen fer á kostum - raddir hinna eru eins og blaktandi vefur á bak við. Áhrifin frá Beach Boys og Brian Wilson eru greinileg þótt bítlið sé líka til staðar - spila- og sönggleðin er ósvikin. Ég sé í tölvunni hjá mér að ég er búinn að spila sum lögin fimmtán sinnum, þau hljóma í kollinum á manni þegar maður vaknar á morgnana og burstar tennurnar á kvöldin - það er ótrulegt hvað Gunnar getur samið af svona melódíum og hættir ekki þótt flestir jafnaldrar hans í rokkinu séu löngu útbrunnir. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Hljómar: Hljómar. Zonet 2004 Á Beach Boys tónleikunum varð mér hugsað til þess að þessir karlar hefðu getað notað mann eins og Gunnar Þórðarson í bandið. Þarna fluttu þeir eintóm lög sem eru samin fyrir 1970 - flest álíka gömul og Bláu augun þín - en á undan hafði Gunnar komið fram með Hljómum, allir á sjötugsaldri, og spiluðu bara nýtt efni. Mér fannst þetta hljóma svo vel hjá þeim að ég rauk upp í Skífu á Laugaveginum og keypti plötuna. Kemur það satt að segja mjög á óvart að sjá hana neðarlega á sölulistum. Kannski er ekkert að marka þá ennþá - salan er líklega ekki komin í gang. Skemmst er frá því að segja að þetta er prýðileg plata. Heilsteyptari en Hljómaplatan sem kom út í fyrra. Það er meiri áhersla lögð á sönginn - líklega hafa Hljómarnir aldrei lagt jafn mikið í raddsetningar. Engilbert Jensen fer á kostum - raddir hinna eru eins og blaktandi vefur á bak við. Áhrifin frá Beach Boys og Brian Wilson eru greinileg þótt bítlið sé líka til staðar - spila- og sönggleðin er ósvikin. Ég sé í tölvunni hjá mér að ég er búinn að spila sum lögin fimmtán sinnum, þau hljóma í kollinum á manni þegar maður vaknar á morgnana og burstar tennurnar á kvöldin - það er ótrulegt hvað Gunnar getur samið af svona melódíum og hættir ekki þótt flestir jafnaldrar hans í rokkinu séu löngu útbrunnir.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira