Heimagert konfekt: Trufflur, möndlutoppar og fylltar döðlur 6. desember 2004 00:01 Í huga margra er konfektgerð ómissandi hluti jólaundirbúningsins. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að leggja jólabaksturinn á hilluna og hafa eintómt konfekt í baukum á jólaföstunni. Öðrum vex konfektgerðin í augum og leggja ekki í hana. Hér eru nokkrar einfaldar uppskriftir að konfekti sem tilvalið er að eiga og bjóða upp á meðan beðið er eftir jólunum og á jólunum sjálfum. Ef maður ætlar að eyða heilli kvöldstund í að útbúa sitt eigið konfekt er best að velja gott hráefni og splæsa nokkrum aukakrónum í gæðasúkkulaði, því það skilar sér óneitanlega og forðar konfektinu frá því að verða að hversdagslegu sælgæti.Hnossgæti með appelsínum og koníakiFyrst er uppskrift að svokölluðum trufflum. Þær eru tvenns konar en byggðar á sama grunni, önnur uppskriftin er með rifnum appelsínuberki og hin er bragðbætt með koníaki. Grunnurinn 1/2 l rjómi 550 g suðusúkkulaði 125 smjör Brytjið súkkulaðið og hakkið það svo í duft í matvinnsluvél. Hafið ekki áhyggjur þótt súkkulaðið bráðni ögn. Hitið rjómann að suðumarki í potti. Hellið súkkulaðiduftinu í skál og hrærið rjómanum saman við. Þegar rjóminn og súkkulaðið hafa samlagast er smjörinu svo bætt við. Hrærið vel.Appelsínutrufflur (um 50) 1/2 skammtur af grunninum börkur af einni appelsínu 100 g kakó Rífið appelsínubörkinn með fínu rifjárni og blandið svo berkinum saman við grunninn. Látið stífna yfir nótt. Setjið kakó í fat. Búið til kúlur með teskeið eða í höndunum og veltið þeim upp úr kakóinu. Geymið trufflurnar í loftþéttu boxi í ísskáp eða frysti og veltið þeim aftur upp úr kakói áður en þær eru bornar fram. Massann má einnig setja í lítil konfektform, sem óneitanlega auðveldar geymslu á konfektinu og framreiðslu þess einnig.Koníakstrufflur (um 50)1/2 skammtur af grunninum 4 msk. koníak 100 g kakó Hrærið koníakið saman við grunninn. Það er alls ekki bannað að nota meira koníak en gert er ráð fyrir í uppskriftinni en hafið samt í huga að koníaksbragðið verður sterkara þegar trufflurnar eru orðnar kaldar. Látið stífna yfir nótt. Setjið kakó í fat. Búið til kúlur með teskeið eða í höndunum og veltið þeim upp úr kakóinu. Geymið trufflurnar í loftþéttu boxi í ísskáp eða frysti og veltið þeim aftur upp úr kakói áður en þær eru bornar fram. Eins og appelsínutrufflurnar má einnig setja koníakstrufflurnar í lítil konfektform.Möndlutoppar með súkkulaði (um 40)150 g grófsaxaðar möndlur 300 g hvítt súkkulaði eða 250 g mjólkur-/suðusúkkulaði Hitið súkkulaði á lágum hita (sumir hita alltaf súkkulaði í vatnsbaði en lágur hiti og góður pottur er í lagi og einfaldar málið). Setjið möndlurnar út í súkkulaðið. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og mótið toppana með tveimur teskeiðum. Látið súkkulaðið harðna og látið þá möndlutoppana í loftþétt box. Geymið í ísskáp.Gamaldags vanillukaramellur (um 50)250 g sykur 2,5 dl rjómi 30 g smjör 50 g hunang 1 vanillustöng Blandið innihaldinu saman á pönnu með þykkum botni. Hitið hægt að suðu og hrærið stöðugt í. Látið sjóða um 20 mínútur eða þangað til karamellumassinn er lítillega farinn að dökkna. Klæðið form sem er 15x15 cm á stærð með smjörpappír, hellið karamellumassanum í formið og kælið. Þegar karamellumassinn er orðinn kaldur er hann skorinn í tveggja cm teninga. Þessar karamellur getur verið skemmtilegt að pakka til dæmis í sellófan. Geymið í lofþéttu boxi. Þessar karamellur eru mjúkar undir tönn. Geymið í loftþéttu boxi í ísskáp.Fylltar döðlur (um 30)30 döðlur 300 g marsípan 50 g hvítt súkkulaði sérrí/líkjör ef vill Skerið döðlurnar endilangar og takið steinin úr. Þrýstið þá um 10 g af marsípani í hverja döðlu. Þeir sem það kjósa dreypa einnig sérrí/líkjör meðfram marsípaninu. Bræðið súkkulaðið og látið renna yfir döðlurnar. Gott er að nota rjómasprautu en ef hún er ekki til má notast við lítinn plastpoka sem búið er að klippa örlítið gat á eða bara teskeið. Geymið í loftþéttu boxi í ísskáp.Harðar karamellur1 dl rjómi 1 dl ljóst síróp 1dl sykur 1 msk. kakó 1/2 dl fínt saxaðar möndlur Blandið öllu innihaldinu nema möndlunum saman í potti og sjóðið í um 20 mínútur eða þangða til massinn er farinn að þykkjast nokkuð. Bætið möndlunum saman við og hellið massanum strax í ofnskúffu og breiðið úr honum með spaða. Brjótið karamelluna í stykki þegar hún hefur harðnað. Geymið í loftþéttu boxi í ísskáp.Súkkulaðikaramellur (um 60)100 g smjör 2 dl rjómi 2 dl sykur 1 dl dökkur púðursykur 1 dl ljóst sýróp 3 msk kakó Bræðið smjörið í potti eða pönnu. Blandið öðru innihaldi saman við og látið sjóða í 15 til 30 mínútur því lengur sem yfirborðið er minna, þ.e. potturinn minni. Hrærið reglulega í og gætið þess að karamellan brenni ekki við. Smyrjið bökunarplötu með olíu, hellið karamellumassanum á plötuna og látið kólna (einnig má láta karamelluna kólna í smurðu jólakökuformi). Skerið þá karamelluna í ferninga. Geymið í loftþéttu boxi í ísskáp eða frysti.Valhnetutoppar100 g valhnetukjarnar 100 g dökkt súkkulaði Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði eða við vægan hita í potti. Hjúpið valhneturnar í súkkulaðinu. Látið kólna. Geymið í loftþéttu íláti í ísskáp.Konfekt úr marsipaniMarsipan suðusúkkulaði bragðefni, t.d. möndluspænir, sérrí, kókosmjöl eða döðlur. Marsipan er góður grunnur í einfalt konfekt. Þá er bragðefni af einhverri gerð hnoðað upp í það og síðan búnar til kúlur sem dýft er í bráðið suðusúkkulaði. Ef notaðar eru möndlur eða kókosmjöl er upplagt að geyma nokkrar flögur til skreytingar. Geymið konfektið í loftþéttu boxi í ísskáp. Eftirréttir Trufflur Uppskriftir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Í huga margra er konfektgerð ómissandi hluti jólaundirbúningsins. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að leggja jólabaksturinn á hilluna og hafa eintómt konfekt í baukum á jólaföstunni. Öðrum vex konfektgerðin í augum og leggja ekki í hana. Hér eru nokkrar einfaldar uppskriftir að konfekti sem tilvalið er að eiga og bjóða upp á meðan beðið er eftir jólunum og á jólunum sjálfum. Ef maður ætlar að eyða heilli kvöldstund í að útbúa sitt eigið konfekt er best að velja gott hráefni og splæsa nokkrum aukakrónum í gæðasúkkulaði, því það skilar sér óneitanlega og forðar konfektinu frá því að verða að hversdagslegu sælgæti.Hnossgæti með appelsínum og koníakiFyrst er uppskrift að svokölluðum trufflum. Þær eru tvenns konar en byggðar á sama grunni, önnur uppskriftin er með rifnum appelsínuberki og hin er bragðbætt með koníaki. Grunnurinn 1/2 l rjómi 550 g suðusúkkulaði 125 smjör Brytjið súkkulaðið og hakkið það svo í duft í matvinnsluvél. Hafið ekki áhyggjur þótt súkkulaðið bráðni ögn. Hitið rjómann að suðumarki í potti. Hellið súkkulaðiduftinu í skál og hrærið rjómanum saman við. Þegar rjóminn og súkkulaðið hafa samlagast er smjörinu svo bætt við. Hrærið vel.Appelsínutrufflur (um 50) 1/2 skammtur af grunninum börkur af einni appelsínu 100 g kakó Rífið appelsínubörkinn með fínu rifjárni og blandið svo berkinum saman við grunninn. Látið stífna yfir nótt. Setjið kakó í fat. Búið til kúlur með teskeið eða í höndunum og veltið þeim upp úr kakóinu. Geymið trufflurnar í loftþéttu boxi í ísskáp eða frysti og veltið þeim aftur upp úr kakói áður en þær eru bornar fram. Massann má einnig setja í lítil konfektform, sem óneitanlega auðveldar geymslu á konfektinu og framreiðslu þess einnig.Koníakstrufflur (um 50)1/2 skammtur af grunninum 4 msk. koníak 100 g kakó Hrærið koníakið saman við grunninn. Það er alls ekki bannað að nota meira koníak en gert er ráð fyrir í uppskriftinni en hafið samt í huga að koníaksbragðið verður sterkara þegar trufflurnar eru orðnar kaldar. Látið stífna yfir nótt. Setjið kakó í fat. Búið til kúlur með teskeið eða í höndunum og veltið þeim upp úr kakóinu. Geymið trufflurnar í loftþéttu boxi í ísskáp eða frysti og veltið þeim aftur upp úr kakói áður en þær eru bornar fram. Eins og appelsínutrufflurnar má einnig setja koníakstrufflurnar í lítil konfektform.Möndlutoppar með súkkulaði (um 40)150 g grófsaxaðar möndlur 300 g hvítt súkkulaði eða 250 g mjólkur-/suðusúkkulaði Hitið súkkulaði á lágum hita (sumir hita alltaf súkkulaði í vatnsbaði en lágur hiti og góður pottur er í lagi og einfaldar málið). Setjið möndlurnar út í súkkulaðið. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og mótið toppana með tveimur teskeiðum. Látið súkkulaðið harðna og látið þá möndlutoppana í loftþétt box. Geymið í ísskáp.Gamaldags vanillukaramellur (um 50)250 g sykur 2,5 dl rjómi 30 g smjör 50 g hunang 1 vanillustöng Blandið innihaldinu saman á pönnu með þykkum botni. Hitið hægt að suðu og hrærið stöðugt í. Látið sjóða um 20 mínútur eða þangað til karamellumassinn er lítillega farinn að dökkna. Klæðið form sem er 15x15 cm á stærð með smjörpappír, hellið karamellumassanum í formið og kælið. Þegar karamellumassinn er orðinn kaldur er hann skorinn í tveggja cm teninga. Þessar karamellur getur verið skemmtilegt að pakka til dæmis í sellófan. Geymið í lofþéttu boxi. Þessar karamellur eru mjúkar undir tönn. Geymið í loftþéttu boxi í ísskáp.Fylltar döðlur (um 30)30 döðlur 300 g marsípan 50 g hvítt súkkulaði sérrí/líkjör ef vill Skerið döðlurnar endilangar og takið steinin úr. Þrýstið þá um 10 g af marsípani í hverja döðlu. Þeir sem það kjósa dreypa einnig sérrí/líkjör meðfram marsípaninu. Bræðið súkkulaðið og látið renna yfir döðlurnar. Gott er að nota rjómasprautu en ef hún er ekki til má notast við lítinn plastpoka sem búið er að klippa örlítið gat á eða bara teskeið. Geymið í loftþéttu boxi í ísskáp.Harðar karamellur1 dl rjómi 1 dl ljóst síróp 1dl sykur 1 msk. kakó 1/2 dl fínt saxaðar möndlur Blandið öllu innihaldinu nema möndlunum saman í potti og sjóðið í um 20 mínútur eða þangða til massinn er farinn að þykkjast nokkuð. Bætið möndlunum saman við og hellið massanum strax í ofnskúffu og breiðið úr honum með spaða. Brjótið karamelluna í stykki þegar hún hefur harðnað. Geymið í loftþéttu boxi í ísskáp.Súkkulaðikaramellur (um 60)100 g smjör 2 dl rjómi 2 dl sykur 1 dl dökkur púðursykur 1 dl ljóst sýróp 3 msk kakó Bræðið smjörið í potti eða pönnu. Blandið öðru innihaldi saman við og látið sjóða í 15 til 30 mínútur því lengur sem yfirborðið er minna, þ.e. potturinn minni. Hrærið reglulega í og gætið þess að karamellan brenni ekki við. Smyrjið bökunarplötu með olíu, hellið karamellumassanum á plötuna og látið kólna (einnig má láta karamelluna kólna í smurðu jólakökuformi). Skerið þá karamelluna í ferninga. Geymið í loftþéttu boxi í ísskáp eða frysti.Valhnetutoppar100 g valhnetukjarnar 100 g dökkt súkkulaði Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði eða við vægan hita í potti. Hjúpið valhneturnar í súkkulaðinu. Látið kólna. Geymið í loftþéttu íláti í ísskáp.Konfekt úr marsipaniMarsipan suðusúkkulaði bragðefni, t.d. möndluspænir, sérrí, kókosmjöl eða döðlur. Marsipan er góður grunnur í einfalt konfekt. Þá er bragðefni af einhverri gerð hnoðað upp í það og síðan búnar til kúlur sem dýft er í bráðið suðusúkkulaði. Ef notaðar eru möndlur eða kókosmjöl er upplagt að geyma nokkrar flögur til skreytingar. Geymið konfektið í loftþéttu boxi í ísskáp.
Eftirréttir Trufflur Uppskriftir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira