Útlendingar skoða meðferð sauðfjár 10. desember 2004 00:01 Allar líkur eru á því að íslenska lambakjötið fái á næsta ári sérstaka vottun frá verslunarkeðjunni Whole Foods Markets um góða meðferð sauðfjár að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra Áforms. Baldvin segir þetta afar mikilvægt þar sem verslunarkeðjan sé með mjög kröfuharða gæðastýringu sem njóti mikillar virðingar á markaðnum. "Fyrirtækið hefur sett upp sínar eigin reglugerðir um meðferð dýra," segir Baldvin. "Til dæmis er til reglugerð um meðferð anda á andabúgörðum. Samkvæmt henni eiga endur sem fæðast með sundfit að fá að synda á líftímanum. Það er hin siðferðilega skylda mannins gagnvart öndunum. Þetta lýsir ágætlega hugsanaganginum innan fyrirtækisins." Baldvin segir að bændur frá að Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum og Íslandi hafi verið vinna með Whole Foods Markets að reglugerð um meðferð sauðfjár. "Það er von á hópi manna hingað til lands í janúar til að skoða meðferð dýra hér. Við erum að mörgu leyti að stunda búskap með gamla laginu og það er einmitt það sem þeim finnst jákvætt. Það má því segja að það sé að koma okkur vel núna að vera ekki komnir lengra á veg í verksmiðjuþróuninni en raun ber vitni. Það er meðvituð ákvörðun að koma hingað til lands á þessum árstíma því þeir vilja sjá hvernig búskapurinn er um miðjan vetur þegar aðstæður eru sem verstar. Þeir ætla að sjá hvernig íslenskir bændur stunda sjálfbæran landbúnað þrátt fyrir legu landsins. Í framhaldinu munu þeir væntanlega benda bændum sem stunda búskap við betri skilyrði annars staðar í heiminum á það hvernig þetta sé gert hér. Þeir munu án efa spyrja þá bændur hvers vegna þeir geti ekki stundað búskap á jafn skynsaman hátt og á Íslandi sem sé nálægt norður heimskautinu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Allar líkur eru á því að íslenska lambakjötið fái á næsta ári sérstaka vottun frá verslunarkeðjunni Whole Foods Markets um góða meðferð sauðfjár að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra Áforms. Baldvin segir þetta afar mikilvægt þar sem verslunarkeðjan sé með mjög kröfuharða gæðastýringu sem njóti mikillar virðingar á markaðnum. "Fyrirtækið hefur sett upp sínar eigin reglugerðir um meðferð dýra," segir Baldvin. "Til dæmis er til reglugerð um meðferð anda á andabúgörðum. Samkvæmt henni eiga endur sem fæðast með sundfit að fá að synda á líftímanum. Það er hin siðferðilega skylda mannins gagnvart öndunum. Þetta lýsir ágætlega hugsanaganginum innan fyrirtækisins." Baldvin segir að bændur frá að Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum og Íslandi hafi verið vinna með Whole Foods Markets að reglugerð um meðferð sauðfjár. "Það er von á hópi manna hingað til lands í janúar til að skoða meðferð dýra hér. Við erum að mörgu leyti að stunda búskap með gamla laginu og það er einmitt það sem þeim finnst jákvætt. Það má því segja að það sé að koma okkur vel núna að vera ekki komnir lengra á veg í verksmiðjuþróuninni en raun ber vitni. Það er meðvituð ákvörðun að koma hingað til lands á þessum árstíma því þeir vilja sjá hvernig búskapurinn er um miðjan vetur þegar aðstæður eru sem verstar. Þeir ætla að sjá hvernig íslenskir bændur stunda sjálfbæran landbúnað þrátt fyrir legu landsins. Í framhaldinu munu þeir væntanlega benda bændum sem stunda búskap við betri skilyrði annars staðar í heiminum á það hvernig þetta sé gert hér. Þeir munu án efa spyrja þá bændur hvers vegna þeir geti ekki stundað búskap á jafn skynsaman hátt og á Íslandi sem sé nálægt norður heimskautinu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira