Verðið lækkar með aukinni notkun 10. desember 2004 00:01 Af hálfu ríkisins eru ekki uppi fyrirætlanir um að beita sér fyrir breytingum til lækkunar á verðskránni sem Farice sæstrengurinn styðst við, að sögn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Netþjónustur hafa lýst því að vegna kostnaðar við gagnaflutninga um strenginn verði þau að takmarka erlent niðurhal af netinu með umframgjaldtöku. Ekki er nýttur nema tíundihluti gagnaflutningsgetunnar sem nú stendur til boða um strenginn. "Ég vil nú í fyrsta lagi segja að ég beitti mér fyrir því á sínum tíma sem samgönguráðherra að farið var út í að leggja þennan streng. Það var vegna þess að ég hafði farið út í að gera úttekt á sambandsöryggi við landið og niðurstaðan var sú að algjörlega væri nauðsynlegt væri að leggja annan streng," sagði Sturla. "Síðan er það náttúrlega markaðurinn sem ræður þarna framboði og eftirspurn. CANTAT-3 strengurinn er til staðar ennþá og svo er bullandi samkeppni á milli símafyrirtækja." Ráðherrann sagðist hins vegar leggja mikla áherslu á að afkastagetan sé nýtt sem mest og best í þágu neytenda. "Öryggið er til staðar og til lengri tíma litið er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir símafyrirtækin að verð séu hagstæð þannig að umferð um Farice strenginn og viðskipti aukist," sagði Sturla og taldi fráleitt að stóru fjarskiptafyrirtækin tvö, sem að Farice standa, Og Vodafone og Síminn, gætu séð sér hag í því að haga verðlagningunni þannig að smærri netþjónustur treystu sér ekki til að skipta við strenginn. "Það væri þá alveg nýtt af nálinni og kæmi mér mikið á óvart ef þar væri um eitthvað bandalag að ræða." Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir enga formlega endurskoðun gagnaflutningsverðs í gangi. "Við fylgjumst hins vegar með og svo er lykilatriði að um leið og einhver kaupir af okkur viðbót. Sama hvort það er einhver nýr, eða núverandi kúnnar, þá hefur það þau áhrif að gjaldskráin lækkar," segir hann. "Gjaldskráin þarf bara að skila ákveðnum tekjum og því lækkar einingaverðið ef einhver kaupir meira." Guðmundur segir það ákvörðun stjórnar hvenær slíkar breytingar á gjaldskrá gætu átt sér stað. "En yfirleitt fer þessi endurskoðun fram í árslok." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Af hálfu ríkisins eru ekki uppi fyrirætlanir um að beita sér fyrir breytingum til lækkunar á verðskránni sem Farice sæstrengurinn styðst við, að sögn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Netþjónustur hafa lýst því að vegna kostnaðar við gagnaflutninga um strenginn verði þau að takmarka erlent niðurhal af netinu með umframgjaldtöku. Ekki er nýttur nema tíundihluti gagnaflutningsgetunnar sem nú stendur til boða um strenginn. "Ég vil nú í fyrsta lagi segja að ég beitti mér fyrir því á sínum tíma sem samgönguráðherra að farið var út í að leggja þennan streng. Það var vegna þess að ég hafði farið út í að gera úttekt á sambandsöryggi við landið og niðurstaðan var sú að algjörlega væri nauðsynlegt væri að leggja annan streng," sagði Sturla. "Síðan er það náttúrlega markaðurinn sem ræður þarna framboði og eftirspurn. CANTAT-3 strengurinn er til staðar ennþá og svo er bullandi samkeppni á milli símafyrirtækja." Ráðherrann sagðist hins vegar leggja mikla áherslu á að afkastagetan sé nýtt sem mest og best í þágu neytenda. "Öryggið er til staðar og til lengri tíma litið er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir símafyrirtækin að verð séu hagstæð þannig að umferð um Farice strenginn og viðskipti aukist," sagði Sturla og taldi fráleitt að stóru fjarskiptafyrirtækin tvö, sem að Farice standa, Og Vodafone og Síminn, gætu séð sér hag í því að haga verðlagningunni þannig að smærri netþjónustur treystu sér ekki til að skipta við strenginn. "Það væri þá alveg nýtt af nálinni og kæmi mér mikið á óvart ef þar væri um eitthvað bandalag að ræða." Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir enga formlega endurskoðun gagnaflutningsverðs í gangi. "Við fylgjumst hins vegar með og svo er lykilatriði að um leið og einhver kaupir af okkur viðbót. Sama hvort það er einhver nýr, eða núverandi kúnnar, þá hefur það þau áhrif að gjaldskráin lækkar," segir hann. "Gjaldskráin þarf bara að skila ákveðnum tekjum og því lækkar einingaverðið ef einhver kaupir meira." Guðmundur segir það ákvörðun stjórnar hvenær slíkar breytingar á gjaldskrá gætu átt sér stað. "En yfirleitt fer þessi endurskoðun fram í árslok."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira