Nottla gegt gaman 14. desember 2004 00:01 Unga fólkið hefur skapað sér sitt eigið tungutak. Það hefur orðið til með nýjum samskiptaleiðum þar sem lítið pláss og mikill hraði ráða för. SMS og MSN er vettvangur samskipta ungmenna og ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað þeim fer á milli. Fjöldi orða er skrifaður með öðrum hætti en áður hefur tíðkast og gjarnan er reynt að stafsetja þau í takt við hljóminn. Saman við hinn nýja rithátt íslenskunnar blandast svo nokkrir kimar enskrar tungu og ber þar mest á þremur meginþáttum, það er; hefðbundnum enskum slettum, bölvi og ragni á ensku og skammstöfunum orða og orðasambanda á ensku. Bölvið og ragnið verður ekki tíundað sérstaklega hér en sem dæmi um enskar skammstafanir má nefna; lol (lots of laughs) og omg (oh my good). Þá eru ýmis tákn mikið notuð og fer þar mest fyrir brosköllum með mismunandi svipbrigðum sem ætlað er að leggja áherslu á hið ritaða mál. Dæmi um MSN og SMS orðSlangur Þýðir Slangur ÞýðirEttaÞettaAllavenaAlla vegannaGeðeiktGeðveiktEssuÞessuGegtGeðveiktGeturru?Geturðu?GeggtGeðveiktEikkurEinhverMarMaðurNebbleaNefnilegaMarrMaðurAtlaru?Ætlarðu?NottlaNáttúrulegaSolisSvoleiðisEillegaEiginlegaSollisSvoleiðisEikkaðEitthvaðHuxaHugsaEikkaEitthvaðAuddaAuðvitaðEkkaEitthvaðÆslegtÆðislegtKasseiru?Hvað segirðu?NáttlegaNáttúrulega Það má heita athyglisvert að ungt fólk á afar gott með að skilja hvert annað þrátt fyrir að orðfærið sé á köflum nánast óskiljanlegt þeim sem eldri eru. Virðist sem vindar í þessum efnum blási með sama hætti um flestar þær þúfur sem ungmenni fyrirfinnast á. Það má líka heita athyglisvert að aðlögunarhæfni unga fólksins er gríðarmikil því flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að krakkarnir ættu næsta auðvelt með að skipta um rithátt eftir viðfangsefnum. SMS- og MSN-málið nær aðeins í litlum mæli inn í skólastofurnar og þegar foreldrum eða öðrum fullorðnum eru send skilaboð eru þau skrifuð á hefðbundnu máli. Því má segja að krakkarnir tali tungum tveim. SMSOGMSNSMS er skilaboðakerfi farsíma. Í því er hægt að skrifa stuttan texta og senda á milli símanna. Textinn er skrifaður með tölustafahnöppum símans og eru þrír til fjórir bókstafir á bak við hvern tölustaf. Vanalega eru skilaboðin skrifuð með þumalfingrunum sem fyrir vikið eru orðnir sá líkamshluti sem unglingar nota hvað mest. Skilaboðin þurfa að vera stuttorð og hnitmiðuð þar sem símaskjárinn er jafnan lítill og plássið takmarkað.MSN er samskiptakerfi í tölvum þar sem hægt er að senda skilaboð á milli tveggja eða fleiri tölva á örskotsstundu. Skilaboðin eru slegin inn á lyklaborði tölvunnar. Samskiptin fara fram á miklum hraða og því gildir að nota sem fæsta stafi í orðin til að koma skilaboðunum sem fyrst frá sér. Þannig fær maður jú svörin fyrr. Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Unga fólkið hefur skapað sér sitt eigið tungutak. Það hefur orðið til með nýjum samskiptaleiðum þar sem lítið pláss og mikill hraði ráða för. SMS og MSN er vettvangur samskipta ungmenna og ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað þeim fer á milli. Fjöldi orða er skrifaður með öðrum hætti en áður hefur tíðkast og gjarnan er reynt að stafsetja þau í takt við hljóminn. Saman við hinn nýja rithátt íslenskunnar blandast svo nokkrir kimar enskrar tungu og ber þar mest á þremur meginþáttum, það er; hefðbundnum enskum slettum, bölvi og ragni á ensku og skammstöfunum orða og orðasambanda á ensku. Bölvið og ragnið verður ekki tíundað sérstaklega hér en sem dæmi um enskar skammstafanir má nefna; lol (lots of laughs) og omg (oh my good). Þá eru ýmis tákn mikið notuð og fer þar mest fyrir brosköllum með mismunandi svipbrigðum sem ætlað er að leggja áherslu á hið ritaða mál. Dæmi um MSN og SMS orðSlangur Þýðir Slangur ÞýðirEttaÞettaAllavenaAlla vegannaGeðeiktGeðveiktEssuÞessuGegtGeðveiktGeturru?Geturðu?GeggtGeðveiktEikkurEinhverMarMaðurNebbleaNefnilegaMarrMaðurAtlaru?Ætlarðu?NottlaNáttúrulegaSolisSvoleiðisEillegaEiginlegaSollisSvoleiðisEikkaðEitthvaðHuxaHugsaEikkaEitthvaðAuddaAuðvitaðEkkaEitthvaðÆslegtÆðislegtKasseiru?Hvað segirðu?NáttlegaNáttúrulega Það má heita athyglisvert að ungt fólk á afar gott með að skilja hvert annað þrátt fyrir að orðfærið sé á köflum nánast óskiljanlegt þeim sem eldri eru. Virðist sem vindar í þessum efnum blási með sama hætti um flestar þær þúfur sem ungmenni fyrirfinnast á. Það má líka heita athyglisvert að aðlögunarhæfni unga fólksins er gríðarmikil því flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að krakkarnir ættu næsta auðvelt með að skipta um rithátt eftir viðfangsefnum. SMS- og MSN-málið nær aðeins í litlum mæli inn í skólastofurnar og þegar foreldrum eða öðrum fullorðnum eru send skilaboð eru þau skrifuð á hefðbundnu máli. Því má segja að krakkarnir tali tungum tveim. SMSOGMSNSMS er skilaboðakerfi farsíma. Í því er hægt að skrifa stuttan texta og senda á milli símanna. Textinn er skrifaður með tölustafahnöppum símans og eru þrír til fjórir bókstafir á bak við hvern tölustaf. Vanalega eru skilaboðin skrifuð með þumalfingrunum sem fyrir vikið eru orðnir sá líkamshluti sem unglingar nota hvað mest. Skilaboðin þurfa að vera stuttorð og hnitmiðuð þar sem símaskjárinn er jafnan lítill og plássið takmarkað.MSN er samskiptakerfi í tölvum þar sem hægt er að senda skilaboð á milli tveggja eða fleiri tölva á örskotsstundu. Skilaboðin eru slegin inn á lyklaborði tölvunnar. Samskiptin fara fram á miklum hraða og því gildir að nota sem fæsta stafi í orðin til að koma skilaboðunum sem fyrst frá sér. Þannig fær maður jú svörin fyrr.
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira