Fordæmi fyrir íhlutun stjórnvalda 16. desember 2004 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi. Útlendingastofnun hefur gefið út staðfestingu á dvalarleyfi Fishers að ósk utanríkis- og dómsmálaráðherra. Telja má harla ólíklegt að skákmeistarinn hefði fengið dvalarleyfi ef til afskipta þeirra hefði ekki komið, enda ekki hlaupið að því fyrir vegabréfalausa útlendinga að fá slíkt leyfi hér á landi. Georg segir þó nokkur dæmi þess að menn hafi fengið dvalarleyfi án vegabréfs hér á landi, en þau séu ekki mörg. Í staðfestingu Útlendingastofnunar kemur ekki fram hvers kyns dvalareyfi er um að ræða, né heldur lengi það verður í gildi. Leiða má að því líkur að ef Fisher óskar eftir flóttamannahæli hér á landi, þurfi stjórnvöld enn á ný að koma að máli því í reglum um hælisveitingu segir að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Frá árinu 1998 hafa 380 sótt um en aðeins einn fengið. Meðaltalið er einn af hverjum tíu í Evrópu. Georg segir að fljótt á litið uppfylli Bobby Fischer ekki skilyrði til þess að fá hér pólitískt hæli, en hins vegar sé í lagi að veita honum dvalarleyfi, enda sé þar stór munur á. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn krafist þess að japönsk stjórnvöld framselji Fisher. Framsalssamningur í gildi milli Bandaríkjanna og Íslands og því má ætla að ákvörðun um að veita Fisher dvalarleyfi hér hafi verið tekin með með vitund og samþykki bandarískra stjórnvalda. Georg segir þó sér sé ekki kunnugt um það, en hann gerir ráð fyrir að búið hafi verið mað ganga frá þeim málum. Í jafnræðisreglu Útlendingastofnunar er kveðið á um að einstaklingar standi jafnfætis gangvart þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Í Útlendingalögum segir þó að Útlendingastofnun skuli framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Georg segir það oft hafa komið fyrir að íslensk stjórnvöld hafi komið að máli einstaklinga líkt og nú, en vill þó ekki nefna nein dæmi þar um. Þegar og ef skáksnillingurinn kemur hingað til lands fær hann svokallað útlendinga vegabréf, sem gerir honum kleift að ferðast til annarra landa. Aðgang að heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi Íslendinga fær hann lögum samkvæmt eftir sex mánaðar Íslandsdvöl. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi. Útlendingastofnun hefur gefið út staðfestingu á dvalarleyfi Fishers að ósk utanríkis- og dómsmálaráðherra. Telja má harla ólíklegt að skákmeistarinn hefði fengið dvalarleyfi ef til afskipta þeirra hefði ekki komið, enda ekki hlaupið að því fyrir vegabréfalausa útlendinga að fá slíkt leyfi hér á landi. Georg segir þó nokkur dæmi þess að menn hafi fengið dvalarleyfi án vegabréfs hér á landi, en þau séu ekki mörg. Í staðfestingu Útlendingastofnunar kemur ekki fram hvers kyns dvalareyfi er um að ræða, né heldur lengi það verður í gildi. Leiða má að því líkur að ef Fisher óskar eftir flóttamannahæli hér á landi, þurfi stjórnvöld enn á ný að koma að máli því í reglum um hælisveitingu segir að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Frá árinu 1998 hafa 380 sótt um en aðeins einn fengið. Meðaltalið er einn af hverjum tíu í Evrópu. Georg segir að fljótt á litið uppfylli Bobby Fischer ekki skilyrði til þess að fá hér pólitískt hæli, en hins vegar sé í lagi að veita honum dvalarleyfi, enda sé þar stór munur á. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn krafist þess að japönsk stjórnvöld framselji Fisher. Framsalssamningur í gildi milli Bandaríkjanna og Íslands og því má ætla að ákvörðun um að veita Fisher dvalarleyfi hér hafi verið tekin með með vitund og samþykki bandarískra stjórnvalda. Georg segir þó sér sé ekki kunnugt um það, en hann gerir ráð fyrir að búið hafi verið mað ganga frá þeim málum. Í jafnræðisreglu Útlendingastofnunar er kveðið á um að einstaklingar standi jafnfætis gangvart þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Í Útlendingalögum segir þó að Útlendingastofnun skuli framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Georg segir það oft hafa komið fyrir að íslensk stjórnvöld hafi komið að máli einstaklinga líkt og nú, en vill þó ekki nefna nein dæmi þar um. Þegar og ef skáksnillingurinn kemur hingað til lands fær hann svokallað útlendinga vegabréf, sem gerir honum kleift að ferðast til annarra landa. Aðgang að heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi Íslendinga fær hann lögum samkvæmt eftir sex mánaðar Íslandsdvöl.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira