Ekki truflandi áhrif 22. desember 2004 00:01 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, telur að fréttir um að skattrannsóknarstjóri hafi vísað hluta af skattrannsókn á Baugi aftur til Ríkislögreglustjóra hafi ekki áhrif á nýjustu viðskipti félagsins erlendis, til dæmis kaupin á Big Food Group, BFG, og þar áður Magasin du Nord. "Öllum er kunnugt um þessar rannsóknir, þær hafa verið opinberar fréttir í nokkur misseri," segir Hreinn og bendir á að kaupin á BGF séu "bara staðgreiðsluboð í ákveðin bréf með aðstoð virtra lánastofnana þannig að við getum ekki séð að það eigi að hafa nein truflandi áhrif, vonum það allavega ekki. Hluthafar hafa nú tíma til að ákveða hvort þeir taka þessu boði eða ekki, það er búið að mæla með því og öllum viðræðum er lokið," segir Hreinn og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Baugur hefur ekki fengið niðurstöðu frá embætti Ríkisskattstjóra en búist er við því fyrir áramót. Ekki er vitað hvaða hluti rannsóknarinnar hefur verið sendur aftur til embættis Ríkislögreglustjóra þó að einhverjar getgátur virðist vera um það innan Baugs. Hreinn vill ekki staðfesta þetta né segja út á hvað þær getgátur gangi. Hann vill heldur ekki koma með bollaleggingar um það hvert framhald málsins verður eða hvenær endanlega niðurstaða liggi fyrir. Þó er ljóst að það skiptir Baug máli að niðurstaða berist úr skattrannsókninni. Baugur hefur áður gagnrýnt tímasetninguna á fréttum um skattrannsóknina og hefur Hreinn sagt að tímasetningin veki undrun, fréttir um rannsóknina berist þegar jákvæðar fréttir eru um fyrirtækið. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið. Hann segir að 20-30 mál séu til rannsóknar hjá embættinu og 15 manna lögreglusveit sinni þeim á vegum embættisins, tveir til sex í hverju máli. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, telur að fréttir um að skattrannsóknarstjóri hafi vísað hluta af skattrannsókn á Baugi aftur til Ríkislögreglustjóra hafi ekki áhrif á nýjustu viðskipti félagsins erlendis, til dæmis kaupin á Big Food Group, BFG, og þar áður Magasin du Nord. "Öllum er kunnugt um þessar rannsóknir, þær hafa verið opinberar fréttir í nokkur misseri," segir Hreinn og bendir á að kaupin á BGF séu "bara staðgreiðsluboð í ákveðin bréf með aðstoð virtra lánastofnana þannig að við getum ekki séð að það eigi að hafa nein truflandi áhrif, vonum það allavega ekki. Hluthafar hafa nú tíma til að ákveða hvort þeir taka þessu boði eða ekki, það er búið að mæla með því og öllum viðræðum er lokið," segir Hreinn og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Baugur hefur ekki fengið niðurstöðu frá embætti Ríkisskattstjóra en búist er við því fyrir áramót. Ekki er vitað hvaða hluti rannsóknarinnar hefur verið sendur aftur til embættis Ríkislögreglustjóra þó að einhverjar getgátur virðist vera um það innan Baugs. Hreinn vill ekki staðfesta þetta né segja út á hvað þær getgátur gangi. Hann vill heldur ekki koma með bollaleggingar um það hvert framhald málsins verður eða hvenær endanlega niðurstaða liggi fyrir. Þó er ljóst að það skiptir Baug máli að niðurstaða berist úr skattrannsókninni. Baugur hefur áður gagnrýnt tímasetninguna á fréttum um skattrannsóknina og hefur Hreinn sagt að tímasetningin veki undrun, fréttir um rannsóknina berist þegar jákvæðar fréttir eru um fyrirtækið. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið. Hann segir að 20-30 mál séu til rannsóknar hjá embættinu og 15 manna lögreglusveit sinni þeim á vegum embættisins, tveir til sex í hverju máli.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira