Matur

Pönnusteikt rjúpubringa

Rjúpnabringur (1-2 á mann)

portvín

timjan

salt

pipar

Aðferð

Látið bringurnar liggja í örlitlu portvíni og timjan í kæli í 1-2 klst. Saltið, piprið og pönnusteikið bringurnar örlétt á pönnu og hvílið á volgum stað. Sneiðið niður í þunnar sneiðar og raðið fallega á diskinn.

Rauðrófu- og eplasalat

Rauðrófur

epli

sýrður rjómi

sérrýedik

graslaukur

sítrónuafi

salt

pipar

Aðferð

Rauðrófur eru bakaðar í ofni og kældar. Takið þá hýðið utan af þeim og skerið í strimla. Eplin eru einnig skorin í strimla og blandað varlega saman við rauðrófurnar ásamt örlitlum sýrðum rjóma, skvettu af sérrýediki, söxuðum graslauk, smá sítrónusafa og salti og pipar.

Einnig má bæta berjum út í salatið, til dæmis rifsberjum. Skreytt með balsamico-dressingu og kerfil.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.