Leynd skaðleg í viðskiptum 10. janúar 2005 00:01 Leynd er alltaf á endanum skaðleg segir Howard Davies, fyrrverandi forstöðumaður breska fjármálaeftirlitsins, sem telur mikilvægt að gagnsæi ríki um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Í sama streng tekur Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, en að hans mati eru menn of reiðubúnir hér á landi til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Viðskiptaráðherra hefur boðað nýtt lagafrumvarp um verðbréfaviðskipti þar sem meðal annars á að auka gagnsæi Fjármálaeftirlitsins. Með öðrum orðum stendur til að Páll Gunnar Pálsson forstjóri fái brátt aukna heimild til að skýra frá störfum stofnunarinnar. Eins og staðan er í dag hvílir alger leynd yfir því hvort eða hvað er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og þá hvernig málum lýkur sem til rannsóknar eru. Howard Davies, rektor London School of Economics, var gestur á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins um framtíð íslensks fjármálamarkaðar en hann er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Hann telur að maður geldi fyrir leyndina. „Fjárfestar, sérstaklega erlendir fjárfestar, eru alltaf tortryggnir ef þeir telja að markaðurinn vinni kannski gegn þeim og að eitthvað sé í gangi sem þeir vita ekki um,“ segir Davies. Í Bretlandi skýrir Fjármálaeftirlitið ávallt frá niðurstöðum rannsókna og í einstaka tilfellum, þegar hagsmunir hluthafa krefjast, frá því þegar rannsókn hefst. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir dæmi um að mál hafi komið upp hér á landi sem menn á markaði hafi talið nauðsynlegt að skoða. Erfitt sé þegar enginn viti neitt um lyktir mála. Hann telur regluvirkið hér nokkurn veginn í línu við það sem gerist í nágrannalöndunum. Helsti munurinn sé að fáar hefðir hafi þróast hér á landi vegna þess hve markaðurinn er ungur og því séu menn of reiðubúnir til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira
Leynd er alltaf á endanum skaðleg segir Howard Davies, fyrrverandi forstöðumaður breska fjármálaeftirlitsins, sem telur mikilvægt að gagnsæi ríki um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Í sama streng tekur Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, en að hans mati eru menn of reiðubúnir hér á landi til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Viðskiptaráðherra hefur boðað nýtt lagafrumvarp um verðbréfaviðskipti þar sem meðal annars á að auka gagnsæi Fjármálaeftirlitsins. Með öðrum orðum stendur til að Páll Gunnar Pálsson forstjóri fái brátt aukna heimild til að skýra frá störfum stofnunarinnar. Eins og staðan er í dag hvílir alger leynd yfir því hvort eða hvað er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og þá hvernig málum lýkur sem til rannsóknar eru. Howard Davies, rektor London School of Economics, var gestur á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins um framtíð íslensks fjármálamarkaðar en hann er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Hann telur að maður geldi fyrir leyndina. „Fjárfestar, sérstaklega erlendir fjárfestar, eru alltaf tortryggnir ef þeir telja að markaðurinn vinni kannski gegn þeim og að eitthvað sé í gangi sem þeir vita ekki um,“ segir Davies. Í Bretlandi skýrir Fjármálaeftirlitið ávallt frá niðurstöðum rannsókna og í einstaka tilfellum, þegar hagsmunir hluthafa krefjast, frá því þegar rannsókn hefst. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir dæmi um að mál hafi komið upp hér á landi sem menn á markaði hafi talið nauðsynlegt að skoða. Erfitt sé þegar enginn viti neitt um lyktir mála. Hann telur regluvirkið hér nokkurn veginn í línu við það sem gerist í nágrannalöndunum. Helsti munurinn sé að fáar hefðir hafi þróast hér á landi vegna þess hve markaðurinn er ungur og því séu menn of reiðubúnir til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira