Niðurstaða um mánaðamótin 13. október 2005 15:20 Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. Lögmenn Skeljungs, Olís, Olíufélagsins og Orkunnar fengu, ásamt lögmönnum Samkeppnisstofnunar, um tvær klukkustundir hver til að skýra mál sitt á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Fór þar fram munnlegur málflutningur í máli olíufélaganna í kjölfar áfrýjunar þeirra á úrskurði samkeppnisráðs vegna verðsamráðs þeirra á árunum 1993 til 2001 en áður hafði skriflegur málflutningur farið fram. Stefán Már Stefánsson, formaður áfrýjunarnefndar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lögmennirnir hefðu fengið tækifæri til að ræða kjarna málsins og leggja áherslu á aðalatriði þess. Stefán Már sagði að ágreiningur hefði verið á milli olíufélaganna um ýmis efnisatriði. Hann sagðist ekki geta farið nánar út í það að svo stöddu en sagði að lögmenn félaganna hefðu lagt áherslu á að margt væri fyrnt í tengslum við verðsamráðið sem félögin væru sökuð um. Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sagði ekkert nýtt eða óvænt hafa komið fram í málinu á fundinum í gær. Samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs voru olíufélögin sektuð um ríflega tvo milljarða króna vegna ólöglegs verðsamráðs. Málið hefur nú verið lagt í úrskurð áfrýjunarnefndar sem hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu. Sá frestur er senn á enda og útlit fyrir að nefndin þurfi aðeins lengri tíma til að ljúka málinu. Formaður nefndarinnar segir málið stórt og viðamikið en stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir um mánaðamótin. Uni olíufélögin ekki niðurstöðu nefndarinnar geta þau höfðað mál fyrir dómstólum og slíkt gæti tekið að minnsta kosti eitt til tvö ár. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. Lögmenn Skeljungs, Olís, Olíufélagsins og Orkunnar fengu, ásamt lögmönnum Samkeppnisstofnunar, um tvær klukkustundir hver til að skýra mál sitt á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Fór þar fram munnlegur málflutningur í máli olíufélaganna í kjölfar áfrýjunar þeirra á úrskurði samkeppnisráðs vegna verðsamráðs þeirra á árunum 1993 til 2001 en áður hafði skriflegur málflutningur farið fram. Stefán Már Stefánsson, formaður áfrýjunarnefndar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lögmennirnir hefðu fengið tækifæri til að ræða kjarna málsins og leggja áherslu á aðalatriði þess. Stefán Már sagði að ágreiningur hefði verið á milli olíufélaganna um ýmis efnisatriði. Hann sagðist ekki geta farið nánar út í það að svo stöddu en sagði að lögmenn félaganna hefðu lagt áherslu á að margt væri fyrnt í tengslum við verðsamráðið sem félögin væru sökuð um. Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sagði ekkert nýtt eða óvænt hafa komið fram í málinu á fundinum í gær. Samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs voru olíufélögin sektuð um ríflega tvo milljarða króna vegna ólöglegs verðsamráðs. Málið hefur nú verið lagt í úrskurð áfrýjunarnefndar sem hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu. Sá frestur er senn á enda og útlit fyrir að nefndin þurfi aðeins lengri tíma til að ljúka málinu. Formaður nefndarinnar segir málið stórt og viðamikið en stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir um mánaðamótin. Uni olíufélögin ekki niðurstöðu nefndarinnar geta þau höfðað mál fyrir dómstólum og slíkt gæti tekið að minnsta kosti eitt til tvö ár.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira