Telur Símann tilbúinn til sölu 15. janúar 2005 00:01 Sérfræðingur sem vann að sölu þýska ríkissímans segir aðstæður til rekstrar Símans Klaus Dieter Schuerle sem tók þátt í einkavæðingu þýska ríkissímafyrirtækisins Deutsche Telekom telur miklu skipta að verkferlar og markmið í aðdraganda einkavæðingar séu skýr. Hann segir að langur undirbúningstími sé hins vegar ekki endilega heppilegur. Schuerle ræddi um einkavæðingu Deutsche Telekom á fundi Þýsk-íslenska verslunarfélagsins og Verslunarráðs Íslands í gær. Hann lýsti aðdraganda einkavæðingarinnar og sagðist almennt telja að mjög vel hefði tekist til. Langur undirbúningstími hefði hins vegar valdið vanda þar sem ýmislegt í rekstri fyrirtækisins hafi verið undir mikilli smásjá á því tímabili. Um einkavæðingu Símans á Íslandi segist Schuerle ekki getað sagt til um hvert sé líklegt verðmæti félagsins. "Það væri ekki viðeigandi að ég tjáði skoðun á því," segir hann. Hann segir hins vegar allt benda til þess að Síminn sé tilbúinn til þess að verða einkavæddur og að starfsaðstæður hér á landi séu mjög hagstæðar til fjarskiptarekstrar. Í einkavæðingu þýska símans var það markmið ríkisstjórnarinnar að sem stærstur hluti félagsins kæmist í eigu almennings meðal annars vegna þess að lítið var um að almenningur ætti hluti í fyrirtækjum. Um það hvort hann telji slíkt fyrirkomulag heppilegt hér á landi segir Schuerle að ríkisstjórnin hafi úr ýmsum kostum að velja. Hann segir að líklega sé raunhæfara hér á landi en í Þýskalandi að selja stóran hlut til kjölfestufjárfestis. "Þegar um ræðir Deutsche Telekom er kjölfestuhlutur hundruð milljarða krónafjárfesting en það má ætla að fleiri geti keppst um hlut í Símanum hér á Íslandi," segir hann Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Sérfræðingur sem vann að sölu þýska ríkissímans segir aðstæður til rekstrar Símans Klaus Dieter Schuerle sem tók þátt í einkavæðingu þýska ríkissímafyrirtækisins Deutsche Telekom telur miklu skipta að verkferlar og markmið í aðdraganda einkavæðingar séu skýr. Hann segir að langur undirbúningstími sé hins vegar ekki endilega heppilegur. Schuerle ræddi um einkavæðingu Deutsche Telekom á fundi Þýsk-íslenska verslunarfélagsins og Verslunarráðs Íslands í gær. Hann lýsti aðdraganda einkavæðingarinnar og sagðist almennt telja að mjög vel hefði tekist til. Langur undirbúningstími hefði hins vegar valdið vanda þar sem ýmislegt í rekstri fyrirtækisins hafi verið undir mikilli smásjá á því tímabili. Um einkavæðingu Símans á Íslandi segist Schuerle ekki getað sagt til um hvert sé líklegt verðmæti félagsins. "Það væri ekki viðeigandi að ég tjáði skoðun á því," segir hann. Hann segir hins vegar allt benda til þess að Síminn sé tilbúinn til þess að verða einkavæddur og að starfsaðstæður hér á landi séu mjög hagstæðar til fjarskiptarekstrar. Í einkavæðingu þýska símans var það markmið ríkisstjórnarinnar að sem stærstur hluti félagsins kæmist í eigu almennings meðal annars vegna þess að lítið var um að almenningur ætti hluti í fyrirtækjum. Um það hvort hann telji slíkt fyrirkomulag heppilegt hér á landi segir Schuerle að ríkisstjórnin hafi úr ýmsum kostum að velja. Hann segir að líklega sé raunhæfara hér á landi en í Þýskalandi að selja stóran hlut til kjölfestufjárfestis. "Þegar um ræðir Deutsche Telekom er kjölfestuhlutur hundruð milljarða krónafjárfesting en það má ætla að fleiri geti keppst um hlut í Símanum hér á Íslandi," segir hann
Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira